flugfréttir

Emirates þarf að endurgreiða tæp 500.000 flugmiða

28. apríl 2020

|

Frétt skrifuð kl. 07:01

Flugfloti Emirates

Emirates hefur fengið beiðni um endurgreiðslu á næstum hálfri milljón flugmiða sem félagið vinnur nú að því að greiða farþegum til baka.

Algjört ferðabann hefur verið í Sameinuðu arabísku furstadæmunum en þau flugfélög sem eru starfrækt í þeim löndum þar sem ekki ríkir ferðabann koma betur undan áhrifunum af kórónaveirufaraldrinum er kemur að endurgreiðslu á miðum.

Emirates hefur aldrei fengið eins gríðarlegan fjölda af beiðnum frá farþegum sem vilja fá flugmiðana sína endurgreidda.

Fjöldi farmiða sem félagið þarf að endurgreiða er á fimmta hundrað þúsund en vanalega er Emirates að meðhöndla um 35.000 beiðnir um endurgreiðslu á mánuði.

Emirates á von á enn fleiri endurgreiðslukröfum og segir félagið að það nái að afgreiða um 150.000 endurgreiðslur á mánuði og má því áætla að endurgreiðsluferlið muni standa fram á sumar og er vonast til að því muni ljúka í bili í ágúst.

„Þetta eru erfiðir tímar fyrir okkur líkt og fyrir öll önnur flugfélög. Við erum að nota lausaféð okkar fyrir endurgreiðslur en það er okkar skylda og ábyrgð að gera. Við munum sjá til þess að allir okkar viðskiptavinir muni fá endurgreitt“, segir Tim Clark, forstjóri Emirates.

Emirates flýgur í augnablikinu aðeins örfáar flugferðir eða eins og kallað hefur verið á ensku „beinagrindaþjónusta“ (skeleton service) sem þýðir þegar flugfélag flýgur aðeins til allra stærstu áfangastaðanna og það með takmarkaðri tíðni.

Emirates stefnir hinsvegar ekki á að byrja smátt þegar kórónaveirufaraldrinum lýkur og ætlar félagið jafnvel að bæta við ferðum þótt að leiðarkerfið sjálft verði aðeins minna í sniðum en það var fyrir daga COVID-19.  fréttir af handahófi

Umhverfisvænni aðferð prófuð til að aka flugvélum á Schiphol

28. maí 2020

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hefur hafið tilraunir með sjálfbæra tækni við akstur flugvéla á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam.

LEVEL France hættir starfsemi

9. júlí 2020

|

Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) tilkynnti í gær að dótturfélagið LEVEL France myndi hætta starfsemi sinni.

Verkleg flugkennsla má hefjast að nýju eftir helgi

30. apríl 2020

|

Verkleg flugkennsla á Íslandi hefst aftur að nýju á mánudag eftir helgi með tilkomu breytinga á samkomubanni en verkleg flugkennsla hefur legið niðri að mestu á landinu frá því sóttvarnarreglur tóku

  Nýjustu flugfréttirnar

Yfir 80 starfsmönnum hjá Ryanair í Belgíu sagt upp

9. júlí 2020

|

Ryanair hefur ákveðið að segja upp 40 flugmönnum og fjörutíu flugfreyjum og flugþjónum í Belgíu.

LEVEL France hættir starfsemi

9. júlí 2020

|

Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) tilkynnti í gær að dótturfélagið LEVEL France myndi hætta starfsemi sinni.

Flugþjóns frá PIA saknað eftir viðdvöl í Toronto

9. júlí 2020

|

Ekkert hefur spurst til flugþjóns frá Pakistan International Airlines (PIA) sem saknað hefur verið eftir að áhöfn flugfélagsins pakistanska hafði viðdvöl í Toronto í Kanada.

Air Namibía svipt leyfi til þess að fljúga farþegaflug

9. júlí 2020

|

Ríkisstjórn Namibíu hefur svipt flugfélaginu Air Namibia leyfi til þess að fljúga áætunarflug og leiguflug með farþega þar sem að félagið hefur ekki náð að afla nægilegs fjármagns til þess að sína fr

Air Mauritius auglýsir fimm farþegaþotur til sölu

8. júlí 2020

|

Flugfélagið Air Mauritius hefur sett á sölu fimm farþegaþotur og er óskað eftir tilboðum í þoturnar.

United gæti þurft að segja upp 36.000 starfsmönnum í haust

8. júlí 2020

|

Bandaríska flugfélagið United Airlines tilkynnti í gær að félagið þyrfti mögulega að grípa til risahópuppsagna þar sem kórónaveirufaraldurinn er farinn að hafa verulega slæm áhrif á rekstur félagsin

Kjarasamningur við flugfreyjur felldur í atkvæðagreiðslu

8. júlí 2020

|

Flugfreyjur og flugþjónar Icelandair, sem eru félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands, hafa fellt þann kjarasamning sem skrifað var undir í lok júní en atkvæðagreiðsla tók við í kjölfar samningsins og

El Al ríkisvætt þangað til að nýir fjárfestar finnast

8. júlí 2020

|

Ríkisstjórnin í Ísrael ætlar sér að taka við rekstri flugfélagsins El Al Israel Airlines og verður flugfélagið ríkisvætt þangað til að nýir fjárfestar finnast.

Nýtt vandamál með Trent 1000 hreyfilinn frá Rolls-Royce

7. júlí 2020

|

Nýtt vandamál virðist vera komið upp með Trent 1000 hreyflana frá Rolls-Royce sem bætist ofan á fyrri viðvarandi vandamál sem hafa hrjáð hreyflana og Dreamliner-þoturnar sem þeir voru hannaðir fyrir

Avolon hættir við 27 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar

7. júlí 2020

|

Írska flugvélaleigufyrirtækið Avolon hefur hætt við pöntun í 27 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar en fyrirtækið hafði þegar hætt við pöntun í 75 MAX-þotur í apríl vegna COVID-19 faraldursins.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00