flugfréttir

Boeing 737 MAX sennilega kyrrsettar fram á haust

- Vinnu við að finna lausn á tveimur hugbúnaðarvillum tefst fram á sumar

28. apríl 2020

|

Frétt skrifuð kl. 21:33

Boeing 737 MAX þotur United Airlines

Flest bendir til þess að Boeing 737 MAX þoturnar verði kyrrsettar áfram fram í ágúst í sumar og jafnvel fram á haust þar sem Boeing er enn í balsi með að finna lausn á tveimur mismunandi vandamálum í hugbúnaði í stjórnkerfum vélarinnar.

Samkvæmt heimildarmönnum þá hafði Boeing séð fram á að geta fengið flughæfnisvottun á ný fyrir Boeing 737 MAX fyrir sumarið ein eins og staðan er núna mun það sennilega frestast fram á haust.

Southwest Airlines hefur meðal annars uppfært flugáætlun sína er kemur að notkun á flugflota og gerir félagið ekki ráð fyrir að nota Boeing 737 MAX fyrr en í fyrsta lagi þann 30. október í haust.

Boeing tilkynnti í seinustu viku að flugprófunum hefur verið frestað sem áttu að fara fram á næstunni þar sem framleiðandinn er í raun og veru að glíma við tvær hugbúnaðarvillur sem þarf að leysa.

Stærsta vandamálið sem hefur verið í ólagi snertir hið svokallaða MCAS-kerfi sem á að aðstoða við stöðugleika vélarinnar sem ræðst af stöðu á stilliblöðkum á hæðarstýri vélanna („stabilizer trim“) sem reyndist nauðsynlegur aðstoðarbúnaður eftir að í ljós kom að staða hreyflanna, þar sem þeir festast á vængina, viðheldur ekki sama stöðugleika og finna má á eldri Boeing 737 þotum.

Yfir 400 Boeing 737 MAX þotur bíða þess að verða afhentar til viðskiptavina

Boeing vinnur að vandamálinu í samvinnu við fyrirtækið Raytheon Technologies en ekki er vitað hversu langan tíma sú vinna mun taka né sá tími sem á eftir að fara í prófanir og að fá vottun frá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA).

Boeing 737 MAX vélarnar hafa verið í dag kyrrsettar í 410 daga eða rúmlega þrettán mánuði en þess má geta að yfir 400 eintök af Boeing 737 MAX þotum bíða þess að vera afhentar sem hafa verið í geymslu víðsvegar í Bandaríkjunum.  fréttir af handahófi

Fresta afhendingum á 68 MAX-þotum til 2025

4. júní 2020

|

Írska flugvélaleigan SMBC Aviation Capital hefur ákveðið að fresta afhendingum á alls 68 þotum af gerðinni Boeing 737 MAX um fjögur ár.

Fara mögulega í mál við flugfélög sem hætta við pantanir

8. júní 2020

|

Airbus hefur tilkynnt að framleiðandinn muni beita hörku og hefja dómsmál á hendur þeim flugfélögum sem ætla að sniðganga þá samninga sem gerðir hafa verið vegna pantana í nýjar þotur vegna COVID-19

Ætla ekki að losa sig við neinar A380 risaþotur

23. maí 2020

|

Tim Clark, forstjóri Emirates, blæs á þær sögusagnir sem ganga um að Emirates eigi eftir að hætta með flestar Airbus A380 risaþoturnar.

  Nýjustu flugfréttirnar

Nýtt vandamál með Trent 1000 hreyfilinn frá Rolls-Royce

7. júlí 2020

|

Nýtt vandamál virðist vera komið upp með Trent 1000 hreyflana frá Rolls-Royce sem bætist ofan á fyrri viðvarandi vandamál sem hafa hrjáð hreyflana og Dreamliner-þoturnar sem þeir voru hannaðir fyrir

Avolon hættir við 27 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar

7. júlí 2020

|

Írska flugvélaleigufyrirtækið Avolon hefur hætt við pöntun í 27 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar en fyrirtækið hafði þegar hætt við pöntun í 75 MAX-þotur í apríl vegna COVID-19 faraldursins.

60.000 áætlunarflug á dag í fyrsta sinn í 15 vikur

7. júlí 2020

|

Farþega- og áætlunarflug í heiminum rauf 60.000 flugferðamúrinn í fyrsta sinn sl. föstudag eftir COVID-19 heimsfaraldurinn þegar 60.100 flugferðir voru farnar í heiminum þann sólarhringinn sem telja

Rúmenía samþykkir greiðslustöðvun fyrir Blue Air

7. júlí 2020

|

Rúmenska lágfargjaldafélagið Blue Air hefur farið fram á gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun og hefur félagið fengið leyfi til þess að fresta greiðslum af lánum og greiðslum af skuldum til kröfuhafa í

Spennandi tímar í fluginu framundan eftir COVID-19

6. júlí 2020

|

Stephen Dickson, formaður bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) ávarpaði nemendur við Embry Riddle háskólann á Netinu í vefútsendingu á dögunum þar sem hann meðal annars hvatti flugnema, og þá nemendu

Allar þrjár flugtölvurnar biluðu samtímis í lendingu

6. júlí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Taívan hafa farið fram á að flugfélög þar í landi, sem hafa Airbus A330 breiðþotuna í flota sínum, endurskoði verkferla er kemur að lendingum á blautum flugbrautum í mikilli rigni

Fékk óvart endurgreiðslu upp á 2.7 milljarða frá Qatar Aiways

6. júlí 2020

|

Farþegi einn, sem fékk flug endurgreitt með Qatar Airways, lenti í því að fá óvart endurgreidda 2.7 milljarða króna sem er ívið meiri upphæð en þær 272.000 krónur sem farþeginn átti að fá í endugrei

TAP Air Portugal aftur í eigu ríkisins

6. júlí 2020

|

Ríkisstjórnin í Portúgal hefur tilkynnt um að flugfélagsins TAP Air Portugal verði ríkisvætt að nýju í þeim tilgangi að tryggja framtíð þess vegna kórónaveirufaraldursins.

Vonast til þess að fá fyrstu 737 MAX þotuna í nóvember

3. júlí 2020

|

Ryanair vonast til þess að geta tekið á móti fyrstu Boeing 737 MAX þotunni í nóvember í haust en félagið gerir ráð fyrir að það gæti orðið að veruleika þar sem að flugprófunum er lokið vestanhafs me

Malasía bannar pakistönskum flugmönnum að fljúga í landinu

3. júlí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Malasíu hafa bannað pakistönskum flugmönnum að fljúga meira fyrir malasísk flugfélög tímabundið og hafa þeir flugmenn, sem hafa flogið fyrir flugfélög í landinu, verið vikið úr st

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00