flugfréttir

Flugumferðaratvik er varðar Harrison Ford til rannsóknar

- Fór yfir braut þegar honum var sagt að bíða við brautina vegna umferðar

29. apríl 2020

|

Frétt skrifuð kl. 16:36

Atvikið átti sér stað á Hawthorne-flugvellinum í Kaliforníu sl. föstudag

Hollywood-leikarinn Harrison Ford kom sér í bobba nú á dögunum er hann lenti þyrlu sinni á flugvelli í Los Angeles en eftir lendingu gerði hann mistök sem eru nú komin inn á borð hjá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) sem rannsaka málið.

Samkvæmt fréttum vestanhafs er um brautarátroðning að ræða en Harrison Ford hafði lent þyrlu sinni, sem er af gerðinni Bell 407, á Hawthorne-flugvellinum í Kaliforníu sl. föstudag, þann 24. apríl.

Eftir lendingu bað flugumferðarstjóri Ford um að bíða við flugbrautina áður en hann myndi halda áfram þar sem önnur traffík var á brautinni en þess í stað fór hann yfir brautina.

Í upptöku af samskiptum milli leikarans og flugumferðarstjórans má heyra Harrison Ford biðjast afsökunar. Flugumferðarstjórinn segir hástöfum við Harrison Ford: „Get across the runway now! - I told you to hold short. You need to listen up!“, segir flugumferðarstjórinn.

Ford biðst innilega afsökunar og segir að honum hafi fundist flugumferðarstjórinn vera að biðja hann um akkurat öfugan hlut sem væri semsagt að fara yfir brautina. Starfsmaður hjá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) segir að stofnunin sé að rannsaka atvikið.

Samtalið milli flugumferðarstjórans og Harrison Ford (á ensku):

Flugturn: „Hotel Uniform, hold short of runway 25. Traffic on the runway“

Harrison Ford: „Crossing 25…. Eigh Nine Hotel Uniform“

Flugturn: „Eight Nine Hotel Uniform. Get accross that runway now. I told you to hold short. You need to listen up“

Harrison Ford: „Excuse me, sir, I thought exactly the opposite. I am terribly sorry“  fréttir af handahófi

Stefna á 90 prósent af leiðarkerfinu í innanlandsfluginu

8. maí 2021

|

Norska flugfélagið Widerøe áætlar að það muni ná að fljúga í sumar allt að 90 prósent af framboðinu og þeim flugferðum sem félagið bauð upp á árið 2019.

Áhafnir láta ekki sjá sig til starfa fyrir flug til Indlands

19. maí 2021

|

British Aiways hefur lent í vandræðum með að manna áhafnir í áætlunarflugi félagsins til Indlands þar sem einhverjar flugfreyjur og flugþjónar hafa ekki mætt til vinnu vegna ótta við þann gríðarlega

Sameiningin mun kosta Korean Air yfir 300 milljarða

13. júlí 2021

|

Talið er að samruni tveggja stærstu flugfélaganna í Suður-Kóreu muni kosta Korean Air um 64 milljarða króna til viðbótar en Korean Air mun taka yfir allan rekstur Asiana Airlines á næstunni.

  Nýjustu flugfréttirnar

Nepal Airlines gæti orðið næsta flugfélag til að heyra sögunni til

24. júlí 2021

|

Mikil óvissa ríkir um framtíð flugfélagsins Nepal Airlines og gæti svo farið að félagið muni heyra sögunni til eftir 63 ára sögu en félagið var stofnað árið 1958.

Einaflugnám hjá Flugakademíu nú í boði í fjarnámi

24. júlí 2021

|

Flugakademía Íslands bætir einkaflugnámi í fjarnámi við námsframboð sitt í haust en fjarnámið verður kennt samhliða staðnámi og hefst kennsla þann 30. ágúst og er umsóknarfrestur til og með 15. ágúst

Eurowings Discover nýtt dótturfélag Lufthansa Group

24. júlí 2021

|

Lufthansa Group hefur kynnt til sögunnar nýtt dótturflugfélag sem nefnist Eurowings Discover en félagið mun fljúga í dag sitt fyrsta áætlunarflug frá Frankfurt til Mombasa til Kenýa og þaðan áfram ti

Skortur á þotueldsneyti í Lúxemborg vegna flóða

20. júlí 2021

|

Mikill skortur varð á þotueldsneyti á flugvellinum í Lúxemborg í vikunni en vegna flóða í Evrópu og hækkandi vatnsyfirborðs urðu skemmdir á eldsneytislögn í Þýskalandi sem tengir flugvöllinn við birg

Malta Air fær sína fyrstu Boeing 737 MAX þotu

20. júlí 2021

|

Flugfélagið Malta Air hefur fengið afhenta sína fyrstu Boeing 737 MAX þotu sem er af gerðinni 737 MAX 8-200 en félagið er dótturflugfélag Ryanair.

JetBlue lendir í fyrsta sinn í London

14. júlí 2021

|

Bandaríska flugfélagið JetBlue flaug í vikunni sérstakt flug í fyrsta sinn yfir Atlantshafið frá New York til London með farþegaþotu af gerðinni Airbus A321LR.

Setti pinnann í rangt gat á nefhjólastellinu

14. júlí 2021

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi hefur gefið frá sér bráðabirgðaskýrslu varðandi atvik sem átti sér stað er nefhjól féll saman á Boeing 787 Dreamliner-þotu hjá British Airways á flughlaði á Heat

Sameiningin mun kosta Korean Air yfir 300 milljarða

13. júlí 2021

|

Talið er að samruni tveggja stærstu flugfélaganna í Suður-Kóreu muni kosta Korean Air um 64 milljarða króna til viðbótar en Korean Air mun taka yfir allan rekstur Asiana Airlines á næstunni.

Ætla að ráða 2.000 flugmenn á Boeing 737 MAX þoturnar

12. júlí 2021

|

Ryanair hefur lýst því yfir að til standi að ráða um 2.000 flugmenn á næstu þremur árum í tengslum við nýju Boeing 737 MAX þoturnar en félagið fékk þær fyrstu afhentar um miðjan síðasta mánuð.

Air France-KLM íhugar að panta 160 þotur frá Boeing eða Airbus

12. júlí 2021

|

Air France-KLM hefur hafið viðræður við bæði Boeing og Airbus um risapöntun sem gæti orðið ein sú stærsta í sögu fyrirtækisins.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00