flugfréttir

Flugumferðaratvik er varðar Harrison Ford til rannsóknar

- Fór yfir braut þegar honum var sagt að bíða við brautina vegna umferðar

29. apríl 2020

|

Frétt skrifuð kl. 16:36

Atvikið átti sér stað á Hawthorne-flugvellinum í Kaliforníu sl. föstudag

Hollywood-leikarinn Harrison Ford kom sér í bobba nú á dögunum er hann lenti þyrlu sinni á flugvelli í Los Angeles en eftir lendingu gerði hann mistök sem eru nú komin inn á borð hjá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) sem rannsaka málið.

Samkvæmt fréttum vestanhafs er um brautarátroðning að ræða en Harrison Ford hafði lent þyrlu sinni, sem er af gerðinni Bell 407, á Hawthorne-flugvellinum í Kaliforníu sl. föstudag, þann 24. apríl.

Eftir lendingu bað flugumferðarstjóri Ford um að bíða við flugbrautina áður en hann myndi halda áfram þar sem önnur traffík var á brautinni en þess í stað fór hann yfir brautina.

Í upptöku af samskiptum milli leikarans og flugumferðarstjórans má heyra Harrison Ford biðjast afsökunar. Flugumferðarstjórinn segir hástöfum við Harrison Ford: „Get across the runway now! - I told you to hold short. You need to listen up!“, segir flugumferðarstjórinn.

Ford biðst innilega afsökunar og segir að honum hafi fundist flugumferðarstjórinn vera að biðja hann um akkurat öfugan hlut sem væri semsagt að fara yfir brautina. Starfsmaður hjá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) segir að stofnunin sé að rannsaka atvikið.

Samtalið milli flugumferðarstjórans og Harrison Ford (á ensku):

Flugturn: „Hotel Uniform, hold short of runway 25. Traffic on the runway“

Harrison Ford: „Crossing 25…. Eigh Nine Hotel Uniform“

Flugturn: „Eight Nine Hotel Uniform. Get accross that runway now. I told you to hold short. You need to listen up“

Harrison Ford: „Excuse me, sir, I thought exactly the opposite. I am terribly sorry“  fréttir af handahófi

DHL Express pantar tólf rafmangsflugvélar

3. ágúst 2021

|

Vöruflutningaflugfélagið DHL Express hefur gert samning við fyrirtækið Eviation um pöntun á tólf rafmangsflugvélum.

FAA kemur auga á nýtt vandamál á Boeing 787

13. júlí 2021

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa komið auga á nýtt vandamál í einhverjum af þeim Dreamliner-þotum sem framleiddar hafa verið sem enn á eftir að afhenda til viðskiptavina.

Flugfélagið ITA tekur við af Alitalia í október

17. ágúst 2021

|

Það styttist óðum í að skipt verður um flugfélag á Ítalíu þegar ríkisflugfélagið Alitalia mun víkja fyrir nýja flugfélaginu ITA (Italia Trasporto Aereo) sem hefur starfsemi sína í haust.

  Nýjustu flugfréttirnar

United sektað um yfir 240 milljónir vegna seinkana

27. september 2021

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sektað United Airlines um 1.9 milljón Bandaríkjadali eða sem samsvarar 243 milljónum króna vegna seinkana þar sem farþegar þurftu að bíða um borð í flugvélum á

Delta íhugar pöntun í 737 MAX

24. september 2021

|

Delta Air Lines segir að enn komi til greina að leggja inn pöntun í Boeing 737 MAX þoturnar en flugfélagið er eina félagið af fjórum stærstu flugfélögum Bandaríkjanna sem hefur ekki pantað Boeing 737

Play bætir Amsterdam við leiðarkerfið

24. september 2021

|

Flugfélagið Play hefur bætt við nýjum áfangastaði í leiðarkerfið sem er Amsterdam en félagið mun byrja að fljúga á Schiphol-flugvöllinn í desember.

Skortur á flugmönnum næsta krísa sem blasir við í fluginu

22. september 2021

|

Eftir að flugfélög víða um heim fara senn að rísa upp úr þeirri krísu sem hefur legið yfir fluginðainum vegna heimsfaraldursins þá vofir yfir önnur tegund af krísu sem er skortur á flugmönnum.

Sex gamlar Boeing 757 þotur á leið til nýs flugfélags í Alaska

22. september 2021

|

Nýtt bandarískt flugfélag í Alaska, sem verið er að stofna, hefur tryggt sér sex Boeing 757 þotur úr flota American Airlines en nýja flugfélagið verður dótturfélag flugfélagsins Ravn Alaska.

Leiðarkerfi Emirates til Ameríku að nálgast það sem var árið 2019

20. september 2021

|

Emirates stefnir á að fljúga 90 prósent af öllu leiðarkerfi sínu sem félagið flaug til í Bandaríkjunum fyrir heimsfaraldurinn og það fyrir desember á þessu ári.

Jet Airways stefnir á endurkomu eftir áramót

13. september 2021

|

Indverska flugfélagið Jet Airways hefur gert enn önnur áformin um að hefja flugrekstur á ný og er þetta þriðja tilraunin sem gerð verður til þess að koma starfsemi félagsins aftur í gang.

Heathrow kallar enn eftir aðgerðum til að auka flugumferð

13. september 2021

|

Stjórn Heathrow-flugvallarins í London kallar enn og aftur eftir nýjum og skipulagðari takmörkunum á ferðalögum fyrir flugfarþega en enn hefur farþegum ekki náð að fjölga að neinu ráði um Heathrow-f

Wizz Air í viðræðum um pöntun á allt að 100 þotum frá Airbus

10. september 2021

|

Ungverska lágfargjaldaflugfélagið Wizz Air er sagt eiga í viðræðum við Airbus um risapöntun í að minnsta kosti 100 farþegaþotur til viðbótar.

Widerøe hefur áætlunarflug til Færeyja

7. september 2021

|

Norska flugfélagið Widerøe flaug á dögunum sitt fyrsta áætlunarflug til Færeyja en félagið mun fljúga tvisvar í viku til Vágar frá Bergen í Noregi.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00