flugfréttir

Verkleg flugkennsla má hefjast að nýju eftir helgi

- Tilslakanir á sóttvarnarlögum ná meðal annars til flugkennslu

30. apríl 2020

|

Frétt skrifuð kl. 12:12

Um borð í Diamond DA20 kennsluflugvél

Verkleg flugkennsla á Íslandi hefst aftur að nýju á mánudag eftir helgi með tilkomu breytinga á samkomubanni en verkleg flugkennsla hefur legið niðri að mestu á landinu frá því sóttvarnarreglur tóku í gildi í lok mars vegna COVID-19.

Miklar takmarkanir hafa verið á bæði kennsluflugi og einkaflugi meðal flugklúbba í landinu sl. vikur frá því sóttvarnarlögin tóku gildi og hafa til að mynda margir einkaflugmenn aðeins geta flogið annaðhvort einir um borð eða með fjölskyldumeðlimi sem farþega sem búa á sama heimili í sama sóttvarnarumhverfi.

Töluvert minni flugumferð hefur verið meðal einkaflugvéla sl. daga þrátt fyrir einmuna veðurblíðu á landinu sem hefur varað í næstum heila viku en vanalega á slíkum blíðviðrisdögum hefur verið mikil umferð af einkaflugvélum.

Öll verkleg flugkennsla hjá Geirfugli hefur til að mynda legið niðri frá því 23. mars sl. og sama má segja um kennsluflug hjá Flugakademíu Keilis þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð um borð í litlum flugvélum á milli nemanda og flugkennara.

Cessna 172 Skyhawk og Diamond DA20 kennsluflugvél frá Geirfugli á Reykjavíkurflugvelli

Heilbrigðisstjórnvöld kynntu nýlega geinargerð er kemur að tilslökunum vegna COVID-19 er varðar sóttvarnir og nálægðartakmarkanir og kemur fram að tveggja metra reglan verði viðhaldið áfram í þeirri starfsemi sem má hefjast á ný þann 4. maí.

Undantekningar frá henni ná meðal annars til flugkennslu svo lengi sem viðkomandi sé ekki með þau einkenni sem kórónuveiran hefur í för með sér og ennþá verður farið fram á að hugað verði að hreinlæti og sótthreinsun.  fréttir af handahófi

Fyrsta þota PLAY komin til landsins

15. júní 2021

|

Fyrsta farþegaþota flugfélagsins PLAY kom til landsins í dag en þotan lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 16:47 eftir ferjuflug frá Chennault International (Lake Charles) flugvellinum í Louisiana í B

Flybe tryggir sér pláss á Heathrow

4. maí 2021

|

Breska lágfargjaldafélagið Flybe hefur tryggt sér pláss á Heathrow-flugvellinum í London en nýir eigendur vinna nú að lokaundirbúningi þess að koma flugfélaginu aftur í loftið í sumar.

Íhuga að panta yfir 100 þotur af gerðinni Boeing 737 MAX 10

24. maí 2021

|

Ryanair á í viðræðum við Boeing um pöntun á yfir 100 þotum af gerðinni Boeing 737 MAX 10 sem félagið myndi fá afhentar eftir árið 2026 en þá gerir Ryanair ráð fyrir að vera búið að fá allar Boeing 73

  Nýjustu flugfréttirnar

Nepal Airlines gæti orðið næsta flugfélag til að heyra sögunni til

24. júlí 2021

|

Mikil óvissa ríkir um framtíð flugfélagsins Nepal Airlines og gæti svo farið að félagið muni heyra sögunni til eftir 63 ára sögu en félagið var stofnað árið 1958.

Einaflugnám hjá Flugakademíu nú í boði í fjarnámi

24. júlí 2021

|

Flugakademía Íslands bætir einkaflugnámi í fjarnámi við námsframboð sitt í haust en fjarnámið verður kennt samhliða staðnámi og hefst kennsla þann 30. ágúst og er umsóknarfrestur til og með 15. ágúst

Eurowings Discover nýtt dótturfélag Lufthansa Group

24. júlí 2021

|

Lufthansa Group hefur kynnt til sögunnar nýtt dótturflugfélag sem nefnist Eurowings Discover en félagið mun fljúga í dag sitt fyrsta áætlunarflug frá Frankfurt til Mombasa til Kenýa og þaðan áfram ti

Skortur á þotueldsneyti í Lúxemborg vegna flóða

20. júlí 2021

|

Mikill skortur varð á þotueldsneyti á flugvellinum í Lúxemborg í vikunni en vegna flóða í Evrópu og hækkandi vatnsyfirborðs urðu skemmdir á eldsneytislögn í Þýskalandi sem tengir flugvöllinn við birg

Malta Air fær sína fyrstu Boeing 737 MAX þotu

20. júlí 2021

|

Flugfélagið Malta Air hefur fengið afhenta sína fyrstu Boeing 737 MAX þotu sem er af gerðinni 737 MAX 8-200 en félagið er dótturflugfélag Ryanair.

JetBlue lendir í fyrsta sinn í London

14. júlí 2021

|

Bandaríska flugfélagið JetBlue flaug í vikunni sérstakt flug í fyrsta sinn yfir Atlantshafið frá New York til London með farþegaþotu af gerðinni Airbus A321LR.

Setti pinnann í rangt gat á nefhjólastellinu

14. júlí 2021

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi hefur gefið frá sér bráðabirgðaskýrslu varðandi atvik sem átti sér stað er nefhjól féll saman á Boeing 787 Dreamliner-þotu hjá British Airways á flughlaði á Heat

Sameiningin mun kosta Korean Air yfir 300 milljarða

13. júlí 2021

|

Talið er að samruni tveggja stærstu flugfélaganna í Suður-Kóreu muni kosta Korean Air um 64 milljarða króna til viðbótar en Korean Air mun taka yfir allan rekstur Asiana Airlines á næstunni.

Ætla að ráða 2.000 flugmenn á Boeing 737 MAX þoturnar

12. júlí 2021

|

Ryanair hefur lýst því yfir að til standi að ráða um 2.000 flugmenn á næstu þremur árum í tengslum við nýju Boeing 737 MAX þoturnar en félagið fékk þær fyrstu afhentar um miðjan síðasta mánuð.

Air France-KLM íhugar að panta 160 þotur frá Boeing eða Airbus

12. júlí 2021

|

Air France-KLM hefur hafið viðræður við bæði Boeing og Airbus um risapöntun sem gæti orðið ein sú stærsta í sögu fyrirtækisins.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00