flugfréttir

Réttindi 143 flugmanna á A380 hjá Asiana að renna út á tíma

- Flugfélagið hefur ekki sinn eigin A380 flughermi

30. apríl 2020

|

Frétt skrifuð kl. 17:45

Þjálfun í Airbus A380 flughermi

Suður-Kóreskir risaþotuflugmenn, sem fljúga Airbus A380 þotum fyrir Asiana Airlines, gætu misst tegundaráritanir sína þar sem þeir hafa ekki flogið risaþotunum í töluverðan tíma vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

Um er að ræða 143 flugmenn sem munu renna út á tegundaráritun í næsta mánuði ef þeir halda réttindunum ekki við í flughermi en gallinn er hinsvegar sá að Asiana Airlines á ekki neina flugherma fyrir Airbus A380.

Þetta hefur orðið til þess að Asiana Airlines hefur neyðst til þess að fella niður flug á milli Seoul og Los Angeles en félagið hefur yfirleitt notað Airbus A380 á þeirri flugleið.

Asiana Airlines hefur beðið suður-kóresk stjórnvöld um að gera undanþágu og lengja gildistímann fyrir tegundaráritunina sem fellur úr gildi ef flugmaður hefur ekki náð þremur flugtökum og lendingum á hverja flugvélategund innan 90 daga og þarf viðkomandi flugmaður þá að gangast aftur undir þjálfun sem tekur um einn mánuð.

Airbus A380 risaþota Asiana Airlines

Stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa fyrirskiptað Asiana Airlines til að halda uppi áætlunarflugi á helstu flugleiðum og hefur félagið verið að fljúga langflug með nánast tómum vélum vegna heimsfaraldursins. Venjulega hefur Asiana Airlines flogið um 300 flugferðir á mánuði með Airbus A380 en í mars drógust þær saman niður í 50 flugferðir og í dag eru þær nánast engar.

Asiana Airlines hefur getað sent flugmenn í þjálfun í flugherma í Bangkok í Thailandi en frá 6. mars er það ekki lengur í boði þar sem tveggja vikna einangrun hefur verið fyrirskipuð fyrir alla sem koma til Thailands frá Suður-Kóreu.

Asiana Airlines gerði einnig tilraun um að biðja samkeppnisfélagið Korean Air um afnot af þeirra Airbus A380 flughermum en það flugfélag, sem er einnig frá Suður-Kóreu, hafnaði þeirri beiðni þar sem félagið segir að hermarnir séu eingöngu notaðir til að þjálfa þeirra eigin flugmenn.

Eina leiðin í stöðunni fyrir Asiana Airlines er að fljúga tómum Airbus A380 risaþotum í innanlandsflugi í landinu eingöngu til að viðhalda tegundaráritun fyrir þá flugmenn sem eru alveg að fara að renna út á tíma.  fréttir af handahófi

Um 2.000 manns sagt upp hjá Icelandair

28. apríl 2020

|

Icelandair hefur tilkynnt um uppsögn á um 2.000 starfsmönnum félagsins sem er liður í hagræðingu vegna áhrifa af kórónaveirufaraldrinum.

Heathrow-flugvöllur tapar 1.2 milljörðum á hverjum degi

6. maí 2020

|

Svo virðist sem að draumurinn um þriðju flugbrautina á Heathrow-flugvelli sé úti vegna COVID-19 heimsfaraldursins og lítur út fyrir að allar áætlanir varðandi þriðju flugbrautina verði settar á hill

Emirates mun hætta öllu farþegaflugi

22. mars 2020

|

Emirates hefur ákveðið að stöðva allt áætlunarflug frá og með 25. mars næstkomandi vegna heimsfaraldursins en félagið mun þó sinna áfram fraktflugi.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrstu Boeing 777-300ER þotunni breytt í fraktflugvél

6. júní 2020

|

Vinna er hafin við að breyta Boeing 777-300ER farþegaþotu yfir í fraktþotu og verður afraksturinn ein stærsta tveggja hreyfla fraktþota heims.

Aflýsa öllu flugi viku eftir að flug hófst að nýju

5. júní 2020

|

Indónesíska flugfélagið Lion Air hefur ákveðið að hætta öllu flugi aftur aðeins viku eftir að félagið var byrjað að fljúga á ný eftir kórónaveirufaraldurinn.

IATA: Fyrstu ummerki um að flugið sé á batavegi

4. júní 2020

|

Fyrstu ummerki um bata í fluginu með aukinni flugumferð eru farin að gera vart við sig að sögn Alþjóðasamtaka flugfélaganna (IATA) sem greindu frá því í gær að flugumferð í áætlunarflugi sé aðeins f

Fresta afhendingum á 68 MAX-þotum til 2025

4. júní 2020

|

Írska flugvélaleigan SMBC Aviation Capital hefur ákveðið að fresta afhendingum á alls 68 þotum af gerðinni Boeing 737 MAX um fjögur ár.

Tólf greindust með COVID-19 um borð í þotu Qatar Airways

4. júní 2020

|

Grísk stjórnvöld hafa ákveðið að banna flugfélaginu Qatar Airways að fljúga til Grikklands frá og með deginum í dag fram í miðjan þennan mánuð eftir að tólf farþegar af 91 farþega, sem komu með flugv

Banna kínverskum flugfélögum að fljúga til Bandaríkjanna

3. júní 2020

|

Bandarísk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau ætli að banna kínverskum flugfélögum að fljúga til Bandaríkjanna á þeim grundvelli að ekkert bandarískt flugfélag fær að fljúga til Kína í dag og hefur band

TUI nær samkomulagi um skaðabætur vegna 737 MAX

3. júní 2020

|

Flugfélagið TUI hefur tilkynnt að félagið hafi náð samkomulagi um skaðabætur við Boeing vegna Boeing 737 MAX vélanna á sama tíma og félagið hefur gert nýja afhendingaráætlun við flugvélaframleiðanda

Stefna á að fljúga 75 prósent af leiðarkerfinu í ágúst

2. júní 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet áætlar að félagið muni fljúga til helmings allra áfangastaða í leiðarkerfinu í júlí og er stefnt á að í ágúst muni félagið fljúga til 75% af öllum þeim 1.022 flugl

Emirates SkyCargo flýgur með frakt til 30 nýrra áfangastaða

2. júní 2020

|

Emirates SkyCargo, fraktflugfélag Emirates, hefur aukið umsvif sín til muna frá því í mars í kjölfar kórónaveirufaraldursins og hefur áfangastöðum félagsins fjölgað töluvert.

Lækka skatta fyrir flugfélög á Grikklandi

1. júní 2020

|

Ríkisstjórnin á Grikklandi hefur ákveðið að verja 115 milljónum evra í obinbera aðstoð og björgunaraðgerða til flugiðnaðarins í landinu sem samsvarar 17 milljörðum króna.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00