flugfréttir

Engir starfsmenn verða ráðnir hjá Isavia í sumarstörf

- Starfsfólki í Fríhöfninni sagt upp störfum

30. apríl 2020

|

Frétt skrifuð kl. 18:04

Frá flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli

Engar sumarráðningar verða í framlínustörfum hjá Isavia í ár vegna áhrifa af COVID-19.

Í fréttatilkynningu frá Isavia kemur fram að þetta kemur til viðbótar við þær aðgerðir sem gripið var til í lok mars þegar 101 starfsmanni félagsins var sagt upp störfum vegna áhrifa kórónuveirunnar og 37 til viðbótar boðið áframhaldandi starf í lægra starfshlutfalli.

Áður en áhrifa COVID-19 fór að gæta var áformað að ráða 140 manns í sumarafleysingar hjá Isavia. Ekki eru fyrirhugaðar frekari aðgerðir hjá móðurfélagi Isavia og dótturfélögunum Isavia ANS og Isaiva Innanlands að svo stöddu.

Þá var í dag tilkynnt að 30 starfsmönnum hjá Fríhöfninni, dótturfélagi Isavia, hefði verið sagt upp störfum vegna áhrifa COVID-19. Því til viðbótar verður rúmlega 100 starfsmönnum boðið áframhaldandi starf en í lægra starfshlutfalli. Áður en gripið var til aðgerðanna í dag störfuðu 169 manns hjá Fríhöfninni.

„Tekjur félagsins hafa dregist saman um 98 prósent,“ segir Þorgerður Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar. „Frá upphafi faraldursins hefur verið lögð áhersla á að verja störf eins og hægt er. Um síðustu mánaðamót var tekin sú ákvörðun að segja ekki upp föstu starfsfólki en ráða ekki í sumarstörf hjá Fríhöfninni.

Málin hafa hins vegar þróast þannig að nú er útlit fyrir að flugumferð muni verða afar takmörkuð næstu mánuði og tímabilið þar sem áhrifa COVID-19 gætir verði lengra en vonast var til.“

Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, segir að óvissan um framhaldið í flugtengdum rekstri sé enn afar mikil. „Ekki er hægt að útiloka að það þurfi að grípa til frekari aðgerða síðar,“ segir Sveinbjörn. „Við fylgjumst áfram vel með þróun mála, þeim ákvörðunum sem stjórnvöld um allan heim taka varðandi opnun landamæra og því sem flugfélög ákveða að gera í framhaldinu.

Við höfum lagt mikla áherslu á mikilvægi þess að við verðum reiðubúin til að taka við flugumferð þegar þar að kemur. Þá höfum við einnig leiðir til að hafa áhrif á ákvarðanir flugfélaga þegar kemur að því að hefja flug til og frá Íslandi á ný. Við erum í þeirri stöðu fjárhagslega að geta enn sem komið er leyft okkur að horfa til haustsins en ekki einungis til næstu vikna eða örfárra mánaða.“  fréttir af handahófi

Stefna á að bjarga South African í stað stofnun nýs flugfélags

1. júní 2020

|

Svo gæti farið að rekstri South African Airways sé mögulega bjargað fyrir horn en erlendir fréttamiðlar hafa birt gögnum sem lekið var í morgun sem sýna björgunaráætlun suður-afrísku ríkisstjórnarin

Braathens gerir hlé á flugrekstri

7. apríl 2020

|

Sænska flugfélagið Braathens Regional Airlines (BRA) hefur sótt um greiðslustöðvun og ætlar félagið að gera hlé á rekstrinum og nota tímann í að endurskipuleggja allan rekstur félagsins á meðan heimsf

Brasilíska flugfélagið GOL hættir við 34 MAX-þotur

15. apríl 2020

|

Brasilíska flugfélagið GOL Linhas Aéreas Inteligentes hefur hætt við pöntun í 34 Boeing 737 MAX þotur og náð samkomulagi um skaðabótagreiðslur frá Boeing vegna þeirra áhrifa sem vandamálið með MAX-þo

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrstu Boeing 777-300ER þotunni breytt í fraktflugvél

6. júní 2020

|

Vinna er hafin við að breyta Boeing 777-300ER farþegaþotu yfir í fraktþotu og verður afraksturinn ein stærsta tveggja hreyfla fraktþota heims.

Aflýsa öllu flugi viku eftir að flug hófst að nýju

5. júní 2020

|

Indónesíska flugfélagið Lion Air hefur ákveðið að hætta öllu flugi aftur aðeins viku eftir að félagið var byrjað að fljúga á ný eftir kórónaveirufaraldurinn.

IATA: Fyrstu ummerki um að flugið sé á batavegi

4. júní 2020

|

Fyrstu ummerki um bata í fluginu með aukinni flugumferð eru farin að gera vart við sig að sögn Alþjóðasamtaka flugfélaganna (IATA) sem greindu frá því í gær að flugumferð í áætlunarflugi sé aðeins f

Fresta afhendingum á 68 MAX-þotum til 2025

4. júní 2020

|

Írska flugvélaleigan SMBC Aviation Capital hefur ákveðið að fresta afhendingum á alls 68 þotum af gerðinni Boeing 737 MAX um fjögur ár.

Tólf greindust með COVID-19 um borð í þotu Qatar Airways

4. júní 2020

|

Grísk stjórnvöld hafa ákveðið að banna flugfélaginu Qatar Airways að fljúga til Grikklands frá og með deginum í dag fram í miðjan þennan mánuð eftir að tólf farþegar af 91 farþega, sem komu með flugv

Banna kínverskum flugfélögum að fljúga til Bandaríkjanna

3. júní 2020

|

Bandarísk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau ætli að banna kínverskum flugfélögum að fljúga til Bandaríkjanna á þeim grundvelli að ekkert bandarískt flugfélag fær að fljúga til Kína í dag og hefur band

TUI nær samkomulagi um skaðabætur vegna 737 MAX

3. júní 2020

|

Flugfélagið TUI hefur tilkynnt að félagið hafi náð samkomulagi um skaðabætur við Boeing vegna Boeing 737 MAX vélanna á sama tíma og félagið hefur gert nýja afhendingaráætlun við flugvélaframleiðanda

Stefna á að fljúga 75 prósent af leiðarkerfinu í ágúst

2. júní 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet áætlar að félagið muni fljúga til helmings allra áfangastaða í leiðarkerfinu í júlí og er stefnt á að í ágúst muni félagið fljúga til 75% af öllum þeim 1.022 flugl

Emirates SkyCargo flýgur með frakt til 30 nýrra áfangastaða

2. júní 2020

|

Emirates SkyCargo, fraktflugfélag Emirates, hefur aukið umsvif sín til muna frá því í mars í kjölfar kórónaveirufaraldursins og hefur áfangastöðum félagsins fjölgað töluvert.

Lækka skatta fyrir flugfélög á Grikklandi

1. júní 2020

|

Ríkisstjórnin á Grikklandi hefur ákveðið að verja 115 milljónum evra í obinbera aðstoð og björgunaraðgerða til flugiðnaðarins í landinu sem samsvarar 17 milljörðum króna.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00