flugfréttir

Oshkosh 2020 frestað í ár

3. maí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 15:05

Frá Oshkosh-flughátíðinni

Skipuleggjendur flughátíðarinnar AirVenture Oshkosh hafa tilkynnt að ákveðið hefur verið að fresta flugsýningunni sem átti að fara fram í júlí í sumar.

Þetta er gert vegna þeirrar óvissu sem ríkir vegna COVID-19 heimsfaraldursins en Oshkosh 2020 átti að fara fram frá 20. til 26. júlí.

Oshkosh-flughátíðin er ein stærsta sinnar tegundar og langstærsta flugsýningin í Bandaríkjunum en þess má geta að í fyrra mættu yfir 600.000 sýningargestir á hátíðina og voru yfir 10.000 flugvélar sem lögðu leið sína á svæðið og voru til sýnis.

Skipuleggjendur hátíðarinnar segja að reynt var eftir mesta megni að finna leiðir til þess að komast hjá því að fella niður hátíðina í ár en að lokum var talið að ekki væri grundvöllur til að halda hátíðina vegna kórónuveirufaraldursins.

„Eins og staðan er núna þá verður útgöngubann enn í gildi fram til 26. maí og það kemur alveg í veg fyrir að við náum að undirbúa sýningarsvæðið“, segir Jack J. Pelton, framvæmdarstjóri EAA, sem heldur utan um hátíðina.

Pelton segir að þar sem engin dagsetning hefur verið gefin út fyrir Wisconsin varðandi afléttingar á takmörkunum varðandi hópsamkomur skapi það mikla óvissu fyrir skipuleggjendur.

Fram kemur að allir þeir miðar sem hafa verið pantaðir fyrir hátíðina í ár muni sjálfkrafa gilda fyrir Oshkosh 2021 en fólk getur einnig farið fram á endurgreiðslu.

Þess má geta að SUN ’n FUN flughátíðinni, sem átti að fara fram í mars var í fyrstu, hefði verið frestað fram í apríl og fyrir þremur vikum var tilkynnt að hátíðinni hefði verið aflýst í ár.  fréttir af handahófi

Sótt um gjaldþrotavernd fyrir þrjú flugfélög í Alaska

6. apríl 2020

|

Þrjú flugfélög í Alaska í eigu móðurfélagsins Ravn Air Group hafa lagt næstum því öllum flota félaganna sem telur yfir 70 flugvélar og hefur móðurfélagið sótt um Chapter 11 gjaldþrotameðferð auk þess

Miami Air gjaldþrota

11. maí 2020

|

Bandaríska flugfélagið Miami Air er gjaldþrota og hefur félagið hætt allri starfsemi en félagið sótti um að verða tekið til gjaldþrotaskipta sl. föstudag.

Heathrow verður fraktmiðstöð fyrir sjúkrabirgðir og lyf

31. mars 2020

|

Heathrow-flugvöllurinn í London verður gerður að lyfja- og sjúkrabirgðamiðstöð meðan á COVID-19 heimsfaraldrinum stendur.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrstu Boeing 777-300ER þotunni breytt í fraktflugvél

6. júní 2020

|

Vinna er hafin við að breyta Boeing 777-300ER farþegaþotu yfir í fraktþotu og verður afraksturinn ein stærsta tveggja hreyfla fraktþota heims.

Aflýsa öllu flugi viku eftir að flug hófst að nýju

5. júní 2020

|

Indónesíska flugfélagið Lion Air hefur ákveðið að hætta öllu flugi aftur aðeins viku eftir að félagið var byrjað að fljúga á ný eftir kórónaveirufaraldurinn.

IATA: Fyrstu ummerki um að flugið sé á batavegi

4. júní 2020

|

Fyrstu ummerki um bata í fluginu með aukinni flugumferð eru farin að gera vart við sig að sögn Alþjóðasamtaka flugfélaganna (IATA) sem greindu frá því í gær að flugumferð í áætlunarflugi sé aðeins f

Fresta afhendingum á 68 MAX-þotum til 2025

4. júní 2020

|

Írska flugvélaleigan SMBC Aviation Capital hefur ákveðið að fresta afhendingum á alls 68 þotum af gerðinni Boeing 737 MAX um fjögur ár.

Tólf greindust með COVID-19 um borð í þotu Qatar Airways

4. júní 2020

|

Grísk stjórnvöld hafa ákveðið að banna flugfélaginu Qatar Airways að fljúga til Grikklands frá og með deginum í dag fram í miðjan þennan mánuð eftir að tólf farþegar af 91 farþega, sem komu með flugv

Banna kínverskum flugfélögum að fljúga til Bandaríkjanna

3. júní 2020

|

Bandarísk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau ætli að banna kínverskum flugfélögum að fljúga til Bandaríkjanna á þeim grundvelli að ekkert bandarískt flugfélag fær að fljúga til Kína í dag og hefur band

TUI nær samkomulagi um skaðabætur vegna 737 MAX

3. júní 2020

|

Flugfélagið TUI hefur tilkynnt að félagið hafi náð samkomulagi um skaðabætur við Boeing vegna Boeing 737 MAX vélanna á sama tíma og félagið hefur gert nýja afhendingaráætlun við flugvélaframleiðanda

Stefna á að fljúga 75 prósent af leiðarkerfinu í ágúst

2. júní 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet áætlar að félagið muni fljúga til helmings allra áfangastaða í leiðarkerfinu í júlí og er stefnt á að í ágúst muni félagið fljúga til 75% af öllum þeim 1.022 flugl

Emirates SkyCargo flýgur með frakt til 30 nýrra áfangastaða

2. júní 2020

|

Emirates SkyCargo, fraktflugfélag Emirates, hefur aukið umsvif sín til muna frá því í mars í kjölfar kórónaveirufaraldursins og hefur áfangastöðum félagsins fjölgað töluvert.

Lækka skatta fyrir flugfélög á Grikklandi

1. júní 2020

|

Ríkisstjórnin á Grikklandi hefur ákveðið að verja 115 milljónum evra í obinbera aðstoð og björgunaraðgerða til flugiðnaðarins í landinu sem samsvarar 17 milljörðum króna.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00