flugfréttir

Oshkosh 2020 frestað í ár

3. maí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 15:05

Frá Oshkosh-flughátíðinni

Skipuleggjendur flughátíðarinnar AirVenture Oshkosh hafa tilkynnt að ákveðið hefur verið að fresta flugsýningunni sem átti að fara fram í júlí í sumar.

Þetta er gert vegna þeirrar óvissu sem ríkir vegna COVID-19 heimsfaraldursins en Oshkosh 2020 átti að fara fram frá 20. til 26. júlí.

Oshkosh-flughátíðin er ein stærsta sinnar tegundar og langstærsta flugsýningin í Bandaríkjunum en þess má geta að í fyrra mættu yfir 600.000 sýningargestir á hátíðina og voru yfir 10.000 flugvélar sem lögðu leið sína á svæðið og voru til sýnis.

Skipuleggjendur hátíðarinnar segja að reynt var eftir mesta megni að finna leiðir til þess að komast hjá því að fella niður hátíðina í ár en að lokum var talið að ekki væri grundvöllur til að halda hátíðina vegna kórónuveirufaraldursins.

„Eins og staðan er núna þá verður útgöngubann enn í gildi fram til 26. maí og það kemur alveg í veg fyrir að við náum að undirbúa sýningarsvæðið“, segir Jack J. Pelton, framvæmdarstjóri EAA, sem heldur utan um hátíðina.

Pelton segir að þar sem engin dagsetning hefur verið gefin út fyrir Wisconsin varðandi afléttingar á takmörkunum varðandi hópsamkomur skapi það mikla óvissu fyrir skipuleggjendur.

Fram kemur að allir þeir miðar sem hafa verið pantaðir fyrir hátíðina í ár muni sjálfkrafa gilda fyrir Oshkosh 2021 en fólk getur einnig farið fram á endurgreiðslu.

Þess má geta að SUN ’n FUN flughátíðinni, sem átti að fara fram í mars var í fyrstu, hefði verið frestað fram í apríl og fyrir þremur vikum var tilkynnt að hátíðinni hefði verið aflýst í ár.  fréttir af handahófi

Fyrsta Airbus A220 þotan afhent til JetBlue

2. janúar 2021

|

Bandaríska flugfélagið JetBlue Airlines byrjaði nýja árið með stæl er félagið fékk afhenta sína fyrstu Airbus A220 þotu sem framleidd var í verksmiðjum Airbus í Mobile í Alabama í Bandaríkjunum.

Rannsaka typpamynd á radarnum eftir Boeing 737 þotu

17. nóvember 2020

|

Flugmálayfirvöld í Rússlandi eru nú að rannsaka hegðun tveggja flugmanna sem ákváðu að bregða á það ráð að fljúga af áætlaðri flugleið í miðju áætlunarflugi á milli tveggja borga í Rússlandi þann 11.

Um 3.000 farþegar á dag um Brandenburg fyrstu daganna

3. nóvember 2020

|

Um 3.000 farþegar fóru um nýja Brandenburg-flugvöllinn sl. sunnudag, daginn eftir að völlurinn opnaði, og er gert ráð fyrir svipuðum farþegafjölda á dag í þessari viku.

  Nýjustu flugfréttirnar

WestJet flýgur fyrsta flugið í Kanada á ný með 737 MAX

22. janúar 2021

|

Kanadíska flugfélagið WestJet flaug í gær fyrsta áætlunarflugið í Kanada með Boeing 737 MAX eftir 22 mánaða kyrrsetningu og er WestJet þá einnig fimmta flugfélagið í heiminum til að hefja áætlunarflu

Jet2.com og Jet2CityBreaks fljúga til Íslands í sumar

22. janúar 2021

|

Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

AERO flugsýningunni frestað fram á sumar

21. janúar 2021

|

Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

Nauðlenti á hraðbraut í Texas

21. janúar 2021

|

Lítil eins hreyfils flugvél neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum í gær eftir að upp kom bilun í mótor.

KLM aflýsir öllu langflugi tímabundið

21. janúar 2021

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

Norska ríkið reiðubúið að aðstoða Norwegian

21. janúar 2021

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.

IAG mun kaupa Air Europa fyrir helmingi lægra verð

20. janúar 2021

|

International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var u

Titan Airways fær sína fyrstu Airbus A321P2F fraktþotu

19. janúar 2021

|

Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.

Hlutafé Isavia aukið um 15 milljarða

19. janúar 2021

|

Gengið var frá 15 milljarða króna hlutafjáraukningu á hluthafafundi Isavia sem haldinn var þann 12. janúar síðastliðinn en hlutafjáraukningunni er ætlað að mæta rekstrartapi vegna COVID-19

Rann út af braut við flugprófanir

19. janúar 2021

|

Irkut MC-21 tilraunarþota frá rússneska flugvélaframleiðandanum United Aircraft Corporation rann út af braut í gær í Rússlandi er flugvélin var í flugprófunum.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00