flugfréttir

Færri Boeing 787 og 777 þotur verða framleiddar

- Stefna á að framleiða 31 Boeing 737 MAX þotu árið 2021

4. maí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 12:12

Boeing 787 þotur fyrir framan verksmiðjur Boeing í Everett

Boeing hefur tilkynnt að til standi að draga úr framleiðslu á Dreamliner-þotunum og einnig Boeing 777 þotunum.

Til stendur að afkastageta á framleiðslu á Boeing 787 fari úr fjórtán þotum á mánuði niður í 10 þotur á þessu ári og árið 2021 og niður í aðeins 7 þotur árið 2022. Þá mun framleiðslan á Boeing 777 minnka úr fimm þotum á mánuði niður í 3 á mánuði árið 2021.

Ástæða þess að Boeing ætlar að hægja á framleiðslunni á Boeing 787 er sú að framleiðandinn spáir því að millilandaflug þurfi mun meiri tíma til að ná sér á strik í heiminum eftir COVID-19 heldur en innanlandsflug sem veldur því að minni eftirspurn verður meðal flugfélaga eftir fleiri þotum til langsflugs en gert var ráð fyrir.

Þessar breytingar eru gerðar í kjölfar mats sem framkvæmt hefur verið á eftirspurn eftir nýjum þotum sem hefur breyst mikið í kjölfar COVID-19 heimsfaraldursins en framleiðsla á Boeing 767 og Boeing 747-8 mun haldast óbreytt. Í dag er framleidd ein júmbó-þota á tveggja mánaða fresti og þrjár Boeing 767 þotur á mánuði sem eru fraktþotur eða eldsneytisþotur fyrir hernað.

Þetta er meðal þess sem kom fram á hlutahafafundi er afkoma Boeing á fyrsta ársfjórðungi var kynnt en David Calhoun, framkvæmdarstjóri Boeing, tók fram að til standi að halda áfram framleiðslu á Boeing 737 MAX þotunum á þessu ári og verði framleiðsluhraðinn á þeim aukinn upp í 31 þotu á mánuði árið 2021.  fréttir af handahófi

Oshkosh 2020 frestað í ár

3. maí 2020

|

Skipuleggjendur flughátíðarinnar AirVenture Oshkosh hafa tilkynnt að ákveðið hefur verið að fresta flugsýningunni sem átti að fara fram í júlí í sumar.

Vonast til þess að fá fyrstu 737 MAX þotuna í nóvember

3. júlí 2020

|

Ryanair vonast til þess að geta tekið á móti fyrstu Boeing 737 MAX þotunni í nóvember í haust en félagið gerir ráð fyrir að það gæti orðið að veruleika þar sem að flugprófunum er lokið vestanhafs me

Brandenburg-flugvöllur fær leyfi til þess að opna í október

29. apríl 2020

|

Þýskir aðilar á vegum nefndar sem kemur að öryggi á sviði flugvalla hefur gefið grænt ljós fyrir því að Brandenburg-flugvöllurinn í Berlín geti loksins opnað og hafið starfsemi sína í fyrsta sinn en

  Nýjustu flugfréttirnar

Nýtt vandamál með Trent 1000 hreyfilinn frá Rolls-Royce

7. júlí 2020

|

Nýtt vandamál virðist vera komið upp með Trent 1000 hreyflana frá Rolls-Royce sem bætist ofan á fyrri viðvarandi vandamál sem hafa hrjáð hreyflana og Dreamliner-þoturnar sem þeir voru hannaðir fyrir

Avolon hættir við 27 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar

7. júlí 2020

|

Írska flugvélaleigufyrirtækið Avolon hefur hætt við pöntun í 27 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar en fyrirtækið hafði þegar hætt við pöntun í 75 MAX-þotur í apríl vegna COVID-19 faraldursins.

60.000 áætlunarflug á dag í fyrsta sinn í 15 vikur

7. júlí 2020

|

Farþega- og áætlunarflug í heiminum rauf 60.000 flugferðamúrinn í fyrsta sinn sl. föstudag eftir COVID-19 heimsfaraldurinn þegar 60.100 flugferðir voru farnar í heiminum þann sólarhringinn sem telja

Rúmenía samþykkir greiðslustöðvun fyrir Blue Air

7. júlí 2020

|

Rúmenska lágfargjaldafélagið Blue Air hefur farið fram á gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun og hefur félagið fengið leyfi til þess að fresta greiðslum af lánum og greiðslum af skuldum til kröfuhafa í

Spennandi tímar í fluginu framundan eftir COVID-19

6. júlí 2020

|

Stephen Dickson, formaður bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) ávarpaði nemendur við Embry Riddle háskólann á Netinu í vefútsendingu á dögunum þar sem hann meðal annars hvatti flugnema, og þá nemendu

Allar þrjár flugtölvurnar biluðu samtímis í lendingu

6. júlí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Taívan hafa farið fram á að flugfélög þar í landi, sem hafa Airbus A330 breiðþotuna í flota sínum, endurskoði verkferla er kemur að lendingum á blautum flugbrautum í mikilli rigni

Fékk óvart endurgreiðslu upp á 2.7 milljarða frá Qatar Aiways

6. júlí 2020

|

Farþegi einn, sem fékk flug endurgreitt með Qatar Airways, lenti í því að fá óvart endurgreidda 2.7 milljarða króna sem er ívið meiri upphæð en þær 272.000 krónur sem farþeginn átti að fá í endugrei

TAP Air Portugal aftur í eigu ríkisins

6. júlí 2020

|

Ríkisstjórnin í Portúgal hefur tilkynnt um að flugfélagsins TAP Air Portugal verði ríkisvætt að nýju í þeim tilgangi að tryggja framtíð þess vegna kórónaveirufaraldursins.

Vonast til þess að fá fyrstu 737 MAX þotuna í nóvember

3. júlí 2020

|

Ryanair vonast til þess að geta tekið á móti fyrstu Boeing 737 MAX þotunni í nóvember í haust en félagið gerir ráð fyrir að það gæti orðið að veruleika þar sem að flugprófunum er lokið vestanhafs me

Malasía bannar pakistönskum flugmönnum að fljúga í landinu

3. júlí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Malasíu hafa bannað pakistönskum flugmönnum að fljúga meira fyrir malasísk flugfélög tímabundið og hafa þeir flugmenn, sem hafa flogið fyrir flugfélög í landinu, verið vikið úr st

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00