flugfréttir

„Næstum kílómetra löng biðröð fyrir hverja júmbó-þotu“

- Engan veginn hægt að viðhalda samfélagslegri fjarlægð á flugvöllum

4. maí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 13:00

Farþegi á leið í gegnum flugstöð á Heathrow-flugvelli

John Holland-Kaye, yfirmaður Heathrow-flugvallarins, hefur hvatt bresk stjórnvöld til þess að endurskoða reglugerðir um samfélagslega fjarlægð milli fólks í ljósi þess að slíkt geti engan veginn virkað á alþjóðaflugvelli líkt og á Heathrow.

Holland-Kaye segir að ekki sé nægt pláss á flugvöllum til þess að viðhalda reglu um tvo metra á milli farþega í flugstöðvum og tekur hann fram að ef flugvöllur myndi framfylgja þeim reglum myndi 900 metra löng röð myndast við innritun fyrir hverja Airbus A380 risaþotu.

„Það má gleyma fjarlægðarreglum fyrir flugvelli. Þetta er ekki að fara að virka í fluginu eða neinstaðar þar sem almenningssamgöngur eiga í hlut. Vandamálið er ekki flugvélin heldur plássleysi á flugvöllum“, segir John Holland-Kaye.

Yfirmaður Heathrow-flugvallarins hefur hvatt Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, til þess að koma með aðra lausn á borð við að farþegar verði skimaðir fyrir kórónaveirunni á flugvellinum eða hækka reglugerðir um þrif og hreinlæti.

John Holland-Kaye, framkvæmdarstjóri Heathrow-flugvallarins

Holland-Kaye tók fram að flugiðnaðurinn snerti allt hagkerfi Bretlands og ef flugvélar væru ekki að fljúga til og frá Bretlandi myndi það hafa áhrif á innlenda framleiðslu þar sem 40 prósent af innfluttum vörum til landsins koma með flugfrakt.

Þá varar hann einnig við að ef flugvellir þyrftu að framfylgja fjarlægð á milli farþega á flugvöllum myndi það þýða að flugfélög gætu ekki innritað eins marga farþega sem myndi valda takmarkaðri sætanýtingu og það myndi hækka flugfargjöld gríðarlega.  fréttir af handahófi

Vilja ekki fá fleiri A350 þotur afhentar í bili frá Airbus

9. júní 2021

|

Qatar Airways hefur ákveðið að bíða með að fá fleiri Airbus A350 breiðþotur afhentar frá Airbus þar sem flugfélagið er óánægt með atriði er varðar gæði á lokafrágangi á þotunum.

Horizon Air og SkyWest Panta 17 þotur frá Embraer

14. maí 2021

|

Flugfélögin Horizon Air og SkyWest Airlines hafa lagt inn pöntun til Embraer flugvélaverksmiðjanna í 17 nýjar farþegaþotur af gerðinni Embraer E175.

JetBlue hefur sölu á flugmiðum til London Heathrow

19. maí 2021

|

Bandaríska flugfélagið JetBlue hefur hafið sölu á farmiðum yfir Atlantshafið frá Bandaríkjunum til London og er félagið með því tilbúið að hefja áætlunarflug til Evrópu.

  Nýjustu flugfréttirnar

Nepal Airlines gæti orðið næsta flugfélag til að heyra sögunni til

24. júlí 2021

|

Mikil óvissa ríkir um framtíð flugfélagsins Nepal Airlines og gæti svo farið að félagið muni heyra sögunni til eftir 63 ára sögu en félagið var stofnað árið 1958.

Einaflugnám hjá Flugakademíu nú í boði í fjarnámi

24. júlí 2021

|

Flugakademía Íslands bætir einkaflugnámi í fjarnámi við námsframboð sitt í haust en fjarnámið verður kennt samhliða staðnámi og hefst kennsla þann 30. ágúst og er umsóknarfrestur til og með 15. ágúst

Eurowings Discover nýtt dótturfélag Lufthansa Group

24. júlí 2021

|

Lufthansa Group hefur kynnt til sögunnar nýtt dótturflugfélag sem nefnist Eurowings Discover en félagið mun fljúga í dag sitt fyrsta áætlunarflug frá Frankfurt til Mombasa til Kenýa og þaðan áfram ti

Skortur á þotueldsneyti í Lúxemborg vegna flóða

20. júlí 2021

|

Mikill skortur varð á þotueldsneyti á flugvellinum í Lúxemborg í vikunni en vegna flóða í Evrópu og hækkandi vatnsyfirborðs urðu skemmdir á eldsneytislögn í Þýskalandi sem tengir flugvöllinn við birg

Malta Air fær sína fyrstu Boeing 737 MAX þotu

20. júlí 2021

|

Flugfélagið Malta Air hefur fengið afhenta sína fyrstu Boeing 737 MAX þotu sem er af gerðinni 737 MAX 8-200 en félagið er dótturflugfélag Ryanair.

JetBlue lendir í fyrsta sinn í London

14. júlí 2021

|

Bandaríska flugfélagið JetBlue flaug í vikunni sérstakt flug í fyrsta sinn yfir Atlantshafið frá New York til London með farþegaþotu af gerðinni Airbus A321LR.

Setti pinnann í rangt gat á nefhjólastellinu

14. júlí 2021

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi hefur gefið frá sér bráðabirgðaskýrslu varðandi atvik sem átti sér stað er nefhjól féll saman á Boeing 787 Dreamliner-þotu hjá British Airways á flughlaði á Heat

Sameiningin mun kosta Korean Air yfir 300 milljarða

13. júlí 2021

|

Talið er að samruni tveggja stærstu flugfélaganna í Suður-Kóreu muni kosta Korean Air um 64 milljarða króna til viðbótar en Korean Air mun taka yfir allan rekstur Asiana Airlines á næstunni.

Ætla að ráða 2.000 flugmenn á Boeing 737 MAX þoturnar

12. júlí 2021

|

Ryanair hefur lýst því yfir að til standi að ráða um 2.000 flugmenn á næstu þremur árum í tengslum við nýju Boeing 737 MAX þoturnar en félagið fékk þær fyrstu afhentar um miðjan síðasta mánuð.

Air France-KLM íhugar að panta 160 þotur frá Boeing eða Airbus

12. júlí 2021

|

Air France-KLM hefur hafið viðræður við bæði Boeing og Airbus um risapöntun sem gæti orðið ein sú stærsta í sögu fyrirtækisins.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00