flugfréttir

United gerir ekki ráð fyrir að nota Boeing 757 meira í bili

- 337 flugstjórum sagt upp og 378 flugmönnum

4. maí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 20:29

Boeing 757 þotur í geymslu í Orlando í Flórída

United Airlines hefur ákveðið að fljúga ekki Boeing 757 þotunum í bráð og verður ekki gert ráð fyrir þeim í flotanum meira um óákveðinn tíma sem gæti þýtt að félagið muni mögulega hætta með þær.

Þetta er meðal breytinga sem United Airlines hefur ákveðið en félagið, líkt og mörg önnur flugfélög, hefur verið að endurskoða flotastefnu sína vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

United hefur sjötíu og tvær Boeing 757 þotur í flotanum en af þeim eru 51 af gerðinni 757-200 og 21 af gerðinni Boeing 757-300. Félagið hefur notað Boeing 757 vélarnar að mestu leyti í innanlandsflugi í Norður-Ameríku og einnig í flugi yfir Atlantshafið til Evrópu.

Þá mun félagið einnig loka starfsstöðvum á flugvöllunum á Dulles-flugvellinum í Washington, í Denver, Los Angeles og á flugvellinum í San Francisco.

Þetta mun þýða að alls munu um 715 flugmenn missa vinnuna hjá United eða alls 101 flugstjóri og 159 flugmenn í Washington, 46 flugstjórar og 44 flugmenn í Denver, 85 flugstjórar og 81 flugmaður í Los Angeles og 105 flugstjórar og 94 flugmenn í San Francisco.

United Airlines hefur 72 Boeing 757 þotur í flotanum

Fram kemur að óvissa ríkir varðandi hvaða breytingum flotastefna United Airlines muni taka en ef markaðurinn tekur við sér fljótt eftir kórónuveirufaraldurinn er möguleiki á að Boeing 757 þoturnar verði teknar aftur í notkun.

Hinsvegar gæti sú staða komið upp ef eftirspurnin verður lengi að koma til baka að þá verði komin sá tími sem að United Airlines verður byrjað að fá afhentar fyrstu Airbus A321XLR þoturnar sem væntanlegar eru árið 2024 og þá eru minni líkur á að félagið muni taka Boeing 757 aftur í notkun.  fréttir af handahófi

Alitalia fær 477 milljarða frá ítalska ríkinu

7. maí 2020

|

Ríkisstjórn Ítalíu ætlar að veita flugfélaginu Alitalia fé upp á 477 milljarða króna til þess að tryggja áframhaldandi rekstur þess að sögn Stefano Patuanelli, iðnaðarráðherra landsins.

Tekjumissir flugfélaganna gæti numið 45.000 milljörðum króna

15. apríl 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hefur uppfært afkomuspá sína fyrir flugfélög í heiminum og telja samtökin að tapið sem flugfélögin eiga eftir að verða fyrir vegna COVID-19 heimsfaraldursins eigi e

Breyta reglugerðum til að sporna við „draugaflugi“

12. mars 2020

|

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur ákveðið að aflétta reglugerðum sem snúa að notkun á afgreiðsluplássum á evrópskum flugvöllum í þeim tilgangi að koma í veg fyrir „draugaflug“.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrstu Boeing 777-300ER þotunni breytt í fraktflugvél

6. júní 2020

|

Vinna er hafin við að breyta Boeing 777-300ER farþegaþotu yfir í fraktþotu og verður afraksturinn ein stærsta tveggja hreyfla fraktþota heims.

Aflýsa öllu flugi viku eftir að flug hófst að nýju

5. júní 2020

|

Indónesíska flugfélagið Lion Air hefur ákveðið að hætta öllu flugi aftur aðeins viku eftir að félagið var byrjað að fljúga á ný eftir kórónaveirufaraldurinn.

IATA: Fyrstu ummerki um að flugið sé á batavegi

4. júní 2020

|

Fyrstu ummerki um bata í fluginu með aukinni flugumferð eru farin að gera vart við sig að sögn Alþjóðasamtaka flugfélaganna (IATA) sem greindu frá því í gær að flugumferð í áætlunarflugi sé aðeins f

Fresta afhendingum á 68 MAX-þotum til 2025

4. júní 2020

|

Írska flugvélaleigan SMBC Aviation Capital hefur ákveðið að fresta afhendingum á alls 68 þotum af gerðinni Boeing 737 MAX um fjögur ár.

Tólf greindust með COVID-19 um borð í þotu Qatar Airways

4. júní 2020

|

Grísk stjórnvöld hafa ákveðið að banna flugfélaginu Qatar Airways að fljúga til Grikklands frá og með deginum í dag fram í miðjan þennan mánuð eftir að tólf farþegar af 91 farþega, sem komu með flugv

Banna kínverskum flugfélögum að fljúga til Bandaríkjanna

3. júní 2020

|

Bandarísk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau ætli að banna kínverskum flugfélögum að fljúga til Bandaríkjanna á þeim grundvelli að ekkert bandarískt flugfélag fær að fljúga til Kína í dag og hefur band

TUI nær samkomulagi um skaðabætur vegna 737 MAX

3. júní 2020

|

Flugfélagið TUI hefur tilkynnt að félagið hafi náð samkomulagi um skaðabætur við Boeing vegna Boeing 737 MAX vélanna á sama tíma og félagið hefur gert nýja afhendingaráætlun við flugvélaframleiðanda

Stefna á að fljúga 75 prósent af leiðarkerfinu í ágúst

2. júní 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet áætlar að félagið muni fljúga til helmings allra áfangastaða í leiðarkerfinu í júlí og er stefnt á að í ágúst muni félagið fljúga til 75% af öllum þeim 1.022 flugl

Emirates SkyCargo flýgur með frakt til 30 nýrra áfangastaða

2. júní 2020

|

Emirates SkyCargo, fraktflugfélag Emirates, hefur aukið umsvif sín til muna frá því í mars í kjölfar kórónaveirufaraldursins og hefur áfangastöðum félagsins fjölgað töluvert.

Lækka skatta fyrir flugfélög á Grikklandi

1. júní 2020

|

Ríkisstjórnin á Grikklandi hefur ákveðið að verja 115 milljónum evra í obinbera aðstoð og björgunaraðgerða til flugiðnaðarins í landinu sem samsvarar 17 milljörðum króna.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00