flugfréttir
Flugvél með hjálpargögn fórst í aðflugi í Sómalíu
- Enginn af þeim sex sem voru um borð komst lífs af
Flugvélin sem fórst var á leið frá Baidoa til El Bardale í Sómalíu
Sex létust í flugslysi í Afríku í gær er flugvél af gerðinni Embraer EMB-120RT Brasilia frá flugfélaginu African Express Airways fórst í aðflugi að flugvelli í Sómalíu.
Flugvélin var að flytja lyf og sjúkargögn frá borginni Baidoa í baráttunni við kórónaveirufaraldurinn og var flugvélin í aðflugi að flugvellinum í bænum El Bardale þegar hún fórst í um fimm kílómetra fjarlægð frá flugvellinum.
Fram kemur að vélin hafi verið í þriggja mínútna fjarlægð frá flugvellinum en aðrar heimildir herma að vélin hafi verið töluvert lengra og í um 2.000 feta hæð yfir sjávarmáli þegar hún fórst.
Um borð voru tveir flugmenn og fjórir farþegar og komst engin lífs af en vélin hafði verið tekin á leigu
af stjórnvöldum í Sómalíu.
Orsök slyssins eru enn óljós en fyrstu getgátur sem fóru á kreik voru að flugvélin hafi verið skotin niður þar sem hryðjuverkasamtökin Shabaab ráða yfir svæðinu auk þess sem öfgahópar frá Eþíópíu hafa verið
sakaðir um að hafa skotið vélina niður en uppreisnarmenn hafa þvertekið fyrir að svo sé.
6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.
5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha
4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.
4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.
28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.
28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.
28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka
26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.