flugfréttir

Heathrow-flugvöllur tapar 1.2 milljörðum á hverjum degi

- Draumurinn um þriðju flugbrautina er úti í að minnsta kosti áratug

6. maí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 15:29

Þota hefur sig á loft frá Heathrow-flugvellinum í London

Svo virðist sem að draumurinn um þriðju flugbrautina á Heathrow-flugvelli sé úti vegna COVID-19 heimsfaraldursins og lítur út fyrir að allar áætlanir varðandi þriðju flugbrautina verði settar á hilluna í allt að heilan áratug.

John Holland-Kaye, framkvæmdarstjóri Heathrow-flugvallarins, sem er sá stærsti í Bretlandi, segir að áhrif heimsfaraldursins gæti þýtt að það muni líða allt að 10 til 15 ár þangað til að Heathrow-flugvöllur verði komin aftur á þann stað að þörf verður fyrir stækkun með þriðju flugbrautinni.

Í mörg hefur hefur þriðja flugbrautin verið mikið hitamál og hafa miklar rannsóknir og athuganir verið gerðar og fengu flugvallaryfirvöld loksins grænt ljós fyrir að hefja framkvæmdir við þriðju flugbrautina.

Það fer ekki mikið fyrir öngþveitum á Heathrow-flugvellinum sem lengi hefur verið þekktur fyrir að vera mjög þétt setinn

COVID-19 faraldurinn hefur hinsvegar haft veruleg áhrif og er óvissan mikil og gætu langtímaáhrifin orðið mun meiri en talið er í dag er kemur að farþegafjölda um Heathrow.

Gæti orðið þörf aftur fyrir þriðju flugbrautina innan 15 ára

„Við verðum að sjá til og fylgjast með þróun mála á næstu árum. Ef vel tekst til við að endurbyggja efnahag Bretlands þá gætum við þurft á þriðju flugbrautinni að halda innan 10 til 15 ára“, segir Holland-Kaye.

Framkvæmdarstjórinn tók einnig fram að Heathrow-flugvöllur sé að tapa um 200 milljónum Sterlingspunda á mánuði á þessum tímum sem samsvarar 1,2 milljarði króna á dag en Heathrow Airports, rekstraraðili flugvallarins, segist hafa lausafé til þess að reka Heathrow áfram í 12 mánuði jafnvel þótt að engin flugvél myndi fara um flugvöllinn.  fréttir af handahófi

Kínversk flugfélög fljúga fleiri flugferðir en þau bandarísku

29. maí 2020

|

Fleiri flugferðir áttu sér stað í farþegaflugi í Kína í maí heldur en í Bandaríkjunum og er þetta í fyrsta sinn sem farþegaflugið í Kína nær farþegafluginu í Bandaríkjunum er kemur að fjölda flugferð

Afhendingar á ARJ21 þotunni frá COMAC hefjast að nýju

28. apríl 2020

|

Það hefur ekki borið eins mikið á að flugvélaframleiðendur hafi verið að afhenda nýjar farþegaþotur til viðskiptavina sl. vikur enda hefur flugiðnaðurinn orðið verulega fyrir barðinu á COVID-19 heim

Kínversk flugfélög fljúga fleiri flugferðir en þau bandarísku

29. maí 2020

|

Fleiri flugferðir áttu sér stað í farþegaflugi í Kína í maí heldur en í Bandaríkjunum og er þetta í fyrsta sinn sem farþegaflugið í Kína nær farþegafluginu í Bandaríkjunum er kemur að fjölda flugferð

  Nýjustu flugfréttirnar

Nýtt vandamál með Trent 1000 hreyfilinn frá Rolls-Royce

7. júlí 2020

|

Nýtt vandamál virðist vera komið upp með Trent 1000 hreyflana frá Rolls-Royce sem bætist ofan á fyrri viðvarandi vandamál sem hafa hrjáð hreyflana og Dreamliner-þoturnar sem þeir voru hannaðir fyrir

Avolon hættir við 27 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar

7. júlí 2020

|

Írska flugvélaleigufyrirtækið Avolon hefur hætt við pöntun í 27 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar en fyrirtækið hafði þegar hætt við pöntun í 75 MAX-þotur í apríl vegna COVID-19 faraldursins.

60.000 áætlunarflug á dag í fyrsta sinn í 15 vikur

7. júlí 2020

|

Farþega- og áætlunarflug í heiminum rauf 60.000 flugferðamúrinn í fyrsta sinn sl. föstudag eftir COVID-19 heimsfaraldurinn þegar 60.100 flugferðir voru farnar í heiminum þann sólarhringinn sem telja

Rúmenía samþykkir greiðslustöðvun fyrir Blue Air

7. júlí 2020

|

Rúmenska lágfargjaldafélagið Blue Air hefur farið fram á gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun og hefur félagið fengið leyfi til þess að fresta greiðslum af lánum og greiðslum af skuldum til kröfuhafa í

Spennandi tímar í fluginu framundan eftir COVID-19

6. júlí 2020

|

Stephen Dickson, formaður bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) ávarpaði nemendur við Embry Riddle háskólann á Netinu í vefútsendingu á dögunum þar sem hann meðal annars hvatti flugnema, og þá nemendu

Allar þrjár flugtölvurnar biluðu samtímis í lendingu

6. júlí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Taívan hafa farið fram á að flugfélög þar í landi, sem hafa Airbus A330 breiðþotuna í flota sínum, endurskoði verkferla er kemur að lendingum á blautum flugbrautum í mikilli rigni

Fékk óvart endurgreiðslu upp á 2.7 milljarða frá Qatar Aiways

6. júlí 2020

|

Farþegi einn, sem fékk flug endurgreitt með Qatar Airways, lenti í því að fá óvart endurgreidda 2.7 milljarða króna sem er ívið meiri upphæð en þær 272.000 krónur sem farþeginn átti að fá í endugrei

TAP Air Portugal aftur í eigu ríkisins

6. júlí 2020

|

Ríkisstjórnin í Portúgal hefur tilkynnt um að flugfélagsins TAP Air Portugal verði ríkisvætt að nýju í þeim tilgangi að tryggja framtíð þess vegna kórónaveirufaraldursins.

Vonast til þess að fá fyrstu 737 MAX þotuna í nóvember

3. júlí 2020

|

Ryanair vonast til þess að geta tekið á móti fyrstu Boeing 737 MAX þotunni í nóvember í haust en félagið gerir ráð fyrir að það gæti orðið að veruleika þar sem að flugprófunum er lokið vestanhafs me

Malasía bannar pakistönskum flugmönnum að fljúga í landinu

3. júlí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Malasíu hafa bannað pakistönskum flugmönnum að fljúga meira fyrir malasísk flugfélög tímabundið og hafa þeir flugmenn, sem hafa flogið fyrir flugfélög í landinu, verið vikið úr st

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00