flugfréttir

Airbus A380 breytt í fraktþotu

- Yrði í fyrsta sinn sem risaþotu yrði breytt í fraktþotu

6. maí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 18:03

Þetta yrði í fyrsta sinn sem að Airbus A380 risaþotan yrði að risafraktþotu

Fyrirtækið Lufthansa Technik undirbýr sig nú fyrir það að geta breytt Airbus A380 risaþotu í fraktþotu en það yrði þá í fyrsta skipti sem risaþotunni verður breytt í vöruflutningaflugvél.

Á þeim 13 árum sem A380 hefur verið á markaðnum hefur hún eingöngu flogið með farþega auk frakt í fraktrýminu, ólíkt Boeing 747 þotunni sem hefur bæði verið framleidd sem fraktþota auk þess að hafa verið breytt úr farþegaþotu yfir í fraktþotu.

Lufthansa Technik vinnur nú að því að fá útgefið flughæfisvottun fyrir Airbus A380 sem verður tímabundið breytt í vöruflutningavél í ljósi þess að eftirspurn eftir fraktflugi hefur aukist á undanförnum vikum.

Fram kemur að fyrirtækið hafi fengið 15 beiðnir frá mismunandi flugfélögum og flugrekstaraðilum varðandi þann möguleika á að breyta farþegaþotum yfir í fraktþotu og það sem vekur helstu athuglina er beiðni um að breyta A380 yfir í fraktþotu.

„Síðastliðna daga höfum við fundið fyrir auknum áhuga frá mismunandi flugfélögum fyrir þeim möguleika á að breyta farþegaflugvél yfir í fraktflugvél“, segir Henning Jochmann hjá Lufthansa Technik.

Fyrirtækið hefur þegar tekið að sér nokkur sambærileg verkefni á borð við að breyta Airbus A330-300 yfir í fraktflugvél.

Nægt pláss væri fyrir frakt á tveimur hæðum í Airbus A380 risaþotunni

Þar sem að risaþotan A380 hefur tvær hæðir þá verður nægt pláss til þess að flytja léttan varning á borð við andlitsgrímur sem krefjast mikils pláss í miklu mæli með litla hlutfallslega þyngd.

Fjarlægja þarf fyrst öll sætin úr A380 þotunni en eftir það verður hægt að koma fyrir pallettum og festingum við gólfið.

Upphaflega ætlaði Airbus að bjóða upp á A380 fraktþotu og fékk framleiðandinn pantanir í A380F frá FedEx og vöruflutningarisanum United Parcel Service (UPS) en þar sem að seinkanir urðu á því að A380 kæmi á markaðinn á sínum tíma þá hættu bæði vöruflutningafélögin við pantanir sínar og var ákveðið að hætta við fraktútgáfu af risaþotunni.  fréttir af handahófi

Fyrsta PC-24 sjúkraþotan fyrir Svíþjóð flýgur sitt fyrsta flug

26. júlí 2020

|

Fyrsta Pilatus PC-24 sjúkraþotan fyrir sænsku sjúkraflugþjónustuna KSA (Kommunalförbundet Svenskt Ambulansflyg) flaug fyrir helgi sitt fyrsta flug frá verksmiðjunum í Sviss áður en þotan verður afhe

Tæplega 7.000 starfsmönnum verður sagt upp hjá Boeing

27. maí 2020

|

Tæplega 7.000 starfsmönnum hjá Boeing verður sagt upp í fyrsta hluta þeirra uppsagna sem flugvélaframleiðandinn ætlar að grípa til vegna þeirra áhrifa sem COVID-19 heimsfaraldurinn hefur haft á flugi

United gæti þurft að segja upp 36.000 starfsmönnum í haust

8. júlí 2020

|

Bandaríska flugfélagið United Airlines tilkynnti í gær að félagið þyrfti mögulega að grípa til risahópuppsagna þar sem kórónaveirufaraldurinn er farinn að hafa verulega slæm áhrif á rekstur félagsin

  Nýjustu flugfréttirnar

Yfir 200 flugvirkjanemar hefja nám hjá Lufthansa Technik

4. ágúst 2020

|

Þrátt fyrir að ein mesta krísa sem um getur sé nú að dynja á flugiðnaðinum þá horfir fyrirtækið Lufthansa Technik, viðhaldsfyrirtæki Lufthansa Group, til framtíðar og hefja um 240 ungir flugvirkjane

Ofhlaðin flugvél af fíkniefnum brotlenti í flugtaki

4. ágúst 2020

|

Lítil tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Cessna 402 brotlenti í flugtaki í Papúa Nýju-Gíneu í síðustu viku en í ljós kom að flugvélin var ofhlaðin af fíkniefnum sem reynt var að smygla yfir til Ástr

SpiceJet tryggir sér pláss á London Heathrow

4. ágúst 2020

|

Indverska flugfélagið SpiceJet hefur tryggt sér lendingar- og afgreiðslupláss á Heathrow-flugvelli og mun félagið hefja daglegt flug til London frá og með 1. september.

Reyndu að ræna þotueldsneyti úr leiðslu nálægt flugvelli

4. ágúst 2020

|

Grunur leikur á því að reynt hafi verið að ræna þotueldsneyti eftir að í ljós komu skemmdir sem unnar höfðu verið á eldsneytisleiðslu sem liggur að Boryspil-flugvellinum í Kiev í Úkraínu.

Starfsmenn Arkia Israeli Airlines mótmæla við heimili forstjórans

4. ágúst 2020

|

Yfir 500 starfsmenn ísraelska flugfélagsins Arkia Israeli Airlines hafa að undanförnu mótmælt bæði fyrir framan heimili forstjóra flugfélagsins og fyrir framan höfuðstöðvar félagsins en félagið hætti

Farþegum fjölgar hraðar hjá easyJet en félagið bjóst við

4. ágúst 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að farþegar séu farnir að koma aftur og bóka flug í meira mæli en félagið bjóst við fyrr í sumar og er fjöldi bókana á farmiðum á seinni hluta sumarsins 10%

Stofna nýtt flugfélag í Ástralíu með Boeing 757 og 767 þotum

3. ágúst 2020

|

Nýtt flugfélag, sem verið er að stofna í Ástralíu, leitar nú að starfsfólki við ýmiss störf og þar á meðal að yfirflugstjóra með réttindi á þotur af gerðinni Boeing 757 og Boeing 767 þotur.

Fleiri flugmenn reknir vegna vafasamra flugskírteina

3. ágúst 2020

|

Pakistanska flugfélagið PIA (Pakistan International Airlines) hefur sagt upp fimm flugmönnum til viðbótar þar sem þeir voru með „vafasöm“ flugmannsskírteni sem ekki voru fullgild samkvæmt reglugerðum.

Alliance í Ástralíu pantar fjórtán Embraer-þotur

3. ágúst 2020

|

Þrátt fyrir að mörg flugfélög séu að hætta frekar við pantanir í nýjar flugvélar vegna þeirra áhrifa sem að kórónaveirufaraldurinn hefur haft á flugiðnaðinn þá hefur ástralska flugfélagið Alliance Av

Wizz Air bannað að fljúga til Grikklands tímabundið

2. ágúst 2020

|

Ungverska flugfélaginu Wizz Air hefur verið bannað að fljúga til Grikklands tímabundið eftir að félagið virti að vettugi kröfu flugmálayfirvalda um að allir farþegar sem fljúga til landsins skulu ver

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00