flugfréttir

Einn þekktasti listflugmaður Litháa lést í flugslysi

- Piper PA-38 Tomahawk fórst með tvo um borð

11. maí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 13:16

Donaldas Bleifertas flaug mest listflugvélinni LY-DON sem er af gerðinni Sukhoi Su-26

Einn reyndasti og þekktasti listflugmaður Litháa, Donaldas Bleifertas, lést sl. laugardag í flugslysi er flugvél af gerðinni Piper PA-38 Tomahawk, sem hann flaug, brotlenti skammt frá bænum Kena í Litháen.

Með Donaldas í för var einn farþegi, ættaður frá Ítalíu, og lést hann í slysinu. Sá var 34 ára en Donaldas var sextugur, fæddur árið 1960.

Flugvélin var í eigu Vilniaus Dariaus ir Giréno flugklúbbsins sem á einnig flugvélar af gerðinni Yakovlev Yak-52 og Cessna C172 en Donaldas var formaður flugklúbbsins.

Sjálfur átti Donaldas Bleifertas listflugvél af gerðinni Sukhoi Su-26 (LY-DON) og hafði hann tekið þátt í fjölda flugsýninga víðsvegar um Evrópu og unnið til fjölda verðlauna í listflugi.

Flak Tomahawk-vélarinnar sl. laugardag

Félagi Donaldas segir að hann hafi verið einn besti listflugmaður landsins og hafði hann varið titilinn í mörg ár í Litháen auk þess sem hann náði góðum árangri í Evrópumóti í listflugi og lenti í 15. sæti á heimsmeistaramótinu árið 2015.

Félagi Donaldas, Jurgis Kairis, sem einnig er listflugmaður, segir að veður hafi allavega ekki átt hlut að máli.

„Það er ekki mikið sem ég veit um þetta. Allavega var veðrið mjög gott. Ég veit ekki hver tilgangur flugsins var. Ég var ekki niðrá flugvelli þegar þetta gerðist en kem þarna síðar til að slá grasið og þá frétti ég af þessu“, segir Kairis í viðtali við fjölmiðla.

Kairis segir að Donaldas hafi verið mjög reyndur og varkár flugmaður sem hafi flogið mjög reglulega. „Þetta var flugvél sem var notuð í þjálfun og hann notaði hana til að þjálfa aðra listflugmenn“, segir Kairis.

Orsök slyssins eru enn óljós en rannsóknarnefnd flugslysa í Litháen rannsakar nú orsök þess.

Tomahawk-vélin bar skráninguna LY-ATMDonaldas var fæddur árið 1960

  fréttir af handahófi

Framtíð Lufthansa í óvissu ef hluthafar kjósa gegn ríkisaðstoð

17. júní 2020

|

Varað hefur verið við því að gjaldþrot blasi við Lufthansa ef stærstu hluthafar í Lufthansa Group samþykkja ekki opinbera aðstoð frá ríkisstjórn Þýskalands upp á 9 milljarða evra en kosið verður um b

Alitalia fær 477 milljarða frá ítalska ríkinu

7. maí 2020

|

Ríkisstjórn Ítalíu ætlar að veita flugfélaginu Alitalia fé upp á 477 milljarða króna til þess að tryggja áframhaldandi rekstur þess að sögn Stefano Patuanelli, iðnaðarráðherra landsins.

Umhverfisvænni aðferð prófuð til að aka flugvélum á Schiphol

28. maí 2020

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hefur hafið tilraunir með sjálfbæra tækni við akstur flugvéla á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam.

  Nýjustu flugfréttirnar

Yfir 80 starfsmönnum hjá Ryanair í Belgíu sagt upp

9. júlí 2020

|

Ryanair hefur ákveðið að segja upp 40 flugmönnum og fjörutíu flugfreyjum og flugþjónum í Belgíu.

LEVEL France hættir starfsemi

9. júlí 2020

|

Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) tilkynnti í gær að dótturfélagið LEVEL France myndi hætta starfsemi sinni.

Flugþjóns frá PIA saknað eftir viðdvöl í Toronto

9. júlí 2020

|

Ekkert hefur spurst til flugþjóns frá Pakistan International Airlines (PIA) sem saknað hefur verið eftir að áhöfn flugfélagsins pakistanska hafði viðdvöl í Toronto í Kanada.

Air Namibía svipt leyfi til þess að fljúga farþegaflug

9. júlí 2020

|

Ríkisstjórn Namibíu hefur svipt flugfélaginu Air Namibia leyfi til þess að fljúga áætunarflug og leiguflug með farþega þar sem að félagið hefur ekki náð að afla nægilegs fjármagns til þess að sína fr

Air Mauritius auglýsir fimm farþegaþotur til sölu

8. júlí 2020

|

Flugfélagið Air Mauritius hefur sett á sölu fimm farþegaþotur og er óskað eftir tilboðum í þoturnar.

United gæti þurft að segja upp 36.000 starfsmönnum í haust

8. júlí 2020

|

Bandaríska flugfélagið United Airlines tilkynnti í gær að félagið þyrfti mögulega að grípa til risahópuppsagna þar sem kórónaveirufaraldurinn er farinn að hafa verulega slæm áhrif á rekstur félagsin

Kjarasamningur við flugfreyjur felldur í atkvæðagreiðslu

8. júlí 2020

|

Flugfreyjur og flugþjónar Icelandair, sem eru félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands, hafa fellt þann kjarasamning sem skrifað var undir í lok júní en atkvæðagreiðsla tók við í kjölfar samningsins og

El Al ríkisvætt þangað til að nýir fjárfestar finnast

8. júlí 2020

|

Ríkisstjórnin í Ísrael ætlar sér að taka við rekstri flugfélagsins El Al Israel Airlines og verður flugfélagið ríkisvætt þangað til að nýir fjárfestar finnast.

Nýtt vandamál með Trent 1000 hreyfilinn frá Rolls-Royce

7. júlí 2020

|

Nýtt vandamál virðist vera komið upp með Trent 1000 hreyflana frá Rolls-Royce sem bætist ofan á fyrri viðvarandi vandamál sem hafa hrjáð hreyflana og Dreamliner-þoturnar sem þeir voru hannaðir fyrir

Avolon hættir við 27 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar

7. júlí 2020

|

Írska flugvélaleigufyrirtækið Avolon hefur hætt við pöntun í 27 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar en fyrirtækið hafði þegar hætt við pöntun í 75 MAX-þotur í apríl vegna COVID-19 faraldursins.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00