flugfréttir

Miami Air gjaldþrota

- Fundu ekki nýja eigendur og breyttu gjaldþrotavernd í gjaldþrotaskipti

11. maí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 14:51

Boeing 737-800 þota Miami Air í flugtaki

Bandaríska flugfélagið Miami Air er gjaldþrota og hefur félagið hætt allri starfsemi en félagið sótti um að verða tekið til gjaldþrotaskipta sl. föstudag.

Miami Air sótti um greiðslustöðvun undir reglugerðinni Chapter 11 í lok mars en félagið varð mjög snemma fyrir barðinu á kórónaveirufaraldrinum og sá mjög fljótt fram á mjög dökka tíma.

Miami Air, sem var stofnað árið 1990, var leiguflugvél sem hafði sex Boeing 737-800 þotur í flota sínum en félagið hafði sinnt leiguflugi fyrir til að mynda skemmtiferðaskipafélög, íþróttalið auk þess sem félagið hafði samning við bandaríska herinn um flutning á herliði.

Miami Air hóf flugrekstur árið 1991 með Boeing 727 þotum

Að stofnun félagsins komu fimmtán frumkvöðlar sem allir höfðu mikla reynslu af rekstri flugfélaga en meðal þeirra voru George Lyall og Ross Fischer en George hafði áður verið í stjórn Eastern Air Lines og Pan Am á meðan Ross kom frá PeopleExpress.

Miami Air hóf starfsemi sína í október árið 1991 með tveimur Boeing 727 þotum og árið 2000 var floti félagsins komin upp í átta Boeing 727 þotur en fljótlega var farið að huga að nýrri þotum og varð Boeing 737 fyrir valinu.  fréttir af handahófi

Southwest pantar allt að 255 Boeing 737 MAX þotur

29. mars 2021

|

Boeing hefur tilkynnt um eina stærstu pöntun sem flugvélaframleiðandinn hefur fengið í Boeing 737 MAX þoturnar en pöntunin kemur frá bandaríska flugfélaginu Southwest Airlines.

Gert að skera niður flotann og fækka flugleiðum

8. mars 2021

|

Ítalska flugfélagið Alitalia, sem í dag ber heitið ITA (Italia Trasporto Aereo), þarf meðal annars að skera niður leiðarkerfi félagsins, fækka flugleiðum og segja upp starfsfólki í þeim tilgangi að s

Horizon Air og SkyWest Panta 17 þotur frá Embraer

14. maí 2021

|

Flugfélögin Horizon Air og SkyWest Airlines hafa lagt inn pöntun til Embraer flugvélaverksmiðjanna í 17 nýjar farþegaþotur af gerðinni Embraer E175.

  Nýjustu flugfréttirnar

Horizon Air og SkyWest Panta 17 þotur frá Embraer

14. maí 2021

|

Flugfélögin Horizon Air og SkyWest Airlines hafa lagt inn pöntun til Embraer flugvélaverksmiðjanna í 17 nýjar farþegaþotur af gerðinni Embraer E175.

SAS stefnir á að hefja flug aftur til New York

14. maí 2021

|

SAS (Skandinavian Airlines) hefur ákveðið að hefja áætlunarflug að nýju til New York í júlí eftir meira en 16 mánaða hlé en félagið mun byrja á því að fljúga til New York frá Osló.

Fisflugmenn í miðnæturhópflugi kringum borgina

13. maí 2021

|

Íslenskir fisflugmenn vöktu talsverða athygli í gær er þeir skelltu sér nokkrir saman í hópflug í kringum Höfuðborgarsvæðið í gær rétt fyrir miðnætti.

ESB samþykkir enn annan styrkinn til Alitalia

13. maí 2021

|

Evrópusambandið hefur gefið grænt ljós fyrir enn aðra fjárhagsaðstoðina til ítalska flugfélagsins Alitalia en um er að ræða styrk upp á 1.8 milljarð króna frá ríkisstjórn Ítalíu.

BA gerir tilraunir með stafræna biðröð við innritun á Heathrow

12. maí 2021

|

British Airways ætlar á næstunni að hefja tilraunir með stafræna biðröð við innritun á Heathrow-flugvellinum þar sem notast verður við smáforrit til þess að innrita farþega.

Air France flugslysið árið 2009 fer aftur fyrir dómstóla

12. maí 2021

|

Áfrýjunardómstóll í París hefur gefið grænt ljós fyrir því að dómsmál er varðar flugslysið er breiðþota frá Air France fórst yfir Atlantshafi fyrir 12 árum síðan verði tekið upp að nýju á hendur Airb

APS MCC námskeið kennt í fyrsta sinn á Íslandi

11. maí 2021

|

Nýlega skrifuðu Flugakademía Íslands og Focus Aero Solutions undir samstarfssamning um APS MCC (Airline Pilot Standard Multi-Crew Cooperation) námskeið. APS MCC námskeiðið verður haldið 31. maí næstko

Kokkarnir snúa aftur í háloftin hjá Turkish Airlines

11. maí 2021

|

Matreiðslumenn, sem matreiða máltíð fyrir farþega um borð, munu snúa aftur í háloftin hjá Turkish Airlines á næstunni.

Flugstjórinn pantaði pizzur fyrir alla um borð

10. maí 2021

|

Flugstjóri einn hjá bandaríska flugfélaginu American Eagle ákvað í seinustu viku að milda biðina fyrir farþegum með því að panta pizzu fyrir alla um borð eftir að óveður hafði sett strik í reikninginn

IATA varar við því að hækka flugvallargjöld á Spáni

10. maí 2021

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa varað spænska flugvallarfyrirtækið AENA við því að grípa til þess ráðs að hækka flugvallargjöld en fyrirtækið hefur boðað hækkun á gjöldum á tæplega 50 flugvöl

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00