flugfréttir

Bjóða heilbrigðisstarfsfólki 100.000 fría flugmiða

- Qatar Airways gefur framlínustarfsfólki möguleika á langþráðu fríi

11. maí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 22:20

Qatar Airways opnaði klukkan 21:00 í kvöld fyrir fyrsta hollið þar sem áhugasamir framlínustarfsmenn geta freistað þess að næla sér í fría flugmiða fyrir tvo

Flugfélagið Qatar Airways hefur ákveðið að láta gott af sér leiða og ætlar félagið að gefa 100.000 fría flugmiða til heilbrigðisstarfsmanna um allan heim sem hafa starfað í víglínunni vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

Þetta einstaka tilboð býðst öllu starfsfólki óháð löndum en Qatar Airways setur þó nokkra skilmála sem þarf þó að uppfylla til þess að eiga von á því að næla sér í frítt flug með félaginu.

Tilboðið gildir frá 12. til 18. maí og þarf því að bóka flugfarið á tímabilinu frá 12. maí til 28. nóvember 2020 og er ferðatímabilið frá 26. maí fram til 10. desember á þessu ári.

Hver heilbrigðisstarfsmaður fær tvo flugmiða sem þeir geta nýtt sér hvar sem er í leiðarkerfi Qatar Airways sem telur 172 áfangastaði í sex heimsálfum.

Vefsíða Qatar Airways þar sem greint er frá viðburðinum

Fyrirkomulagið er „fyrstur kemur, fyrstur fær“ og verður hlutfallslegur fjöldi farmiða í boði eftir löndum er miðað er við íbúafjölda.

Aðrar kröfur eru að aðeins er ferðast á almennu farrými og þarf að greiða flugvalla- og farþegaskatta af miðaverðinu, framvísa þarf starfsmannaskilríkjum við innritun á flugvelli við brottför og fylla út viðeigandi eyðublað.

Fram kemur að þetta tilboð sé eingöngu fyrir þá sem hafa starfað í framlínunni og eru þar með taldir læknar, sjúkraliðar, hjúkrunarfólk, læknanemar, sjúkraflutningamenn, starfsmenn við rannsóknir sem tengjast kórónaveirunni, aðstoðarfólk, rannsóknarfólk, lyfjafræðingar og starfsfólk í lyfjaverslunum.

Opnað var fyrir fyrsta hollið af miðum klukkan 21:01 í kvöld að íslenskum tíma (00:01 að Doha-tíma) á vefsíðu Qatar Airways.  fréttir af handahófi

Maður á flugbraut varð fyrir farþegaþotu í lendingu í Texas

8. maí 2020

|

Maður lést er hann varð fyrir farþegaþotu í lendingu á flugvellinum í Austin í Texas í gærkvöldi en maðurinn var staddur á flugbrautinni þegar vélin lenti.

Myndband: Nauðlending á hraðbraut í Kanada

16. apríl 2020

|

Flugmaður lítillar einkaflugvélar af gerðinni Piper PA-28 Cherokee neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Kanada í morgun eftir að vandræði kom upp með gang í mótor vélarinnar.

Stofnandi easyJet býður verðlaunafé fyrir uppljóstrara

13. maí 2020

|

Stelios Haji-loannou, stofnandi easyJet, hefur ákveðið að bjóða verðlaunafé upp á 5 milljónir Sterlingspunda, sem samsvarar 897 milljónum króna, til þess aðila eða „uppljóstrara“ sem lumar á viðkvæmu

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrstu Boeing 777-300ER þotunni breytt í fraktflugvél

6. júní 2020

|

Vinna er hafin við að breyta Boeing 777-300ER farþegaþotu yfir í fraktþotu og verður afraksturinn ein stærsta tveggja hreyfla fraktþota heims.

Aflýsa öllu flugi viku eftir að flug hófst að nýju

5. júní 2020

|

Indónesíska flugfélagið Lion Air hefur ákveðið að hætta öllu flugi aftur aðeins viku eftir að félagið var byrjað að fljúga á ný eftir kórónaveirufaraldurinn.

IATA: Fyrstu ummerki um að flugið sé á batavegi

4. júní 2020

|

Fyrstu ummerki um bata í fluginu með aukinni flugumferð eru farin að gera vart við sig að sögn Alþjóðasamtaka flugfélaganna (IATA) sem greindu frá því í gær að flugumferð í áætlunarflugi sé aðeins f

Fresta afhendingum á 68 MAX-þotum til 2025

4. júní 2020

|

Írska flugvélaleigan SMBC Aviation Capital hefur ákveðið að fresta afhendingum á alls 68 þotum af gerðinni Boeing 737 MAX um fjögur ár.

Tólf greindust með COVID-19 um borð í þotu Qatar Airways

4. júní 2020

|

Grísk stjórnvöld hafa ákveðið að banna flugfélaginu Qatar Airways að fljúga til Grikklands frá og með deginum í dag fram í miðjan þennan mánuð eftir að tólf farþegar af 91 farþega, sem komu með flugv

Banna kínverskum flugfélögum að fljúga til Bandaríkjanna

3. júní 2020

|

Bandarísk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau ætli að banna kínverskum flugfélögum að fljúga til Bandaríkjanna á þeim grundvelli að ekkert bandarískt flugfélag fær að fljúga til Kína í dag og hefur band

TUI nær samkomulagi um skaðabætur vegna 737 MAX

3. júní 2020

|

Flugfélagið TUI hefur tilkynnt að félagið hafi náð samkomulagi um skaðabætur við Boeing vegna Boeing 737 MAX vélanna á sama tíma og félagið hefur gert nýja afhendingaráætlun við flugvélaframleiðanda

Stefna á að fljúga 75 prósent af leiðarkerfinu í ágúst

2. júní 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet áætlar að félagið muni fljúga til helmings allra áfangastaða í leiðarkerfinu í júlí og er stefnt á að í ágúst muni félagið fljúga til 75% af öllum þeim 1.022 flugl

Emirates SkyCargo flýgur með frakt til 30 nýrra áfangastaða

2. júní 2020

|

Emirates SkyCargo, fraktflugfélag Emirates, hefur aukið umsvif sín til muna frá því í mars í kjölfar kórónaveirufaraldursins og hefur áfangastöðum félagsins fjölgað töluvert.

Lækka skatta fyrir flugfélög á Grikklandi

1. júní 2020

|

Ríkisstjórnin á Grikklandi hefur ákveðið að verja 115 milljónum evra í obinbera aðstoð og björgunaraðgerða til flugiðnaðarins í landinu sem samsvarar 17 milljörðum króna.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00