flugfréttir

Bjóða heilbrigðisstarfsfólki 100.000 fría flugmiða

- Qatar Airways gefur framlínustarfsfólki möguleika á langþráðu fríi

11. maí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 22:20

Qatar Airways opnaði klukkan 21:00 í kvöld fyrir fyrsta hollið þar sem áhugasamir framlínustarfsmenn geta freistað þess að næla sér í fría flugmiða fyrir tvo

Flugfélagið Qatar Airways hefur ákveðið að láta gott af sér leiða og ætlar félagið að gefa 100.000 fría flugmiða til heilbrigðisstarfsmanna um allan heim sem hafa starfað í víglínunni vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

Þetta einstaka tilboð býðst öllu starfsfólki óháð löndum en Qatar Airways setur þó nokkra skilmála sem þarf þó að uppfylla til þess að eiga von á því að næla sér í frítt flug með félaginu.

Tilboðið gildir frá 12. til 18. maí og þarf því að bóka flugfarið á tímabilinu frá 12. maí til 28. nóvember 2020 og er ferðatímabilið frá 26. maí fram til 10. desember á þessu ári.

Hver heilbrigðisstarfsmaður fær tvo flugmiða sem þeir geta nýtt sér hvar sem er í leiðarkerfi Qatar Airways sem telur 172 áfangastaði í sex heimsálfum.

Vefsíða Qatar Airways þar sem greint er frá viðburðinum

Fyrirkomulagið er „fyrstur kemur, fyrstur fær“ og verður hlutfallslegur fjöldi farmiða í boði eftir löndum er miðað er við íbúafjölda.

Aðrar kröfur eru að aðeins er ferðast á almennu farrými og þarf að greiða flugvalla- og farþegaskatta af miðaverðinu, framvísa þarf starfsmannaskilríkjum við innritun á flugvelli við brottför og fylla út viðeigandi eyðublað.

Fram kemur að þetta tilboð sé eingöngu fyrir þá sem hafa starfað í framlínunni og eru þar með taldir læknar, sjúkraliðar, hjúkrunarfólk, læknanemar, sjúkraflutningamenn, starfsmenn við rannsóknir sem tengjast kórónaveirunni, aðstoðarfólk, rannsóknarfólk, lyfjafræðingar og starfsfólk í lyfjaverslunum.

Opnað var fyrir fyrsta hollið af miðum klukkan 21:01 í kvöld að íslenskum tíma (00:01 að Doha-tíma) á vefsíðu Qatar Airways.  fréttir af handahófi

Virgin selur og leigir til baka tvær Dreamliner-þotur

10. desember 2020

|

Breska flugfélagið Virgin Atlantic Airways ætlar sér að selja tvær nýjustu Dreamliner-þoturnar í þeim tilgangi að styrkja lausafjárstöðu félagsins um allt að 11 milljarða króna.

Neytti áfengis og fíkniefna nóttina fyrir flug til Kanarí

15. nóvember 2020

|

Norskur flugmaður hefur verið dæmdur í 75 daga óskilorðsbundið fangelsi eftir hafa neytt bæði áfengis og fíkniefna nóttina áður en hann átti að fljúga farþegaþotu af gerðinni Boeing 737-800 til Kanar

Brandenburg-flugvöllurinn tapar yfir 150 milljónum á dag

8. janúar 2021

|

Rekstaraðilar Brandenburg-flugvallarins í Berlín tapa um einni milljón evra á dag á rekstri flugvallarins sem samsvarar því að taprekstur flugvallarins nemur 156 milljónum króna á hverjum degi.

  Nýjustu flugfréttirnar

WestJet flýgur fyrsta flugið í Kanada á ný með 737 MAX

22. janúar 2021

|

Kanadíska flugfélagið WestJet flaug í gær fyrsta áætlunarflugið í Kanada með Boeing 737 MAX eftir 22 mánaða kyrrsetningu og er WestJet þá einnig fimmta flugfélagið í heiminum til að hefja áætlunarflu

Jet2.com og Jet2CityBreaks fljúga til Íslands í sumar

22. janúar 2021

|

Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

AERO flugsýningunni frestað fram á sumar

21. janúar 2021

|

Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

Nauðlenti á hraðbraut í Texas

21. janúar 2021

|

Lítil eins hreyfils flugvél neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum í gær eftir að upp kom bilun í mótor.

KLM aflýsir öllu langflugi tímabundið

21. janúar 2021

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

Norska ríkið reiðubúið að aðstoða Norwegian

21. janúar 2021

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.

IAG mun kaupa Air Europa fyrir helmingi lægra verð

20. janúar 2021

|

International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var u

Titan Airways fær sína fyrstu Airbus A321P2F fraktþotu

19. janúar 2021

|

Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.

Hlutafé Isavia aukið um 15 milljarða

19. janúar 2021

|

Gengið var frá 15 milljarða króna hlutafjáraukningu á hluthafafundi Isavia sem haldinn var þann 12. janúar síðastliðinn en hlutafjáraukningunni er ætlað að mæta rekstrartapi vegna COVID-19

Rann út af braut við flugprófanir

19. janúar 2021

|

Irkut MC-21 tilraunarþota frá rússneska flugvélaframleiðandanum United Aircraft Corporation rann út af braut í gær í Rússlandi er flugvélin var í flugprófunum.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00