flugfréttir

Quest Kodiak fórst skömmu eftir flugtak í Papúa

12. maí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 14:49

Flugvélin sem fórst var af gerðinni Quest Kodiak

Flugmaður lét lífið er flugvél af gerðinni Quest Kodiak 100 fórst skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í bænum Sentani í Papúa-héraði í Indónesíu í morgun.

Flugvélin var á vegum trúarfélagsins Mission Aviation Fellowship (MAF) og var vélin nýfarin í loftið áleiðis til Mamit-flugvallarins þegar flugmaðurinn lýsti yfir neyðarástandi um borð og bað flugumferðarstjóra um leyfi til þess að snúa strax við og lenda.

Flugvélin fékk leyfi til að koma til baka en ekkert svar kom frá flugmanni vélarinnar meira og hvarf hún af ratsjá skömmu síðar.

Sjónarvottur um borð í annarri flugvél sagðist hafa séð Kodiak-flugvélina missa hæð ofan í stöðuvatnið Lake Sentani.

Joyce Chaisin Lin var ein í flugvélinni er hún fórst

Björgunarlið var sent á vettvang og fannst bæði flak vélarinnar og lík flugmannsins sem var einn um borð í vélinni en fram kemur að vélin hafi verið að flytja matvörur og skólabækur til bæjarins Mamit.

Flugmaðurinn hét Joyce Chaisin Lin og var hún fertug. Joyce var bandarískur ríkisborgari sem starfaði sem flugmaður fyrir Mission Aviation Fellowship í Indónesíu.

„Hún hafði helgað lífu sínu til starfa í þágu mannúðar og flutningi á hjálpargögnum til afskekktra staða í Papúa“, segir Ahmad Musthofa Kamal, talsmaður lögreglunnar í Jayapura-héraði.  fréttir af handahófi

EASA gefur leyfi fyrir 90 farþega útgáfu af Dash 8 Q400

26. mars 2021

|

Flugmálayfirvöld í Evrópu (EASA) hafa gefið leyfi til flugfélaga til þess starfrækja De Havilland Dash 8 flugvélar sem úrfærðar eru með hámarkssætafjölda fyrir 90 farþega.

40 prósent færri sækja um flugnám við flugskóla Qantas

23. mars 2021

|

Þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir því að skortur eigi eftir að verða á flugmönnum eftir að heimsfaraldrinum lýkur og að umsóknum í flugnám fari fjölgandi vestanhafs þá er ekki það sama uppi á teningnu

Airbus undirbýr lokun á verksmiðju á Spáni

26. maí 2021

|

Airbus undirbýr lokun á þeim verksmiðjum þar sem íhlutir í risaþotuna Airbus A380 hafa verið framleiddir en meðal annars mun önnur af tveimur verksmiðjum Airbus á Spáni loka þar sem ekki eru nein ver

  Nýjustu flugfréttirnar

Grasrótin í stríði við FAA vegna þjálfunar á sérstakar flugvélar

18. júní 2021

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa verið harðlega gagnrýnd undanfarna daga af grasrótarsamtökum í fluginu vestanhafs eftir að stofnunin sendi frá sér yfirlýsingu varðandi fyirhugaða innleiðingu

Icelandair snýr aftur til Minneapolis

18. júní 2021

|

Icelandair mun snúa aftur til Minneapolis í Bandaríkjunum eftir meira en árshlé vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

Áætla yfir 9.000 flugferðir með 737 MAX í júlí

16. júní 2021

|

Southwest Airlines áætlar að fljúga um 9.200 flugferðir í júlí með Boeing 737 MAX þotunum sem samsvarar um 9% af öllum flugferðum í leiðarkerfinu í þeim mánuði.

Í oddaflugi yfir eldgosinu

15. júní 2021

|

Sex kennsluvélar Flugakademíu Íslands flugu á dögunum oddaflug yfir gosstöðvarnar í Geldingadölum, en flugið var framkvæmt að beiðni Diamond flugvélaframleiðandans, sem hafa mikinn áhuga á því að nýta

Fyrsta þota PLAY komin til landsins

15. júní 2021

|

Fyrsta farþegaþota flugfélagsins PLAY kom til landsins í dag en þotan lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 16:47 eftir ferjuflug frá Chennault International (Lake Charles) flugvellinum í Louisiana í B

Fylla í skarð Stobart Air sem varð gjaldþrota um helgina

14. júní 2021

|

Nokkur dótturfélög á vegum IAG (International Airlines Group) hafa tekið yfir nokkrar af þeim flugleiðum sem Stobart Air skildi eftir sig eftir að félagið hætti flugrekstri um helgina.

„Pólitískar deilur eiga ekki að bitna á fluginu“

14. júní 2021

|

Samgönguráðuneyti Hvíta-Rússlands fordæmir aðgerðir Evrópuríkja sem hafa ákveðið að sniðganga og setja höft á flugsamgöngur á milli Hvíta-Rússlands og Evrópu sem hefndaraðgerðir eftir að farþegaþota

Wizz Air hefur innanlandsflug á Bretlandseyjum

14. júní 2021

|

Ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air mun í júlí ryðja sér leið inn á innanlandsmarkaðinn í Bretlandi með flugi á milli Bretlands og eyjunnar Jersey en þótt að Jersey sé ekki hluti af breska konungs

Ryanair vinnur þriðja málið vegna ríkisstyrkja

10. júní 2021

|

Ryanair hefur unnið mál fyrir dómstólum eftir að lágfargjaldafélagið írska kærði ríkisstyrk til þýska flugfélagsins Condor.

Beechcraft 1900D brotlenti í Myanmar

10. júní 2021

|

Að minnsta kosti tólf eru látnir í flugslysi eftir að flugvél af gerðinni Beechcraft 1900D brotlenti í aðflugi í Myanmar í morgun.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00