flugfréttir

Stofnandi easyJet býður verðlaunafé fyrir uppljóstrara

- 800 milljónir fyrir upplýsingar sem gætu stöðvað pöntun easyJet í 100 þotur

13. maí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 14:34

Stelios Haji-loannou, stofnandi easyJet

Stelios Haji-loannou, stofnandi easyJet, hefur ákveðið að bjóða verðlaunafé upp á 5 milljónir Sterlingspunda, sem samsvarar 897 milljónum króna, til þess aðila eða „uppljóstrara“ sem lumar á viðkvæmum upplýsingum sem gæti orðið til þess að pöntun félagsins í yfir 100 þotur frá Airbus fari forgörðum.

Stelios, sem á yfir 34 prósenta hlut í easyJet, hefur lýst yfir mikilli reiði og óánægju í garð stjórnar easyJet vegna risapöntunar í 100 Airbus-þotur sem gerð var á sínum tíma sem félagið neitar að hætta við en Stelios segir að þessi pöntun gæti komið félaginu í gröfina eins og tíðin er núna í flugheiminum.

Stofnandinn hefur meðal annars hótað því að láta reka stjórnarformenn félagsins úr stjórninni en stjórn easyJet segir að þessi pöntun sé nauðsynleg til þess að endurnýja flugflota félagsins og endurheimta markaðinn aftur eftir að heimsfaraldrinum lýkur.

Stelios segir að þessi pöntun sé stærsta ógnin er kemur að framtíð easyJet og gæti komið félaginu í gjaldþrot ef ekki verður hætt við pöntunina.

Stelios segir að stjórnarformenn félagsins séu „skíthælar“ og kalla Airbus „mútugreiðslumeistara“ og grunar stofnandanum að einhverjir í stjórn félagsins sé orðnir mjög spilltir og meðvirkir vegna áhrifa frá Airbus.

„Ef það er einhver núverandi eða fyrrverandi starfsmaður easyJet sem veit eitthvað meira, eða varð vitni að einhverju grunsamlegu innan herbúða easyJet þegar pöntunin var gerð, þá áttu möguleika á að fá verðlaun upp á 5 milljónir punda frá Stelios“, segir í yfirlýsingu.

Samkvæmt fréttastofunni Sky News þá segir að Stelios sé tilbúinn að bjóða 2 milljónir króna til að komast í samband við uppljóstrara og greiða reglulegar greiðslur ef hægt verður að komast nánar til botns í málinu.  fréttir af handahófi

Top Gun: Maverick frestað fram til sumarsins 2021

27. júlí 2020

|

Enn lengri bið verður eftir því að nýja Top Gun bíómyndin komi í kvikmyndahús en kvikmyndaframleiðandinn Paramount Pictures tilkynnti sl. fimmtudag að frumsýningu myndarinnar hafi verið frestað aftu

Ætla að afhenda 450 MAX-vélar innan 12 mánaða

30. júlí 2020

|

Boeing stefnir á að afhenda allar þær 450 Boeing 737 MAX þotur sem framleiddar hafa verið til viðskiptavina sinna innan 12 mánaða frá því að afhendingar hefjast að nýju sem mögulega verður fyrir lok

Krefjast skaðabóta frá fjórum löndum upp á tæpa 700 milljarða

22. júlí 2020

|

Qatar Airways Group, móðurfélag og eigandi Qatar Airways, fer fram á 5 milljarða dala skaðabætur frá fjórum arabalöndum sem eru Egyptaland, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Bahrain og Sádí-Arabíu, f

  Nýjustu flugfréttirnar

Um 1.300 flugvélum verður skilað til eigenda sinna

22. september 2020

|

Talið er að flugfélögin eigi eftir að skila yfir 1.000 flugvélum til flugvélaleigufyrirtækja á næstu mánuðum og fram til ársins 2021.

Lufthansa staðfestir endalok risaþotunnar

21. september 2020

|

Lufthansa hefur tilkynnt að flugfélagið þýska ætli að losa sig við allar Airbus A380 þoturnar

Kaupa 24 Boeing 757 þotur sem verður breytt í fraktflugvélar

19. september 2020

|

Bandaríska fyrirtækið AerSale hefur fest kaup á 24 farþegaþotum af gerðinni Boeing 757-200 en til stendur að breyta flestum þeirra í fraktþotur á meðan nokkrar verða rifnar niður í varahluti.

Eina fjögurra hreyfla þotan sem á sér framtíð hjá Lufthansa

19. september 2020

|

Júmbó-þotan, Boeing 747-8, er eina fjögurra hreyfla flugvélin sem á sér örugga framtíð hjá Lufthansa.

Fokker 50 út af braut í Sómalíu

19. september 2020

|

Flugslys átti sér stað í dag á flugvellinum í höfuðborg Sómalíu er flugvél af gerðinni Fokker 50 fór út af braut og hafnaði á steinvegg sem liggur milli flugbrautarinnar og strandlengjunnar.

Fella niður eina af hverjum fimm flugferðum í október

18. september 2020

|

Ryanair hefur tilkynnt um enn frekari niðurskurð á flugáætlun sinni í næsta mánuði og ætlar félagið að fækka flugferðum um 20 prósent í október.

Hverfi nálægt Heathrow gætu breyst í draugabæi

17. september 2020

|

Varað er við því að fækkun farþega um Heathrow-flugvöll og langvarandi ástand vegna COVID-19 heimsfaraldursins gæti orðið til þess að íbúum eigi eftir að snarfækka í nokkrum hverfum nálægt flugvellinu

Leggja 130 þotum þar sem vafi leikur á þyngd þeirra

17. september 2020

|

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines hefur tekið tímabundið úr umferð 130 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737-800 vegna misvísandi upplýsinga um tómaþyngd vélanna.

Laun flugmanna lækka um helming hjá Turkish Airlines

16. september 2020

|

Laun flugmanna hjá Turkish Airlines munu lækka um helming út næsta ár en stjórn flugfélagsins tyrkneska hefur náð að gera kjarasamning við starfsmannafélög í Tyrklandi um allt að 50% kjaraskerðingu

Fjölmenni á einni stærstu rafmagnsflugvélasýningu Evrópu

15. september 2020

|

Þrátt fyrir COVID-19 heimsfaraldurinn þá voru um 1.000 gestir sem mættu á Electrifly-in & Symposium flughátíðina sem fram fór í bænum Grenchen í Sviss um síðustu helgi.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00