flugfréttir

Stofnandi easyJet býður verðlaunafé fyrir uppljóstrara

- 800 milljónir fyrir upplýsingar sem gætu stöðvað pöntun easyJet í 100 þotur

13. maí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 14:34

Stelios Haji-loannou, stofnandi easyJet

Stelios Haji-loannou, stofnandi easyJet, hefur ákveðið að bjóða verðlaunafé upp á 5 milljónir Sterlingspunda, sem samsvarar 897 milljónum króna, til þess aðila eða „uppljóstrara“ sem lumar á viðkvæmum upplýsingum sem gæti orðið til þess að pöntun félagsins í yfir 100 þotur frá Airbus fari forgörðum.

Stelios, sem á yfir 34 prósenta hlut í easyJet, hefur lýst yfir mikilli reiði og óánægju í garð stjórnar easyJet vegna risapöntunar í 100 Airbus-þotur sem gerð var á sínum tíma sem félagið neitar að hætta við en Stelios segir að þessi pöntun gæti komið félaginu í gröfina eins og tíðin er núna í flugheiminum.

Stofnandinn hefur meðal annars hótað því að láta reka stjórnarformenn félagsins úr stjórninni en stjórn easyJet segir að þessi pöntun sé nauðsynleg til þess að endurnýja flugflota félagsins og endurheimta markaðinn aftur eftir að heimsfaraldrinum lýkur.

Stelios segir að þessi pöntun sé stærsta ógnin er kemur að framtíð easyJet og gæti komið félaginu í gjaldþrot ef ekki verður hætt við pöntunina.

Stelios segir að stjórnarformenn félagsins séu „skíthælar“ og kalla Airbus „mútugreiðslumeistara“ og grunar stofnandanum að einhverjir í stjórn félagsins sé orðnir mjög spilltir og meðvirkir vegna áhrifa frá Airbus.

„Ef það er einhver núverandi eða fyrrverandi starfsmaður easyJet sem veit eitthvað meira, eða varð vitni að einhverju grunsamlegu innan herbúða easyJet þegar pöntunin var gerð, þá áttu möguleika á að fá verðlaun upp á 5 milljónir punda frá Stelios“, segir í yfirlýsingu.

Samkvæmt fréttastofunni Sky News þá segir að Stelios sé tilbúinn að bjóða 2 milljónir króna til að komast í samband við uppljóstrara og greiða reglulegar greiðslur ef hægt verður að komast nánar til botns í málinu.  fréttir af handahófi

Brasilíska flugfélagið GOL hættir við 34 MAX-þotur

15. apríl 2020

|

Brasilíska flugfélagið GOL Linhas Aéreas Inteligentes hefur hætt við pöntun í 34 Boeing 737 MAX þotur og náð samkomulagi um skaðabótagreiðslur frá Boeing vegna þeirra áhrifa sem vandamálið með MAX-þo

Fækka flugvélum um þriðjung og segja upp fjórðung starfsfólks

12. maí 2020

|

Brussels Airlines ætlar að fækka flugvélum í flotanum um 30 prósent þegar félagið byrjar að fljúga á ný eftir COVID-19 heimsfaraldurinn auk þess sem til stendur að segja upp um fjórðung af starfsfó

Segir „heimskulegt“ að útiloka miðjusætin

24. apríl 2020

|

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri írska lágfargjaldafélagsins Ryanair, gagnrýnir harðlega hugmyndir um að útiloka notkun á miðjusætinu um borð hjá flugfélögunum vegna COVID-19 og kallar slíkar aðge

  Nýjustu flugfréttirnar

Yfir 80 starfsmönnum hjá Ryanair í Belgíu sagt upp

9. júlí 2020

|

Ryanair hefur ákveðið að segja upp 40 flugmönnum og fjörutíu flugfreyjum og flugþjónum í Belgíu.

LEVEL France hættir starfsemi

9. júlí 2020

|

Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) tilkynnti í gær að dótturfélagið LEVEL France myndi hætta starfsemi sinni.

Flugþjóns frá PIA saknað eftir viðdvöl í Toronto

9. júlí 2020

|

Ekkert hefur spurst til flugþjóns frá Pakistan International Airlines (PIA) sem saknað hefur verið eftir að áhöfn flugfélagsins pakistanska hafði viðdvöl í Toronto í Kanada.

Air Namibía svipt leyfi til þess að fljúga farþegaflug

9. júlí 2020

|

Ríkisstjórn Namibíu hefur svipt flugfélaginu Air Namibia leyfi til þess að fljúga áætunarflug og leiguflug með farþega þar sem að félagið hefur ekki náð að afla nægilegs fjármagns til þess að sína fr

Air Mauritius auglýsir fimm farþegaþotur til sölu

8. júlí 2020

|

Flugfélagið Air Mauritius hefur sett á sölu fimm farþegaþotur og er óskað eftir tilboðum í þoturnar.

United gæti þurft að segja upp 36.000 starfsmönnum í haust

8. júlí 2020

|

Bandaríska flugfélagið United Airlines tilkynnti í gær að félagið þyrfti mögulega að grípa til risahópuppsagna þar sem kórónaveirufaraldurinn er farinn að hafa verulega slæm áhrif á rekstur félagsin

Kjarasamningur við flugfreyjur felldur í atkvæðagreiðslu

8. júlí 2020

|

Flugfreyjur og flugþjónar Icelandair, sem eru félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands, hafa fellt þann kjarasamning sem skrifað var undir í lok júní en atkvæðagreiðsla tók við í kjölfar samningsins og

El Al ríkisvætt þangað til að nýir fjárfestar finnast

8. júlí 2020

|

Ríkisstjórnin í Ísrael ætlar sér að taka við rekstri flugfélagsins El Al Israel Airlines og verður flugfélagið ríkisvætt þangað til að nýir fjárfestar finnast.

Nýtt vandamál með Trent 1000 hreyfilinn frá Rolls-Royce

7. júlí 2020

|

Nýtt vandamál virðist vera komið upp með Trent 1000 hreyflana frá Rolls-Royce sem bætist ofan á fyrri viðvarandi vandamál sem hafa hrjáð hreyflana og Dreamliner-þoturnar sem þeir voru hannaðir fyrir

Avolon hættir við 27 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar

7. júlí 2020

|

Írska flugvélaleigufyrirtækið Avolon hefur hætt við pöntun í 27 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar en fyrirtækið hafði þegar hætt við pöntun í 75 MAX-þotur í apríl vegna COVID-19 faraldursins.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00