flugfréttir

Helmingi minna fé varið í framleiðslu á SpaceJet-þotunni

13. maí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 21:36

Mitsubishi Regional Jet (MRJ) sem í dag heitir SpaceJet

Japanski flugvélaframleiðandinn Mitsubishi Heavy Industries (MH) hefur tilkynnt að helmingi minna fé verði varið til framleiðslu á SpaceJet farþegaþotunni sem upphaflega var kynnt til sögunnar undir nafninu Mitsubishi Regional Jet (MRJ).

Fram kemur að áhrif kórónuveirunnar hafi haft mikil áhrif á framleiðsluna og eru tekjur framleiðandans munn lægri sem krefst niðurskurðar en einnig stendur til að hætta við framleiðslu á öðrum stærðarútgáfum af SpaceJet þotunni.

Nú þegar er búið að smíða sjö MRJ90 tilraunaþotur sem koma með rými fyrir 81 farþega og eina útgáfu af MRJ70 sem tekur 76 farþega en aldrei hefur verið tekin ákvörðun varðandi smíði á SpaceJet MRJ100 þotunni en framleiðandinn tilkynnti í dag að áætlanir varðandi þá þotu verði settar á hilluna.

Upphaflega stóð til að MRJ þotan kæmi á markaðinn árið 2013 en sex sinnum hefur þurft að fresta verkefninu og er nú áætlað að fyrsta eintakið verði afhent á næsta ári en fyrsta tilraunaþotan flaug sitt fyrsta flug árið 2015.  fréttir af handahófi

Íhuga að panta yfir 100 þotur af gerðinni Boeing 737 MAX 10

24. maí 2021

|

Ryanair á í viðræðum við Boeing um pöntun á yfir 100 þotum af gerðinni Boeing 737 MAX 10 sem félagið myndi fá afhentar eftir árið 2026 en þá gerir Ryanair ráð fyrir að vera búið að fá allar Boeing 73

Flugvél með 28 manns um borð brotlenti í Rússlandi

6. júlí 2021

|

Rússnesk flugmálayfirvöld hafa greint frá því að búið sé að finna flak farþegaflugvélar frá flugfélaginu Kamchatka Aviation Enterprise sem hvarf af ratsjá í morgun á Kamchatka-skaganum er flugvélin

Vilja ekki fá fleiri A350 þotur afhentar í bili frá Airbus

9. júní 2021

|

Qatar Airways hefur ákveðið að bíða með að fá fleiri Airbus A350 breiðþotur afhentar frá Airbus þar sem flugfélagið er óánægt með atriði er varðar gæði á lokafrágangi á þotunum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Nepal Airlines gæti orðið næsta flugfélag til að heyra sögunni til

24. júlí 2021

|

Mikil óvissa ríkir um framtíð flugfélagsins Nepal Airlines og gæti svo farið að félagið muni heyra sögunni til eftir 63 ára sögu en félagið var stofnað árið 1958.

Einaflugnám hjá Flugakademíu nú í boði í fjarnámi

24. júlí 2021

|

Flugakademía Íslands bætir einkaflugnámi í fjarnámi við námsframboð sitt í haust en fjarnámið verður kennt samhliða staðnámi og hefst kennsla þann 30. ágúst og er umsóknarfrestur til og með 15. ágúst

Eurowings Discover nýtt dótturfélag Lufthansa Group

24. júlí 2021

|

Lufthansa Group hefur kynnt til sögunnar nýtt dótturflugfélag sem nefnist Eurowings Discover en félagið mun fljúga í dag sitt fyrsta áætlunarflug frá Frankfurt til Mombasa til Kenýa og þaðan áfram ti

Skortur á þotueldsneyti í Lúxemborg vegna flóða

20. júlí 2021

|

Mikill skortur varð á þotueldsneyti á flugvellinum í Lúxemborg í vikunni en vegna flóða í Evrópu og hækkandi vatnsyfirborðs urðu skemmdir á eldsneytislögn í Þýskalandi sem tengir flugvöllinn við birg

Malta Air fær sína fyrstu Boeing 737 MAX þotu

20. júlí 2021

|

Flugfélagið Malta Air hefur fengið afhenta sína fyrstu Boeing 737 MAX þotu sem er af gerðinni 737 MAX 8-200 en félagið er dótturflugfélag Ryanair.

JetBlue lendir í fyrsta sinn í London

14. júlí 2021

|

Bandaríska flugfélagið JetBlue flaug í vikunni sérstakt flug í fyrsta sinn yfir Atlantshafið frá New York til London með farþegaþotu af gerðinni Airbus A321LR.

Setti pinnann í rangt gat á nefhjólastellinu

14. júlí 2021

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi hefur gefið frá sér bráðabirgðaskýrslu varðandi atvik sem átti sér stað er nefhjól féll saman á Boeing 787 Dreamliner-þotu hjá British Airways á flughlaði á Heat

Sameiningin mun kosta Korean Air yfir 300 milljarða

13. júlí 2021

|

Talið er að samruni tveggja stærstu flugfélaganna í Suður-Kóreu muni kosta Korean Air um 64 milljarða króna til viðbótar en Korean Air mun taka yfir allan rekstur Asiana Airlines á næstunni.

Ætla að ráða 2.000 flugmenn á Boeing 737 MAX þoturnar

12. júlí 2021

|

Ryanair hefur lýst því yfir að til standi að ráða um 2.000 flugmenn á næstu þremur árum í tengslum við nýju Boeing 737 MAX þoturnar en félagið fékk þær fyrstu afhentar um miðjan síðasta mánuð.

Air France-KLM íhugar að panta 160 þotur frá Boeing eða Airbus

12. júlí 2021

|

Air France-KLM hefur hafið viðræður við bæði Boeing og Airbus um risapöntun sem gæti orðið ein sú stærsta í sögu fyrirtækisins.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00