flugfréttir

Ryanair spáir verðstríði eftir heimsfaraldurinn

- Telja að farmiðaverð eigi eftir að hríðfalla hjá flugfélögum

18. maí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 14:51

Boeing 737-800 þota Ryanair

Ryanair spáir verðstríði í flugi innan Evrópu um leið og flugfélög fara að fljúga á ný eftir COVID-19 heimsfaraldurinn.

Þetta segir Michael O´Leary, framvæmdarstjóri lágfargjaldaflugfélagið írska, sem telur að flest flugfélög eigi eftir að lækka flugfargjöld til þess að laða að farþega á ný til þess að fylla vélarnar.

O´Leary segir að þar sem flest flugfélög eigi eftir að fljúga fyrst um sinn undir styrkjum frá ríkisstjórnum sinna landa vegna COVID-19 muni það verða til þess að hægt verði að bjóða upp á það lág flugfargjöld að þau verði á mörkunum að svara kostnaði í þeim tilgangi að endurheimta aftur markaðshlutdeildina.

O´Leary segir að Ryanair muni samt stefna á bestu verðin og öll lág fargjöld sem önnu flugfélög ætli sér að bjóða, ætlar Ryanair að undirbjóða.

„Þetta verður kjörið tækifæri fyrir farþega. Og þar sem við erum lágfargjaldaflugfélög þá munum við bjóða upp á lægstu verðin“, segir Neil Sorahan, fjármálastjóri Ryanair.

Þá vonast Ryanair til þess að aðgerðir þeirra til að koma í veg fyrir smit um borð í flugvélum félagsins, á borð við að bjóða upp á andlitsgrímur, eigi eftir að hvetja fólk enn frekar til þess að ferðast með félaginu en Ryanair ætlar samt ekki að skilja eftir miðjusætið autt og ætlar félagið að fullbóka vélarnar. Ryanair vonast eftir því að félagið verði farið að fljúga 40% af leiðarkerfinu í júlí og 60 prósent strax í ágúst.

Fjárhagsstaða Ryanair er mjög sterk þrátt fyrir heimsfaraldurinn en félagið fékk 106 milljarða úr sérstökum COVID-sjóði frá bresku ríkisstjórninni og er lausafjársstaða félagins í dag samtals 638 milljarðar.  fréttir af handahófi

Armenía stefnir á að stofna nýtt ríkisflugfélag

15. júní 2020

|

Ríkisstjórnin í Armeníu stefnir á að stofna nýtt ríkisflugfélag til þess að efla flugsamgöngur til og frá landinu og einnig til þess að þurfa ekki að reiða sig eins mikið á þau erlendu flugfélög sem

Fjögur dótturfélög Norwegian gjaldþrota

20. apríl 2020

|

Norwegian hefur lýst því yfir að fjögur dótturfyrirtæki lágfargjaldafélagsins norska urðu gjaldþrota í dag vegna þeirra áhrifa sem útbreiðsla kórónaveirunnar hefur haft á reksturinn.

Afbóka pöntun í 29 MAX-þotur

21. apríl 2020

|

Kínverska flugvélaleigan CDB Aviation hefur hætt við pöntun í 29 þotur af gerðinni Boeing 737 MAX og samið við Boeing um að fá að fresta afhendingum á tuttugu öðrum þotum sömu gerðar alveg til ársins

  Nýjustu flugfréttirnar

Íslensk júmbó-þota fór með nefhjól út af flugbraut

14. júlí 2020

|

Júmbó-fraktþota af gerðinni Boeing 747-400F, sem skráð er með íslenskra skráningu, fór að hluta til út af flugbraut á Doncaster-flugvellinum í Sheffield á Englandi í dag.

Risatap Delta Air Lines samsvarar 547 milljörðum

14. júlí 2020

|

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines tapaði um 547 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi ársins og er þetta eitt mesta tap í sögu félagsins sem er tilkomið vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

Flugakademía Íslands stærsti flugskóli á Íslandi

14. júlí 2020

|

Flugakademía Keilis og Flugskóli Íslands hafa sameinast í stærsta flugskóla landsins sem fengið hefur nafnið Flugakademía Íslands.

Fly Armenia nýtt flugfélag í Armeníu

14. júlí 2020

|

Á meðan mörg flugfélög eru að berjast við að halda velli og forða sér frá gjaldþroti þá er verið að stofna nýtt flugfélag í Ameníu sem fer að líta dagsins ljóss á næstunni.

Icelandair og airBaltic í samstarf

13. júlí 2020

|

Icelandair og lettneska flugfélagið airBaltic hafa hafið samstarf með undirritun samstarfssamning um sameiginlega útgáfu á farmiðum.

American íhugar að hætta við á annan tug 737 MAX flugvéla

13. júlí 2020

|

American Airlines er að íhuga að hætta við hluta af pöntun sinni í Boeing 737 MAX vélarnar og hefur staðan því breyst töluvert þar sem að aðeins eru tvær vikur síðan að flugfélagið bandaríska lýsti

Yfir 80 starfsmönnum hjá Ryanair í Belgíu sagt upp

9. júlí 2020

|

Ryanair hefur ákveðið að segja upp 40 flugmönnum og fjörutíu flugfreyjum og flugþjónum í Belgíu.

LEVEL France hættir starfsemi

9. júlí 2020

|

Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) tilkynnti í gær að dótturfélagið LEVEL France myndi hætta starfsemi sinni.

Flugþjóns frá PIA saknað eftir viðdvöl í Toronto

9. júlí 2020

|

Ekkert hefur spurst til flugþjóns frá Pakistan International Airlines (PIA) sem saknað hefur verið eftir að áhöfn flugfélagsins pakistanska hafði viðdvöl í Toronto í Kanada.

Air Namibía svipt leyfi til þess að fljúga farþegaflug

9. júlí 2020

|

Ríkisstjórn Namibíu hefur svipt flugfélaginu Air Namibia leyfi til þess að fljúga áætunarflug og leiguflug með farþega þar sem að félagið hefur ekki náð að afla nægilegs fjármagns til þess að sína fr

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00