flugfréttir

Ryanair spáir verðstríði eftir heimsfaraldurinn

- Telja að farmiðaverð eigi eftir að hríðfalla hjá flugfélögum

18. maí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 14:51

Boeing 737-800 þota Ryanair

Ryanair spáir verðstríði í flugi innan Evrópu um leið og flugfélög fara að fljúga á ný eftir COVID-19 heimsfaraldurinn.

Þetta segir Michael O´Leary, framvæmdarstjóri lágfargjaldaflugfélagið írska, sem telur að flest flugfélög eigi eftir að lækka flugfargjöld til þess að laða að farþega á ný til þess að fylla vélarnar.

O´Leary segir að þar sem flest flugfélög eigi eftir að fljúga fyrst um sinn undir styrkjum frá ríkisstjórnum sinna landa vegna COVID-19 muni það verða til þess að hægt verði að bjóða upp á það lág flugfargjöld að þau verði á mörkunum að svara kostnaði í þeim tilgangi að endurheimta aftur markaðshlutdeildina.

O´Leary segir að Ryanair muni samt stefna á bestu verðin og öll lág fargjöld sem önnu flugfélög ætli sér að bjóða, ætlar Ryanair að undirbjóða.

„Þetta verður kjörið tækifæri fyrir farþega. Og þar sem við erum lágfargjaldaflugfélög þá munum við bjóða upp á lægstu verðin“, segir Neil Sorahan, fjármálastjóri Ryanair.

Þá vonast Ryanair til þess að aðgerðir þeirra til að koma í veg fyrir smit um borð í flugvélum félagsins, á borð við að bjóða upp á andlitsgrímur, eigi eftir að hvetja fólk enn frekar til þess að ferðast með félaginu en Ryanair ætlar samt ekki að skilja eftir miðjusætið autt og ætlar félagið að fullbóka vélarnar. Ryanair vonast eftir því að félagið verði farið að fljúga 40% af leiðarkerfinu í júlí og 60 prósent strax í ágúst.

Fjárhagsstaða Ryanair er mjög sterk þrátt fyrir heimsfaraldurinn en félagið fékk 106 milljarða úr sérstökum COVID-sjóði frá bresku ríkisstjórninni og er lausafjársstaða félagins í dag samtals 638 milljarðar.  fréttir af handahófi

Elsti flugkennari heims er 99 ára

28. júlí 2020

|

Það eru sennilega ekki margir flugmenn í heiminum í dag sem fagna bráðum 100 ára afmæli og eru enn fljúgandi eins og enginn sé morgundagurinn.

American íhugar að hætta við á annan tug 737 MAX flugvéla

13. júlí 2020

|

American Airlines er að íhuga að hætta við hluta af pöntun sinni í Boeing 737 MAX vélarnar og hefur staðan því breyst töluvert þar sem að aðeins eru tvær vikur síðan að flugfélagið bandaríska lýsti

LATAM sækir um gjaldþrotavernd

26. maí 2020

|

LATAM, eitt stærsta flugfélag Suður-Ameríku, hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en félagið hefur orðið mjög illa fyrir barðinu á COVID-19 heimsfaraldrinum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Um 12.000 verður sagt upp hjá British Airways

12. ágúst 2020

|

British Airways hefur ákveðið að segja upp um 12.000 starfsmönnum af þeim 42 þúsund sem starfa í dag hjá flugfélaginu breska og jafngildir það fækkun mannafla upp á 29 prósent.

Tegel-flugvellinum verður sennilega lokað í nóvember

12. ágúst 2020

|

Margt bendir til þess að Tegel-flugvöllurinn í Berlín muni loka strax í byrjun nóvember aðeins örfáum dögum eftir að nýi Brandenburg-flugvöllurinn verður formlega tekinn í notkun.

Selja ellefu Dash 8-400 flugvélar úr flota Flybe

11. ágúst 2020

|

Ellefu De Havilland Dash 8-400 flugvélar sem voru í flota breska lágfargjaldafélagsins Flybe verða seldar og munu fara til nýrra eigenda.

Franski flugherinn fær fyrstu ISR eftirlitsvélina frá King Air

11. ágúst 2020

|

Franski flugherinn hefur fengið fyrstu ISR flugvélina afhenta frá Beechcraft sem byggir á King Air flugvélinni og er vélin sérstaklega útbúin fyrir eftirlitsflug, gæsluflug og fyrir flugferðir í þei

Vara við sprungum í Trent XWB hreyflum á A350

11. ágúst 2020

|

Hreyflaframleiðandinn Rolls-Royce sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem varað er við mögulegum sprungum í hreyflablöðum á Trent XWB hreyflinum sem knýr áfram nýju Airbus A350 þoturnar.

Flugmaður veiktist skyndilega í aðflugi í Zurich

11. ágúst 2020

|

Flugmaður veiktist skyndilega um borð í farþegaþotu frá svissneska flugfélaginu Swiss International Air Lines um helgina.

Kvartað undan auknum hávaða frá kennsluflugi í Denver

11. ágúst 2020

|

Hópur íbúa í hverfi einu í Denver í Colorado í Bandaríkjunum hafa sent formlega kvörtun undan hávaða frá Rocky Mountain flugvellinum og telja þeir að hávaði frá flugvélum hafi aukist til muna á sköm

54 flugmenn féllu á áfengisprófi í fyrra á Indlandi

11. ágúst 2020

|

Aldrei hafa fleiri atvinnuflugmenn á Indlandi fallið á áfengisprófi líkt og í fyrra en fram kemur í tölum frá indverskum yfirvöldum að 54 flugmenn féllu á prófi er þeir voru látnir blása rétt fyrir br

Lenti 1 mínútu eftir að reglur um sóttkví tóku gildi

10. ágúst 2020

|

158 farþegar sem voru um borð í farþegaþotu hjá SAS neyddust til þess að fara í 10 daga sóttkví við komuna til Noregs um helgina sem þeir hefðu annars sloppið við ef flugvélin hafði lent aðeins einn

Stefna á útsýnisflug til suðurskautsins með Boeing 787

10. ágúst 2020

|

Ástralska flugfélagið Qantas ætlar í vetur að bjóða Áströlum upp á útsýnisflug til Suðurskautslandsins en félagið ætlar að fljúga sérstakar flugferðir til Suðurskautsins með Dreamliner-þotum af gerði

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00