flugfréttir

SkyCourier flýgur sitt fyrsta flug

18. maí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 17:44

Fyrsta Cessna 408 SkyCourier flugvélin var í 2 klukkustundir og 15 mínútur í loftinu í fyrsta fluginu

Nýja Cessna 408 SkyCourier flugvélin frá Textron Aviation flaug í gær sitt fyrsta flug en um er að ræða tveggja hreyfla flugvél sem kynnt var fyrst til leiks árið 2017.

Cessna SkyCourier er hávængja flugvél sem bæði verður framleidd fyrir farþegaflug og fyrir fraktflug og kemur hún með tveimur skrúfuþotuhreyflum og getur tekið 19 farþega eða 2,7 tonn af frakt.

SkyCourier verður í sambærilegum flokki og Twin Otter og Dornier Do 228 og hefur vöruflutningarisinn FedEx þegar pantað 50 eintök af flugvélinni.

Flugvélin fór í jómfrúarflugið frá Beech Field flugvellinum í Wichita í Kansas og stóð fyrsta tilraunaflugið yfir í tvær klukkustundir og 15 mínútur.

Cessna SkyCourier verður bæði framleidd sem farþegaflugvél og fraktflugvél

„Það var aðdáunarvert að sjá hversu stöguð flugvélin var bæði í flugtaki og í lendingu. Okkur tókst að ljúka öllum þeim atriðum sem var búið að ákveða að framkvæma í fluginu og það telst sem mjög góð byrjun á flugprófunum“, segir Corey Eckhart, tilraunaflugmaður hjá Textron.

Flugvélin kemur með tveimur PT6A-65SC hreyflum frá Pratt & Whitney og nær hún farflugshraða upp á 200 hnúta og hefur flugdrægi upp á 900 nm mílur.  fréttir af handahófi

Terminal 5 flugstöðinni á Brandenburg verður lokað

2. desember 2020

|

Nýi Brandenburg-flugvöllurinn í Berlín hefur staðfest að til standi að loka Terminal 5 flugstöðinni tímabundið og færa alla starfsemina yfir á Terminal 1 flugstöðina.

Virgin selur og leigir til baka tvær Dreamliner-þotur

10. desember 2020

|

Breska flugfélagið Virgin Atlantic Airways ætlar sér að selja tvær nýjustu Dreamliner-þoturnar í þeim tilgangi að styrkja lausafjárstöðu félagsins um allt að 11 milljarða króna.

Þrjár 777F þotur afhentar á einu bretti til Qatar Airways

2. janúar 2021

|

Boeing afhenti þrjár fraktþotur af gerðinni Boeing 777F á einu bretti til Qatar Airways um áramótin.

  Nýjustu flugfréttirnar

WestJet flýgur fyrsta flugið í Kanada á ný með 737 MAX

22. janúar 2021

|

Kanadíska flugfélagið WestJet flaug í gær fyrsta áætlunarflugið í Kanada með Boeing 737 MAX eftir 22 mánaða kyrrsetningu og er WestJet þá einnig fimmta flugfélagið í heiminum til að hefja áætlunarflu

Jet2.com og Jet2CityBreaks fljúga til Íslands í sumar

22. janúar 2021

|

Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

AERO flugsýningunni frestað fram á sumar

21. janúar 2021

|

Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

Nauðlenti á hraðbraut í Texas

21. janúar 2021

|

Lítil eins hreyfils flugvél neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum í gær eftir að upp kom bilun í mótor.

KLM aflýsir öllu langflugi tímabundið

21. janúar 2021

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

Norska ríkið reiðubúið að aðstoða Norwegian

21. janúar 2021

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.

IAG mun kaupa Air Europa fyrir helmingi lægra verð

20. janúar 2021

|

International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var u

Titan Airways fær sína fyrstu Airbus A321P2F fraktþotu

19. janúar 2021

|

Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.

Hlutafé Isavia aukið um 15 milljarða

19. janúar 2021

|

Gengið var frá 15 milljarða króna hlutafjáraukningu á hluthafafundi Isavia sem haldinn var þann 12. janúar síðastliðinn en hlutafjáraukningunni er ætlað að mæta rekstrartapi vegna COVID-19

Rann út af braut við flugprófanir

19. janúar 2021

|

Irkut MC-21 tilraunarþota frá rússneska flugvélaframleiðandanum United Aircraft Corporation rann út af braut í gær í Rússlandi er flugvélin var í flugprófunum.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00