flugfréttir

Ríkisflugfélag Ekvador tekið til gjaldþrotaskipta

- Ríkisstjórn landsins ætlar að hætta rekstri flugfélagsins TAME

19. maí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 18:20

Flugvélar TAME á flugvellinum í Quito, höfuðborg Ekvador

Ríkisstjórn Ekvadors hefur ákveðið að binda endi á rekstur ríkisflugfélagsins TAME sem verður að öllum líkindum tekið til gjaldþrotaskipta.

Þetta tilkynnti Lenín Moreno, forseti Ekvador, og segir hann að ríkisstjórnin hafi ákveðið að leggja rekstur félagsins niður sem er liður í niðurskurði stjórnvalda vegna kórónaveirufaraldursins.

Saga TAME Linea Aerea del Ecuador nær aftur til ársins 1962 en flugfélagið var stofnað af flughernum í Ekvador fyrir 57 árum síðan og hóf félagið flugrekstur með flugvélum af gerðinni Dakota C-47.

Rekstur félagsins fór að vaxa fyrir alvöru með tilkomu Lockheed L-188 Electra flugvélanna og því næst bætti félagið við sig Boeing 727 og Boeing 737 þotum á áttunda áratugnum.

Félagið endurnýjaði allan flugflotann árið 2000 með því að bæta við nýjum Airbus A320 þotum og á síðustu árum hefur félagið tekið í notkun nýjar Embraer 170 og 190 þotur.

Flugfloti félagsins, sem hefur höfuðstöðvar bæði í Quito og í Guayaquil, samanstendur af flugvélum af gerðinni Airbus A319, A320, ATR 42-500 og Embraer 190.

TAME hefur undanfarin 5 ár safnað skuldum sem nema í dag 57 milljörðum króna en ríkisstjórnin hafði áður haft áform um að hætta rekstri félagsins en COVID-19 hefur hraðað þeim aðgerðum.  fréttir af handahófi

Sá fyrsti til að fljúga atvinnuflug með sykursýki í Bandaríkjunum

28. júní 2020

|

Í seinustu viku átti sér stað fyrsta áætlunarflugið í Bandaríkjunum sem var flogið undir stjórn fyrsta flugstjórans sem fær að fljúga eftir að reglugerðum vestanhafs var breytt er varðar flugmenn með

FAA útlistar síðustu skrefin fyrir endurkomu 737 MAX

22. júlí 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) lýstu því yfir í gær að til stendur að gefa út yfirlýsingu fljótlega varðandi næstu skref sem framundan er varðar kyrrsetningu Boeing 737 MAX flugvélanna sem hafa ve

Emirates og flydubai hársbreidd frá sameiningu

16. júlí 2020

|

Svo gæti farið að flugfélögin tvö, Emirates og flydubai, muni sameinast á næstu dögum en þær breytingar sem hafa átt sér stað í flugiðnaðinum í ár auka líkurnar á samruna flugfélaganna tveggja.

  Nýjustu flugfréttirnar

CityJet bjargað frá gjaldþroti

7. ágúst 2020

|

Írska flugfélagið CityJet mun að öllum líkindum sleppa við gjaldþrot þar sem flest bendir til þess að dómstóll á Írlandi ætli að samþykkja aðgerðir til þess að bjarga félaginu.

Nýtt flugfélag stefnir á að leigja yfir 20 Airbus-þotur

7. ágúst 2020

|

Nýtt flugfélag í Bandaríkjunum stefnir á að hefja áætlunarflug innan skamms og er undirbúningur þess í fullum gangi.

Tigerair Australia hættir starfsemi

7. ágúst 2020

|

Ástralska lágfargjaldafélagið Tigerair Australia hefur hætt starfsemi sinni en móðurfélag þess, Virgin Australia, tilkynnti sl. miðvikudag að ákvörðun hafi verið tekin um að binda endi á starfsemi fé

Boeing 747 rakst með þrjá hreyfla ofan í braut í lendingu

7. ágúst 2020

|

Júmbó-fraktþota af gerðinni Boeing 747-400 rakst með þrjá hreyfla ofan í flugbraut í lendingu á Pudong-flugvellinum í Shanghai á dögunum.

Þrjú þúsund milljarðar til bandarískra flugfélaga

6. ágúst 2020

|

Bandaríska þingið ætlar að afgreiða 25 milljarða dala björgunarpakka fyrir flugiðnaðinn í Bandaríkjunum sem þýðir að bandarísk flugfélög eiga von á styrk upp á yfir 3.390 milljarða króna svo hægt sé

Helmingur farþega sótti farangur við neyðarrýmingu

6. ágúst 2020

|

Tafir urðu á því að hægt var að rýma farþegaþotu á Stansted-flugvellinum í London í fyrra er upp kom neyðarástand vegna fjölda farþega sem eyddu tíma í að sækja handfarangur sinn.

Lufthansa Group mun taka yfir 60 flugvélar úr flotanum

6. ágúst 2020

|

Lufthansa Group hefur tilkynnt afkomu sína eftir annan ársfjórðung þessa ársins og kemur fram að taprekstur félagsins nam 2 milljörðum Bandaríkjadala sem samsvarar 271 milljarði króna.

Virgin Atlantic sækir um gjaldþrotavernd

5. ágúst 2020

|

Breska flugfélagið Virgin Atlantic Airways hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðun fyrir dómstóli í New York í Bandaríkjunum en fram kemur að rekstarfé flugfélagsins mun að öðru leyti verða

Yfir 200 flugvirkjanemar hefja nám hjá Lufthansa Technik

4. ágúst 2020

|

Þrátt fyrir að ein mesta krísa sem um getur sé nú að dynja á flugiðnaðinum þá horfir fyrirtækið Lufthansa Technik, viðhaldsfyrirtæki Lufthansa Group, til framtíðar og hefja um 240 ungir flugvirkjane

Ofhlaðin flugvél af fíkniefnum brotlenti í flugtaki

4. ágúst 2020

|

Lítil tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Cessna 402 brotlenti í flugtaki í Papúa Nýju-Gíneu í síðustu viku en í ljós kom að flugvélin var ofhlaðin af fíkniefnum sem reynt var að smygla yfir til Ástr

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00