flugfréttir

Air France hættir með A380

- COVID-19 hefur orðið til þess að risaþotan fer úr flota flugfélagsins franska

25. maí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 08:44

Airbus A380 risaþoturnar hafa verið í flota Air France frá árinu 2009

Air France hefur tilkynnt að flugfélagið franska hafi tekið þá ákvörðun að hætta með allar Airbus A380 risaþoturnar.

Air France hefur haft níu A380 risaþotur í flotanum en vegna þeirra áhrifa sem COVID-19 heimsfaraldurinn hefur haft á rekstur félagsins hefur verið ákveðið að hætta með risaþoturnar.

„Að hætta með Airbus A380 er í samræmi við stefnu Air France-KLM sem er að aðlagast að betri samkeppnishæfni með sparneytni og hagræðingu að leiðarljósi“, segir í yfirlýsingu frá flugfélaginu en upphaflega stóð til að Air France myndi hafa risaþoturnar áfram að minnsta kosti fram til ársins 2022.

Air France hafði 10 risaþotur í flotanum en félagið hætti með eina risaþotu rétt fyrir lok ársins 2019 en hinar níu hafa verið kyrrsettar frá 16. mars vegna kórónaveirufaraldursins.

Airbus A380 risaþota Air France í flugtaki

Air France á fimm risaþoturnar í flotanum á meðan flugvélaleigan DS Aviation á fjórar Airbus A380 risaþotur félagsins en meðalaldur risaþotna Air France eru 9.2 ár.

Risaþotuflotur Air France tóku 516 farþega en sæti voru fyrir 389 farþga á almennu farrými, 38 á premium-farrými, 80 á viðskiptafarrými og níu farþega á First Class farrými.

Air France notaði Airbus A380 risaþoturnar í flugi frá París til Abidjan, Atlanta, Jóhannesarborgar, Los Angeles, Mexíkóborgar, Miami, New York, Shanghai og til Washington Dulles.  fréttir af handahófi

Wizz Air sér fram á að ná fullum bata innan eins árs

14. júní 2020

|

Wizz Air sér fram á að það eigi eftir að taka aðeins 12 mánuði fyrir félagið að ná sér að fullu eftir COVID-19 heimsfaraldurinn og sér félagið fram á að eftir þann tíma verði farþegafjöldinn orðinn s

Stefna á að opna aftur flugvelli í Serbíu

20. apríl 2020

|

Stjórnvöld í Serbíu stefna á að opna aftur flugvelli landsins fyrir farþegaflugi og er áætlað að flugvellir landsins verði starfræktir á ný í fyrstu vikunni í maí.

Lufthansa í viðræðum um aðstoð upp á 1.432 milljarða

7. maí 2020

|

Lufthansa á nú í viðræðum við þýska ríkið um opinbera aðstoð í formi „stöðugleikapakka“ upp á 9 milljarða evra til þess að tryggja framtíð félagsins en sú upphæð samsvarar 1.432 milljörðum króna.

  Nýjustu flugfréttirnar

Yfir 80 starfsmönnum hjá Ryanair í Belgíu sagt upp

9. júlí 2020

|

Ryanair hefur ákveðið að segja upp 40 flugmönnum og fjörutíu flugfreyjum og flugþjónum í Belgíu.

LEVEL France hættir starfsemi

9. júlí 2020

|

Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) tilkynnti í gær að dótturfélagið LEVEL France myndi hætta starfsemi sinni.

Flugþjóns frá PIA saknað eftir viðdvöl í Toronto

9. júlí 2020

|

Ekkert hefur spurst til flugþjóns frá Pakistan International Airlines (PIA) sem saknað hefur verið eftir að áhöfn flugfélagsins pakistanska hafði viðdvöl í Toronto í Kanada.

Air Namibía svipt leyfi til þess að fljúga farþegaflug

9. júlí 2020

|

Ríkisstjórn Namibíu hefur svipt flugfélaginu Air Namibia leyfi til þess að fljúga áætunarflug og leiguflug með farþega þar sem að félagið hefur ekki náð að afla nægilegs fjármagns til þess að sína fr

Air Mauritius auglýsir fimm farþegaþotur til sölu

8. júlí 2020

|

Flugfélagið Air Mauritius hefur sett á sölu fimm farþegaþotur og er óskað eftir tilboðum í þoturnar.

United gæti þurft að segja upp 36.000 starfsmönnum í haust

8. júlí 2020

|

Bandaríska flugfélagið United Airlines tilkynnti í gær að félagið þyrfti mögulega að grípa til risahópuppsagna þar sem kórónaveirufaraldurinn er farinn að hafa verulega slæm áhrif á rekstur félagsin

Kjarasamningur við flugfreyjur felldur í atkvæðagreiðslu

8. júlí 2020

|

Flugfreyjur og flugþjónar Icelandair, sem eru félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands, hafa fellt þann kjarasamning sem skrifað var undir í lok júní en atkvæðagreiðsla tók við í kjölfar samningsins og

El Al ríkisvætt þangað til að nýir fjárfestar finnast

8. júlí 2020

|

Ríkisstjórnin í Ísrael ætlar sér að taka við rekstri flugfélagsins El Al Israel Airlines og verður flugfélagið ríkisvætt þangað til að nýir fjárfestar finnast.

Nýtt vandamál með Trent 1000 hreyfilinn frá Rolls-Royce

7. júlí 2020

|

Nýtt vandamál virðist vera komið upp með Trent 1000 hreyflana frá Rolls-Royce sem bætist ofan á fyrri viðvarandi vandamál sem hafa hrjáð hreyflana og Dreamliner-þoturnar sem þeir voru hannaðir fyrir

Avolon hættir við 27 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar

7. júlí 2020

|

Írska flugvélaleigufyrirtækið Avolon hefur hætt við pöntun í 27 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar en fyrirtækið hafði þegar hætt við pöntun í 75 MAX-þotur í apríl vegna COVID-19 faraldursins.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00