flugfréttir

An-225 flýgur á ný eftir viðgerð vegna bilunar í hreyfli

- Var kyrrsett í þrjá daga í Montréal í Kanada

26. maí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 18:11

Antonov An-225 „Mriya“ á Mirabell-flugvellinum í Montreal í Kanada sl. sunnudag

Risavöruflutningaþotan, Antonov An-225 Mriya, hefur hafið sig á loft á ný eftir að hafa verið biluð í þrjá daga í Kanada frá því um helgina en bilun kom upp í einum af sex hreyflum flugvélarinnar.

Antonov An-225 þotan hefur verið mikið notuð sl. vikur í flugi með lækningavörur vegna COVID-19 heimsfaraldursins en á dögunum flaug þotan með frakt frá Tianjin í Kína til Montréal í Kanada með viðkomu í Nagoya í Japan og í Anchorage í Alaska.

Þotan lenti í Montréal sl. laugardag og tók það tíu vörubíla alls 12 klukkustundir að afferma þotuna en skömmu síðar kom í ljós bilun í eldsneytisdælum sem tengjast hreyfli númer 4.

Kalla þurfti til flugvirkja í Úkraínu sem héldu af stað frá Antonov Airport flugvellinum í Hostomel til Kanada með varahluti og var flogið til Montréal með Antonov An-74T þotu með viðkomu á Keflavíkurflugvelli þar sem vélin lenti í gær til þess að taka eldsneyti.

Það tók 12 klukkustundir að afferma An-225 þotuna við komuna til Kanada á laugardag

Viðgerð lauk í gær og hélt Antonov An-225 þotan af stað í morgun frá Montréal áleiðis til Anchorage þar sem hún lenti nú á sjöunda tímanum í kvöld að íslenskum tíma.

Næsta sendiferð An-225 þotunnar er að ferja 114 tonn af lækningavörum frá Tianjin til Toronto en meðal þess sem þotan mun fljúga með í næstu ferð eru andlitsgrímur, hlífðarbúnaður og saumavélar.

Antonov An-225 þotan í aðflugi að Ted Stevens flugvellinum í Anchorage í dag kl. 18:05  fréttir af handahófi

SkyCourier flýgur sitt fyrsta flug

18. maí 2020

|

Nýja Cessna 408 SkyCourier flugvélin frá Textron Aviation flaug í gær sitt fyrsta flug en um er að ræða tveggja hreyfla flugvél sem kynnt var fyrst til leiks árið 2017.

TUI nær samkomulagi um skaðabætur vegna 737 MAX

3. júní 2020

|

Flugfélagið TUI hefur tilkynnt að félagið hafi náð samkomulagi um skaðabætur við Boeing vegna Boeing 737 MAX vélanna á sama tíma og félagið hefur gert nýja afhendingaráætlun við flugvélaframleiðanda

United gæti þurft að segja upp 36.000 starfsmönnum í haust

8. júlí 2020

|

Bandaríska flugfélagið United Airlines tilkynnti í gær að félagið þyrfti mögulega að grípa til risahópuppsagna þar sem kórónaveirufaraldurinn er farinn að hafa verulega slæm áhrif á rekstur félagsin

  Nýjustu flugfréttirnar

Yfir 80 starfsmönnum hjá Ryanair í Belgíu sagt upp

9. júlí 2020

|

Ryanair hefur ákveðið að segja upp 40 flugmönnum og fjörutíu flugfreyjum og flugþjónum í Belgíu.

LEVEL France hættir starfsemi

9. júlí 2020

|

Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) tilkynnti í gær að dótturfélagið LEVEL France myndi hætta starfsemi sinni.

Flugþjóns frá PIA saknað eftir viðdvöl í Toronto

9. júlí 2020

|

Ekkert hefur spurst til flugþjóns frá Pakistan International Airlines (PIA) sem saknað hefur verið eftir að áhöfn flugfélagsins pakistanska hafði viðdvöl í Toronto í Kanada.

Air Namibía svipt leyfi til þess að fljúga farþegaflug

9. júlí 2020

|

Ríkisstjórn Namibíu hefur svipt flugfélaginu Air Namibia leyfi til þess að fljúga áætunarflug og leiguflug með farþega þar sem að félagið hefur ekki náð að afla nægilegs fjármagns til þess að sína fr

Air Mauritius auglýsir fimm farþegaþotur til sölu

8. júlí 2020

|

Flugfélagið Air Mauritius hefur sett á sölu fimm farþegaþotur og er óskað eftir tilboðum í þoturnar.

United gæti þurft að segja upp 36.000 starfsmönnum í haust

8. júlí 2020

|

Bandaríska flugfélagið United Airlines tilkynnti í gær að félagið þyrfti mögulega að grípa til risahópuppsagna þar sem kórónaveirufaraldurinn er farinn að hafa verulega slæm áhrif á rekstur félagsin

Kjarasamningur við flugfreyjur felldur í atkvæðagreiðslu

8. júlí 2020

|

Flugfreyjur og flugþjónar Icelandair, sem eru félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands, hafa fellt þann kjarasamning sem skrifað var undir í lok júní en atkvæðagreiðsla tók við í kjölfar samningsins og

El Al ríkisvætt þangað til að nýir fjárfestar finnast

8. júlí 2020

|

Ríkisstjórnin í Ísrael ætlar sér að taka við rekstri flugfélagsins El Al Israel Airlines og verður flugfélagið ríkisvætt þangað til að nýir fjárfestar finnast.

Nýtt vandamál með Trent 1000 hreyfilinn frá Rolls-Royce

7. júlí 2020

|

Nýtt vandamál virðist vera komið upp með Trent 1000 hreyflana frá Rolls-Royce sem bætist ofan á fyrri viðvarandi vandamál sem hafa hrjáð hreyflana og Dreamliner-þoturnar sem þeir voru hannaðir fyrir

Avolon hættir við 27 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar

7. júlí 2020

|

Írska flugvélaleigufyrirtækið Avolon hefur hætt við pöntun í 27 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar en fyrirtækið hafði þegar hætt við pöntun í 75 MAX-þotur í apríl vegna COVID-19 faraldursins.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00