flugfréttir

Lenti á lokaðri flugbraut til þess að komast á ströndina

- Einkaflugmaður á Pilatus PC-12 vildi ólmur komast í sólbað

29. maí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 21:01

Pilatus PC-12 flugvélin sem um ræðir ber skráninguna N412MD

Slökkvilið á herflugvelli í Wales í Bretlandi þurfti að hafa afskipti af flugmann einum sl. mánudag eftir að hann lenti flugvél sinni þrátt fyrir að flugvöllurinn var lokaður.

Um var að ræða einkaflugvél af gerðinni Pilatus PC-12 sem lenti á Anglesey-herflugvellinum í bænum Valley eftir flug frá Fairoaks í Surrey-héraði suður af London en flugmaðurinn vildi ólmur komast í sólbað á ströndinni í bænum og skipti sér lítið af því að flugvöllurinn væri lokaður vegna áhrifa af kórónaveirufaraldrinum.

Flugmaðurinn stöðvaði flugvélina á flugvellinum eins nálægt ströndinni og hann gat en herlið og aðilar á vegum flugvallarins ásamt herlögreglu veittu flugmanninum „móttöku“ þar sem þeir töldu að flugvélin hefði lent á vellinum vegna neyðarástands.

Það virtist hinsvegar ekki vera raunin og var flugmanninum gerð grein fyrir því að flugvöllurinn væri lokaður en völlurinn er notaður af breska flughernum til þess að þjálfa herflugmenn á orrustuþotur.

Flugmaðurinn flaug til Wales frá bænum Fairoaks sem staðsettur er skammt suðvestur af London

Þá voru einnig framkvæmdir sem stóðu yfir á flugvellinum en flugmaðurinn ákvað að snúa við aftur til síns heima og yfirgaf flugvöllinn eftir að hafa rætt við öryggislið og herlögreglu.

Lögreglan í Norður-Wales er með málið inn á borði hjá sér og er verið að skoða hvort að flugmaðurinn hafi brotið sóttvarnarlög með því að lenda á flugvellinum en þar sem flugmaðurinn lenti án leyfis þar sem flugbrautin er lokuð samkvæmt NOTAM hefur atvikið verið tilkynnt til breskra flugmálayfirvalda.

Einkaflugvélum er heimilt að nota Anglesey-flugvöllinn en farið er fram á að sótt sé um heimild með 24 tíma fyrirvara til þess að ganga úr skugga um að flugumferð trufli herstarfsemina á vellinum.  fréttir af handahófi

Miami Air gjaldþrota

11. maí 2020

|

Bandaríska flugfélagið Miami Air er gjaldþrota og hefur félagið hætt allri starfsemi en félagið sótti um að verða tekið til gjaldþrotaskipta sl. föstudag.

Lenti á lokaðri flugbraut til þess að komast á ströndina

29. maí 2020

|

Slökkvilið á herflugvelli í Wales í Bretlandi þurfti að hafa afskipti af flugmann einum sl. mánudag eftir að hann lenti flugvél sinni þrátt fyrir að flugvöllurinn var lokaður.

Helmingi minna fé varið í framleiðslu á SpaceJet-þotunni

13. maí 2020

|

Japanski flugvélaframleiðandinn Mitsubishi Heavy Industries (MH) hefur tilkynnt að helmingi minna fé verði varið til framleiðslu á SpaceJet farþegaþotunni sem upphaflega var kynnt til sögunnar undir

  Nýjustu flugfréttirnar

Yfir 80 starfsmönnum hjá Ryanair í Belgíu sagt upp

9. júlí 2020

|

Ryanair hefur ákveðið að segja upp 40 flugmönnum og fjörutíu flugfreyjum og flugþjónum í Belgíu.

LEVEL France hættir starfsemi

9. júlí 2020

|

Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) tilkynnti í gær að dótturfélagið LEVEL France myndi hætta starfsemi sinni.

Flugþjóns frá PIA saknað eftir viðdvöl í Toronto

9. júlí 2020

|

Ekkert hefur spurst til flugþjóns frá Pakistan International Airlines (PIA) sem saknað hefur verið eftir að áhöfn flugfélagsins pakistanska hafði viðdvöl í Toronto í Kanada.

Air Namibía svipt leyfi til þess að fljúga farþegaflug

9. júlí 2020

|

Ríkisstjórn Namibíu hefur svipt flugfélaginu Air Namibia leyfi til þess að fljúga áætunarflug og leiguflug með farþega þar sem að félagið hefur ekki náð að afla nægilegs fjármagns til þess að sína fr

Air Mauritius auglýsir fimm farþegaþotur til sölu

8. júlí 2020

|

Flugfélagið Air Mauritius hefur sett á sölu fimm farþegaþotur og er óskað eftir tilboðum í þoturnar.

United gæti þurft að segja upp 36.000 starfsmönnum í haust

8. júlí 2020

|

Bandaríska flugfélagið United Airlines tilkynnti í gær að félagið þyrfti mögulega að grípa til risahópuppsagna þar sem kórónaveirufaraldurinn er farinn að hafa verulega slæm áhrif á rekstur félagsin

Kjarasamningur við flugfreyjur felldur í atkvæðagreiðslu

8. júlí 2020

|

Flugfreyjur og flugþjónar Icelandair, sem eru félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands, hafa fellt þann kjarasamning sem skrifað var undir í lok júní en atkvæðagreiðsla tók við í kjölfar samningsins og

El Al ríkisvætt þangað til að nýir fjárfestar finnast

8. júlí 2020

|

Ríkisstjórnin í Ísrael ætlar sér að taka við rekstri flugfélagsins El Al Israel Airlines og verður flugfélagið ríkisvætt þangað til að nýir fjárfestar finnast.

Nýtt vandamál með Trent 1000 hreyfilinn frá Rolls-Royce

7. júlí 2020

|

Nýtt vandamál virðist vera komið upp með Trent 1000 hreyflana frá Rolls-Royce sem bætist ofan á fyrri viðvarandi vandamál sem hafa hrjáð hreyflana og Dreamliner-þoturnar sem þeir voru hannaðir fyrir

Avolon hættir við 27 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar

7. júlí 2020

|

Írska flugvélaleigufyrirtækið Avolon hefur hætt við pöntun í 27 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar en fyrirtækið hafði þegar hætt við pöntun í 75 MAX-þotur í apríl vegna COVID-19 faraldursins.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00