flugfréttir

Stefna á að bjarga South African í stað stofnun nýs flugfélags

- Gagnaleki sýnir áætlanir ríkisstjórnar Suður-Afríku varðandi flugfélagið

1. júní 2020

|

Frétt skrifuð kl. 16:44

South African Airways hefur ekki skilað inn hagnaði frá því árið 2011

Svo gæti farið að rekstri South African Airways sé mögulega bjargað fyrir horn en erlendir fréttamiðlar hafa birt gögnum sem lekið var í morgun sem sýna björgunaráætlun suður-afrísku ríkisstjórnarinnar sem ætlar að verja 35 milljörðum í flugfélagið og hætta þá mögulega við stofnun nýs flugfélags.

Þrátt fyrir að óvissa hafi ríkt um framtíð margra flugfélaga í heiminum vegna COVID-19 heimsfaraldursins sem í dag hafa ennþá mörg hver náð að halda velli þá hefur verið mjög tvísýnt um merki South African Airways sem flogið hefur í gegnum súrt og sætt allt frá því að félagið var stofnað árið 1934 en félagið hefur ekki skilað inn hagnaði frá því árið 2011.

Félagið hefur samt sem áður verið rekið á barmi gjaldþrots sl. ár og var til að mynda sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun fyrir South African í desember í fyrra áður en kórónaveirufaraldurinn hófst.

Í byrjun maí tilkynnti ríkisstjórn Suður-Afríku að búið væri að ákveða að skipta rekstri South African Airways út fyrir nýtt flugfélag og sagði Pravin Gordhan, fyrirtækjaráðherra Suður-Afríku, meðal annars að South African væri dautt og væri komin tími á að byrja með nýtt blað og nýtt flugfélag.

Í drögunum sem var í morgun lekið í fjölmiðla kemur fram hugmynd ríkisstjórnarinnar um að hætta við stofnun nýs flugfélags og setja meira fé í rekstur hiðs 86 ára gamla South African Airways en nokkrir stjórnmálaflokkar í Suður-Afríku hafa í morgun harðlega gagnrýnt þessar áætlanir.

Suður-Afríska ríkisstjórnin hefur frest fram til 8. júní til þess að skila tilboði auk hugmynda varðandi hvaða stefnu eigi að taka er kemur að framtíð flugfélagsins.  fréttir af handahófi

Kjarasamningur við flugfreyjur felldur í atkvæðagreiðslu

8. júlí 2020

|

Flugfreyjur og flugþjónar Icelandair, sem eru félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands, hafa fellt þann kjarasamning sem skrifað var undir í lok júní en atkvæðagreiðsla tók við í kjölfar samningsins og

Hætta við 92 MAX-þotur og höfða mál gegn Boeing

30. júní 2020

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur hætt við allar pantanirnar sem félagið átti í Boeing 737 MAX og Dreamliner-vélarnar, alls 97 þotur, og hefur félagið þar að auki ákveðið að stefna Boeing og höfða

Flugfélagið LIAT fer í gjaldþrot

29. júní 2020

|

Flugfélagið LIAT (Leeward Islands Air Transport) á Karíbahafseyjunni Antígúa verður tekið til gjaldþrotaskipta og hafa stjórnvöld á eyjaklasanum tilkynnt að nýtt flugfélag verði stofnað í stað þess.

  Nýjustu flugfréttirnar

Yfir 80 starfsmönnum hjá Ryanair í Belgíu sagt upp

9. júlí 2020

|

Ryanair hefur ákveðið að segja upp 40 flugmönnum og fjörutíu flugfreyjum og flugþjónum í Belgíu.

LEVEL France hættir starfsemi

9. júlí 2020

|

Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) tilkynnti í gær að dótturfélagið LEVEL France myndi hætta starfsemi sinni.

Flugþjóns frá PIA saknað eftir viðdvöl í Toronto

9. júlí 2020

|

Ekkert hefur spurst til flugþjóns frá Pakistan International Airlines (PIA) sem saknað hefur verið eftir að áhöfn flugfélagsins pakistanska hafði viðdvöl í Toronto í Kanada.

Air Namibía svipt leyfi til þess að fljúga farþegaflug

9. júlí 2020

|

Ríkisstjórn Namibíu hefur svipt flugfélaginu Air Namibia leyfi til þess að fljúga áætunarflug og leiguflug með farþega þar sem að félagið hefur ekki náð að afla nægilegs fjármagns til þess að sína fr

Air Mauritius auglýsir fimm farþegaþotur til sölu

8. júlí 2020

|

Flugfélagið Air Mauritius hefur sett á sölu fimm farþegaþotur og er óskað eftir tilboðum í þoturnar.

United gæti þurft að segja upp 36.000 starfsmönnum í haust

8. júlí 2020

|

Bandaríska flugfélagið United Airlines tilkynnti í gær að félagið þyrfti mögulega að grípa til risahópuppsagna þar sem kórónaveirufaraldurinn er farinn að hafa verulega slæm áhrif á rekstur félagsin

Kjarasamningur við flugfreyjur felldur í atkvæðagreiðslu

8. júlí 2020

|

Flugfreyjur og flugþjónar Icelandair, sem eru félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands, hafa fellt þann kjarasamning sem skrifað var undir í lok júní en atkvæðagreiðsla tók við í kjölfar samningsins og

El Al ríkisvætt þangað til að nýir fjárfestar finnast

8. júlí 2020

|

Ríkisstjórnin í Ísrael ætlar sér að taka við rekstri flugfélagsins El Al Israel Airlines og verður flugfélagið ríkisvætt þangað til að nýir fjárfestar finnast.

Nýtt vandamál með Trent 1000 hreyfilinn frá Rolls-Royce

7. júlí 2020

|

Nýtt vandamál virðist vera komið upp með Trent 1000 hreyflana frá Rolls-Royce sem bætist ofan á fyrri viðvarandi vandamál sem hafa hrjáð hreyflana og Dreamliner-þoturnar sem þeir voru hannaðir fyrir

Avolon hættir við 27 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar

7. júlí 2020

|

Írska flugvélaleigufyrirtækið Avolon hefur hætt við pöntun í 27 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar en fyrirtækið hafði þegar hætt við pöntun í 75 MAX-þotur í apríl vegna COVID-19 faraldursins.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00