flugfréttir

IATA: Fyrstu ummerki um að flugið sé á batavegi

- „Það versta er yfirstaðið eftir hræðilegan aprílmánuð“

4. júní 2020

|

Frétt skrifuð kl. 07:42

Alexandre de Juniac, yfirmaður Alþjóðasamtaka flugfélaganna (IATA)

Fyrstu ummerki um bata í fluginu með aukinni flugumferð eru farin að gera vart við sig að sögn Alþjóðasamtaka flugfélaganna (IATA) sem greindu frá því í gær að flugumferð í áætlunarflugi sé aðeins farin að aukast og það einnig í farþegaflugi.

Farþegaflug í heiminum hrundi niður í apríl um 94,3 prósent vegna COVID-19 heimsfaraldursins en svo lágar tölur hafa ekki sést í næstum aldarfjórðung og þarf að fara alveg aftur til tíunda áratugar síðustu aldar til þess að sjá sambærilegar tölur er kemur að fjölda flugferða í heiminum.

„Svona tölur hafa aldrei áður sést í tölfræði IATA nema farið sé alveg aftur til ársins 1990“, segir í tilkynningu IATA.

Slíkt endurspeglar hversu gríðarleg aukning hefur átt sér stað í flugsamgöngum í heiminum sl. ár en samkvæmt nýjustu tölum IATA þá hafði áætlunarflug aukist um 30% þann 27. maí samanborið við 27. apríl en stærstur hluti þeirrar aukningar má rekja til aukningar í innanlandsflugi í heiminum.

Fyrir daga COVID-19 voru svona biðraðir af flugvélum ekki óalgeng sjón á stórum flugvöllum

Gert er ráð fyrir að millilandaflug eigi eftir að taka töluverðan kipp í Evrópu og víðar um miðjan þennan mánuð þar sem að fjölda landa stefna á að afnema ferðatakmarkanir eftir heimsfaraldurinn og opna landamæri sín að nýju.

Fólk farið aftur að leita að flugsætum á Google

IATA segir að botninum hafi verið náð og sé það versta yfirstaðið og séu þessar tölur fyrstu batamerkin sem sést hafa frá því næstum allur flugfloti heimsins var kyrrsettur í byrjun mars.

„Apríl var hræðilegur fyrir flugiðnaðinn þar sem flugsamgöngur eiginlega stöðvuðust algjörlega. Fjöldi flugferða hefur verið að aukast á ný, lönd eru byrjuð að afnema höft á ferðamenn og efnahags- og viðskiptalífið er að taka við sér aftur“, segir Alexandre de Juniac, yfirmaður IATA, sem tekur fram að flugið sé lykilþáttur í því að efnahagskerfið í heiminum nær sér aftur á strik

Þá segir að ásókn í bókanir á vefleitarvélinni Google hafi aukist töluvert í lok maímánaðar og var 25% aukning þar sem leitað var eftir fargjöldum samanborið við lok apríl.

Í flestum heimsálfum dróst eftirspurn eftir flugi saman um 90 til 98% í apríl samanborið við apríl í fyrra sem er töluvert meiri samdráttur en í byrjun faraldursins í mars þegar eftirspurn og framboð dróst saman um 50% miðað við mars árið 2019.

Áætlunarflug eykst úr 19% upp í 35% af fjölda flugferða fyrir COVID-19

Í gær, þann 3. júní áttu sér stað 43.309 flugferðir í áætlunarflugi sem telst bæði sem farþegaflug, fraktflug, leiguflug auk einhverra flugferða sem farnar eru með einkaþotum en þess má geta að heildarfjölda flugferða ef allar tegundir af flugvélum auk einkaflugs er tekið með taldi 116.327 flug í gær.

Upplýsingar um flugumferð í heiminum frá vefsíðunni Flightradar24.com

Til samanburðar má sjá að þegar botninum var ná í byrjun apríl áttu sér stað aðeins 23.000 flugferðir á dag að meðaltali og hefur áætlunarflug því aukist um 47% á fjórum vikum.

Má því áætla að botninum hafi verið náð í byrjun apríl þegar fjöldi flugferða taldist aðeins 19% af því áætlunarflugi sem flogið var í lok janúar áður en heimsfaraldurinn skall en þá voru farnar um 120.000 flugferðir í áætlunarflugi á dag.

Í byrjun júní hefur sú tala hækkað upp í 35% sem er hækkun um 16 prósentustig en að sögn Alexandre de Juniac hjá IATA má gera ráð fyrir að einhver tími munu líða þangað til að flugumferð í heiminum verði aftur sú sama og hún var fyrir heimsfaraldurinn.  fréttir af handahófi

Kynningardagur á flugnámi á Reykjavíkurflugvelli á morgun

23. júní 2021

|

Flugakademía Íslands mun halda opinn kynningardag fimmtudaginn 24. júní kl. 14-17 í verklegri aðstöðu skólans á Reykjavíkurflugvelli.

Boeing 737 MAX 10 mun fljúga sitt fyrsta flug á næstu dögum

1. júní 2021

|

Boeing undirbýr sig nú fyrir fyrsta flug Boeing 737 MAX 10 þotunnar sem er lengsta útgáfan af MAX vélunum en stefnt er á að 737 MAX 10 fljúgi sitt fyrsta flug á næstu dögum.

Fljúga júmbó-þotunum á ný af fullum krafti

11. júlí 2021

|

Lufthansa mun tvöfalda fjölda fjölda þeirra flugferða sem farnar eru með Boeing 747 júmbó-þotunum en margar af þeim hafa setið kyrrsettar á jörðu niðri frá því um vorið 2020 þegar kórónafaraldurinn b

  Nýjustu flugfréttirnar

Nepal Airlines gæti orðið næsta flugfélag til að heyra sögunni til

24. júlí 2021

|

Mikil óvissa ríkir um framtíð flugfélagsins Nepal Airlines og gæti svo farið að félagið muni heyra sögunni til eftir 63 ára sögu en félagið var stofnað árið 1958.

Einaflugnám hjá Flugakademíu nú í boði í fjarnámi

24. júlí 2021

|

Flugakademía Íslands bætir einkaflugnámi í fjarnámi við námsframboð sitt í haust en fjarnámið verður kennt samhliða staðnámi og hefst kennsla þann 30. ágúst og er umsóknarfrestur til og með 15. ágúst

Eurowings Discover nýtt dótturfélag Lufthansa Group

24. júlí 2021

|

Lufthansa Group hefur kynnt til sögunnar nýtt dótturflugfélag sem nefnist Eurowings Discover en félagið mun fljúga í dag sitt fyrsta áætlunarflug frá Frankfurt til Mombasa til Kenýa og þaðan áfram ti

Skortur á þotueldsneyti í Lúxemborg vegna flóða

20. júlí 2021

|

Mikill skortur varð á þotueldsneyti á flugvellinum í Lúxemborg í vikunni en vegna flóða í Evrópu og hækkandi vatnsyfirborðs urðu skemmdir á eldsneytislögn í Þýskalandi sem tengir flugvöllinn við birg

Malta Air fær sína fyrstu Boeing 737 MAX þotu

20. júlí 2021

|

Flugfélagið Malta Air hefur fengið afhenta sína fyrstu Boeing 737 MAX þotu sem er af gerðinni 737 MAX 8-200 en félagið er dótturflugfélag Ryanair.

JetBlue lendir í fyrsta sinn í London

14. júlí 2021

|

Bandaríska flugfélagið JetBlue flaug í vikunni sérstakt flug í fyrsta sinn yfir Atlantshafið frá New York til London með farþegaþotu af gerðinni Airbus A321LR.

Setti pinnann í rangt gat á nefhjólastellinu

14. júlí 2021

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi hefur gefið frá sér bráðabirgðaskýrslu varðandi atvik sem átti sér stað er nefhjól féll saman á Boeing 787 Dreamliner-þotu hjá British Airways á flughlaði á Heat

Sameiningin mun kosta Korean Air yfir 300 milljarða

13. júlí 2021

|

Talið er að samruni tveggja stærstu flugfélaganna í Suður-Kóreu muni kosta Korean Air um 64 milljarða króna til viðbótar en Korean Air mun taka yfir allan rekstur Asiana Airlines á næstunni.

Ætla að ráða 2.000 flugmenn á Boeing 737 MAX þoturnar

12. júlí 2021

|

Ryanair hefur lýst því yfir að til standi að ráða um 2.000 flugmenn á næstu þremur árum í tengslum við nýju Boeing 737 MAX þoturnar en félagið fékk þær fyrstu afhentar um miðjan síðasta mánuð.

Air France-KLM íhugar að panta 160 þotur frá Boeing eða Airbus

12. júlí 2021

|

Air France-KLM hefur hafið viðræður við bæði Boeing og Airbus um risapöntun sem gæti orðið ein sú stærsta í sögu fyrirtækisins.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00