flugfréttir

IATA: Fyrstu ummerki um að flugið sé á batavegi

- „Það versta er yfirstaðið eftir hræðilegan aprílmánuð“

4. júní 2020

|

Frétt skrifuð kl. 07:42

Alexandre de Juniac, yfirmaður Alþjóðasamtaka flugfélaganna (IATA)

Fyrstu ummerki um bata í fluginu með aukinni flugumferð eru farin að gera vart við sig að sögn Alþjóðasamtaka flugfélaganna (IATA) sem greindu frá því í gær að flugumferð í áætlunarflugi sé aðeins farin að aukast og það einnig í farþegaflugi.

Farþegaflug í heiminum hrundi niður í apríl um 94,3 prósent vegna COVID-19 heimsfaraldursins en svo lágar tölur hafa ekki sést í næstum aldarfjórðung og þarf að fara alveg aftur til tíunda áratugar síðustu aldar til þess að sjá sambærilegar tölur er kemur að fjölda flugferða í heiminum.

„Svona tölur hafa aldrei áður sést í tölfræði IATA nema farið sé alveg aftur til ársins 1990“, segir í tilkynningu IATA.

Slíkt endurspeglar hversu gríðarleg aukning hefur átt sér stað í flugsamgöngum í heiminum sl. ár en samkvæmt nýjustu tölum IATA þá hafði áætlunarflug aukist um 30% þann 27. maí samanborið við 27. apríl en stærstur hluti þeirrar aukningar má rekja til aukningar í innanlandsflugi í heiminum.

Fyrir daga COVID-19 voru svona biðraðir af flugvélum ekki óalgeng sjón á stórum flugvöllum

Gert er ráð fyrir að millilandaflug eigi eftir að taka töluverðan kipp í Evrópu og víðar um miðjan þennan mánuð þar sem að fjölda landa stefna á að afnema ferðatakmarkanir eftir heimsfaraldurinn og opna landamæri sín að nýju.

Fólk farið aftur að leita að flugsætum á Google

IATA segir að botninum hafi verið náð og sé það versta yfirstaðið og séu þessar tölur fyrstu batamerkin sem sést hafa frá því næstum allur flugfloti heimsins var kyrrsettur í byrjun mars.

„Apríl var hræðilegur fyrir flugiðnaðinn þar sem flugsamgöngur eiginlega stöðvuðust algjörlega. Fjöldi flugferða hefur verið að aukast á ný, lönd eru byrjuð að afnema höft á ferðamenn og efnahags- og viðskiptalífið er að taka við sér aftur“, segir Alexandre de Juniac, yfirmaður IATA, sem tekur fram að flugið sé lykilþáttur í því að efnahagskerfið í heiminum nær sér aftur á strik

Þá segir að ásókn í bókanir á vefleitarvélinni Google hafi aukist töluvert í lok maímánaðar og var 25% aukning þar sem leitað var eftir fargjöldum samanborið við lok apríl.

Í flestum heimsálfum dróst eftirspurn eftir flugi saman um 90 til 98% í apríl samanborið við apríl í fyrra sem er töluvert meiri samdráttur en í byrjun faraldursins í mars þegar eftirspurn og framboð dróst saman um 50% miðað við mars árið 2019.

Áætlunarflug eykst úr 19% upp í 35% af fjölda flugferða fyrir COVID-19

Í gær, þann 3. júní áttu sér stað 43.309 flugferðir í áætlunarflugi sem telst bæði sem farþegaflug, fraktflug, leiguflug auk einhverra flugferða sem farnar eru með einkaþotum en þess má geta að heildarfjölda flugferða ef allar tegundir af flugvélum auk einkaflugs er tekið með taldi 116.327 flug í gær.

Upplýsingar um flugumferð í heiminum frá vefsíðunni Flightradar24.com

Til samanburðar má sjá að þegar botninum var ná í byrjun apríl áttu sér stað aðeins 23.000 flugferðir á dag að meðaltali og hefur áætlunarflug því aukist um 47% á fjórum vikum.

Má því áætla að botninum hafi verið náð í byrjun apríl þegar fjöldi flugferða taldist aðeins 19% af því áætlunarflugi sem flogið var í lok janúar áður en heimsfaraldurinn skall en þá voru farnar um 120.000 flugferðir í áætlunarflugi á dag.

Í byrjun júní hefur sú tala hækkað upp í 35% sem er hækkun um 16 prósentustig en að sögn Alexandre de Juniac hjá IATA má gera ráð fyrir að einhver tími munu líða þangað til að flugumferð í heiminum verði aftur sú sama og hún var fyrir heimsfaraldurinn.  fréttir af handahófi

Fyrstu Boeing 777-300ER þotunni breytt í fraktflugvél

6. júní 2020

|

Vinna er hafin við að breyta Boeing 777-300ER farþegaþotu yfir í fraktþotu og verður afraksturinn ein stærsta tveggja hreyfla fraktþota heims.

Miami Air gjaldþrota

11. maí 2020

|

Bandaríska flugfélagið Miami Air er gjaldþrota og hefur félagið hætt allri starfsemi en félagið sótti um að verða tekið til gjaldþrotaskipta sl. föstudag.

Engir farþegar í miðjusætinu hjá easyJet þegar flug hefst að nýju

16. apríl 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet hefur tilkynnt að félagið hafi orðið sér úti um lán til þess að tryggja reksturinn í heila 9 mánuði vegna heimsfaraldursins COVID-19.

  Nýjustu flugfréttirnar

Nýtt vandamál með Trent 1000 hreyfilinn frá Rolls-Royce

7. júlí 2020

|

Nýtt vandamál virðist vera komið upp með Trent 1000 hreyflana frá Rolls-Royce sem bætist ofan á fyrri viðvarandi vandamál sem hafa hrjáð hreyflana og Dreamliner-þoturnar sem þeir voru hannaðir fyrir

Avolon hættir við 27 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar

7. júlí 2020

|

Írska flugvélaleigufyrirtækið Avolon hefur hætt við pöntun í 27 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar en fyrirtækið hafði þegar hætt við pöntun í 75 MAX-þotur í apríl vegna COVID-19 faraldursins.

60.000 áætlunarflug á dag í fyrsta sinn í 15 vikur

7. júlí 2020

|

Farþega- og áætlunarflug í heiminum rauf 60.000 flugferðamúrinn í fyrsta sinn sl. föstudag eftir COVID-19 heimsfaraldurinn þegar 60.100 flugferðir voru farnar í heiminum þann sólarhringinn sem telja

Rúmenía samþykkir greiðslustöðvun fyrir Blue Air

7. júlí 2020

|

Rúmenska lágfargjaldafélagið Blue Air hefur farið fram á gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun og hefur félagið fengið leyfi til þess að fresta greiðslum af lánum og greiðslum af skuldum til kröfuhafa í

Spennandi tímar í fluginu framundan eftir COVID-19

6. júlí 2020

|

Stephen Dickson, formaður bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) ávarpaði nemendur við Embry Riddle háskólann á Netinu í vefútsendingu á dögunum þar sem hann meðal annars hvatti flugnema, og þá nemendu

Allar þrjár flugtölvurnar biluðu samtímis í lendingu

6. júlí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Taívan hafa farið fram á að flugfélög þar í landi, sem hafa Airbus A330 breiðþotuna í flota sínum, endurskoði verkferla er kemur að lendingum á blautum flugbrautum í mikilli rigni

Fékk óvart endurgreiðslu upp á 2.7 milljarða frá Qatar Aiways

6. júlí 2020

|

Farþegi einn, sem fékk flug endurgreitt með Qatar Airways, lenti í því að fá óvart endurgreidda 2.7 milljarða króna sem er ívið meiri upphæð en þær 272.000 krónur sem farþeginn átti að fá í endugrei

TAP Air Portugal aftur í eigu ríkisins

6. júlí 2020

|

Ríkisstjórnin í Portúgal hefur tilkynnt um að flugfélagsins TAP Air Portugal verði ríkisvætt að nýju í þeim tilgangi að tryggja framtíð þess vegna kórónaveirufaraldursins.

Vonast til þess að fá fyrstu 737 MAX þotuna í nóvember

3. júlí 2020

|

Ryanair vonast til þess að geta tekið á móti fyrstu Boeing 737 MAX þotunni í nóvember í haust en félagið gerir ráð fyrir að það gæti orðið að veruleika þar sem að flugprófunum er lokið vestanhafs me

Malasía bannar pakistönskum flugmönnum að fljúga í landinu

3. júlí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Malasíu hafa bannað pakistönskum flugmönnum að fljúga meira fyrir malasísk flugfélög tímabundið og hafa þeir flugmenn, sem hafa flogið fyrir flugfélög í landinu, verið vikið úr st

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00