flugfréttir

IATA: Fyrstu ummerki um að flugið sé á batavegi

- „Það versta er yfirstaðið eftir hræðilegan aprílmánuð“

4. júní 2020

|

Frétt skrifuð kl. 07:42

Alexandre de Juniac, yfirmaður Alþjóðasamtaka flugfélaganna (IATA)

Fyrstu ummerki um bata í fluginu með aukinni flugumferð eru farin að gera vart við sig að sögn Alþjóðasamtaka flugfélaganna (IATA) sem greindu frá því í gær að flugumferð í áætlunarflugi sé aðeins farin að aukast og það einnig í farþegaflugi.

Farþegaflug í heiminum hrundi niður í apríl um 94,3 prósent vegna COVID-19 heimsfaraldursins en svo lágar tölur hafa ekki sést í næstum aldarfjórðung og þarf að fara alveg aftur til tíunda áratugar síðustu aldar til þess að sjá sambærilegar tölur er kemur að fjölda flugferða í heiminum.

„Svona tölur hafa aldrei áður sést í tölfræði IATA nema farið sé alveg aftur til ársins 1990“, segir í tilkynningu IATA.

Slíkt endurspeglar hversu gríðarleg aukning hefur átt sér stað í flugsamgöngum í heiminum sl. ár en samkvæmt nýjustu tölum IATA þá hafði áætlunarflug aukist um 30% þann 27. maí samanborið við 27. apríl en stærstur hluti þeirrar aukningar má rekja til aukningar í innanlandsflugi í heiminum.

Fyrir daga COVID-19 voru svona biðraðir af flugvélum ekki óalgeng sjón á stórum flugvöllum

Gert er ráð fyrir að millilandaflug eigi eftir að taka töluverðan kipp í Evrópu og víðar um miðjan þennan mánuð þar sem að fjölda landa stefna á að afnema ferðatakmarkanir eftir heimsfaraldurinn og opna landamæri sín að nýju.

Fólk farið aftur að leita að flugsætum á Google

IATA segir að botninum hafi verið náð og sé það versta yfirstaðið og séu þessar tölur fyrstu batamerkin sem sést hafa frá því næstum allur flugfloti heimsins var kyrrsettur í byrjun mars.

„Apríl var hræðilegur fyrir flugiðnaðinn þar sem flugsamgöngur eiginlega stöðvuðust algjörlega. Fjöldi flugferða hefur verið að aukast á ný, lönd eru byrjuð að afnema höft á ferðamenn og efnahags- og viðskiptalífið er að taka við sér aftur“, segir Alexandre de Juniac, yfirmaður IATA, sem tekur fram að flugið sé lykilþáttur í því að efnahagskerfið í heiminum nær sér aftur á strik

Þá segir að ásókn í bókanir á vefleitarvélinni Google hafi aukist töluvert í lok maímánaðar og var 25% aukning þar sem leitað var eftir fargjöldum samanborið við lok apríl.

Í flestum heimsálfum dróst eftirspurn eftir flugi saman um 90 til 98% í apríl samanborið við apríl í fyrra sem er töluvert meiri samdráttur en í byrjun faraldursins í mars þegar eftirspurn og framboð dróst saman um 50% miðað við mars árið 2019.

Áætlunarflug eykst úr 19% upp í 35% af fjölda flugferða fyrir COVID-19

Í gær, þann 3. júní áttu sér stað 43.309 flugferðir í áætlunarflugi sem telst bæði sem farþegaflug, fraktflug, leiguflug auk einhverra flugferða sem farnar eru með einkaþotum en þess má geta að heildarfjölda flugferða ef allar tegundir af flugvélum auk einkaflugs er tekið með taldi 116.327 flug í gær.

Upplýsingar um flugumferð í heiminum frá vefsíðunni Flightradar24.com

Til samanburðar má sjá að þegar botninum var ná í byrjun apríl áttu sér stað aðeins 23.000 flugferðir á dag að meðaltali og hefur áætlunarflug því aukist um 47% á fjórum vikum.

Má því áætla að botninum hafi verið náð í byrjun apríl þegar fjöldi flugferða taldist aðeins 19% af því áætlunarflugi sem flogið var í lok janúar áður en heimsfaraldurinn skall en þá voru farnar um 120.000 flugferðir í áætlunarflugi á dag.

Í byrjun júní hefur sú tala hækkað upp í 35% sem er hækkun um 16 prósentustig en að sögn Alexandre de Juniac hjá IATA má gera ráð fyrir að einhver tími munu líða þangað til að flugumferð í heiminum verði aftur sú sama og hún var fyrir heimsfaraldurinn.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga