flugfréttir

Tólf greindust með COVID-19 um borð í þotu Qatar Airways

- Grikkland bannar allt flug tímabndið til landsins á vegum Qatar Airways

4. júní 2020

|

Frétt skrifuð kl. 08:09

Airbus A350 þota Qatar Airways

Grísk stjórnvöld hafa ákveðið að banna flugfélaginu Qatar Airways að fljúga til Grikklands frá og með deginum í dag fram í miðjan þennan mánuð eftir að tólf farþegar af 91 farþega, sem komu með flugvél félagsins til Grikklands sl. mánudag, greindust með kórónaveiruna.

Flugvélin lenti í Aþenu eftir flug frá Doha í Qatar og voru allir farþegar skimaðir fyrir kórónaveirunni á flugvellinum og sendir á hótel í sóttkví á meðan beðið var eftir niðurstöðum sem voru tilbúnar í gær og kom í ljós að 12 farþegar reyndust jákvæðir fyrir veirunni.

Þeir sem reyndust smitaðir þurfa að vera á hótelinu í að minnsta kosti tvær vikur í einangrun á meðan hinir 78 þurfa að dvelja í sóttkví í viku þar sem miklar líkur eru taldar að einhverjir gætu reynst vera jákvæðir við næsta próf sem til stendur að taka.

Talið er að þessar fréttir gæti verið viðvörun til stjórnvalda og ráðamanna um að mögulega þurfi að sýna enn meiri varkárni þegar farið verður í að aflétta takmörkunum um ferðalög milli landa en mörg Evrópuríki stefna að því að afnema ferðabanni um miðjan júní.  fréttir af handahófi

Hafna beiðni Heathrow um 25 prósenta hækkun á gjöldum

29. apríl 2021

|

Bresk flugmálayfivöld hafa hafnað beiðni stjórnar Heathrow-flugvallarins um að hækka flugvallargjöld um 25% en hinsvegar hefur flugvöllurinn fengið leyfi fyrir hækkun upp á 10 prósent.

Fyrsta áætlunarflug Icelandair til Tenerife

1. maí 2021

|

Icelandair flaug í morgun sitt fyrsta áætlunarflug til Tenerife sem er nýr áfangastaður í leiðarkerfi félagsins.

Dómstóll skipar Air India til þess að endurráða 61 flugmann

2. júní 2021

|

Hæstiréttur á Indlandi hefur skipa flugfélaginu Air India tl þess að draga til baka uppsagnir á 61 flugmann og ráða þá aftur til starfa en flugmönnunum var sagt upp vegna heimsfaraldursins.

  Nýjustu flugfréttirnar

Nepal Airlines gæti orðið næsta flugfélag til að heyra sögunni til

24. júlí 2021

|

Mikil óvissa ríkir um framtíð flugfélagsins Nepal Airlines og gæti svo farið að félagið muni heyra sögunni til eftir 63 ára sögu en félagið var stofnað árið 1958.

Einaflugnám hjá Flugakademíu nú í boði í fjarnámi

24. júlí 2021

|

Flugakademía Íslands bætir einkaflugnámi í fjarnámi við námsframboð sitt í haust en fjarnámið verður kennt samhliða staðnámi og hefst kennsla þann 30. ágúst og er umsóknarfrestur til og með 15. ágúst

Eurowings Discover nýtt dótturfélag Lufthansa Group

24. júlí 2021

|

Lufthansa Group hefur kynnt til sögunnar nýtt dótturflugfélag sem nefnist Eurowings Discover en félagið mun fljúga í dag sitt fyrsta áætlunarflug frá Frankfurt til Mombasa til Kenýa og þaðan áfram ti

Skortur á þotueldsneyti í Lúxemborg vegna flóða

20. júlí 2021

|

Mikill skortur varð á þotueldsneyti á flugvellinum í Lúxemborg í vikunni en vegna flóða í Evrópu og hækkandi vatnsyfirborðs urðu skemmdir á eldsneytislögn í Þýskalandi sem tengir flugvöllinn við birg

Malta Air fær sína fyrstu Boeing 737 MAX þotu

20. júlí 2021

|

Flugfélagið Malta Air hefur fengið afhenta sína fyrstu Boeing 737 MAX þotu sem er af gerðinni 737 MAX 8-200 en félagið er dótturflugfélag Ryanair.

JetBlue lendir í fyrsta sinn í London

14. júlí 2021

|

Bandaríska flugfélagið JetBlue flaug í vikunni sérstakt flug í fyrsta sinn yfir Atlantshafið frá New York til London með farþegaþotu af gerðinni Airbus A321LR.

Setti pinnann í rangt gat á nefhjólastellinu

14. júlí 2021

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi hefur gefið frá sér bráðabirgðaskýrslu varðandi atvik sem átti sér stað er nefhjól féll saman á Boeing 787 Dreamliner-þotu hjá British Airways á flughlaði á Heat

Sameiningin mun kosta Korean Air yfir 300 milljarða

13. júlí 2021

|

Talið er að samruni tveggja stærstu flugfélaganna í Suður-Kóreu muni kosta Korean Air um 64 milljarða króna til viðbótar en Korean Air mun taka yfir allan rekstur Asiana Airlines á næstunni.

Ætla að ráða 2.000 flugmenn á Boeing 737 MAX þoturnar

12. júlí 2021

|

Ryanair hefur lýst því yfir að til standi að ráða um 2.000 flugmenn á næstu þremur árum í tengslum við nýju Boeing 737 MAX þoturnar en félagið fékk þær fyrstu afhentar um miðjan síðasta mánuð.

Air France-KLM íhugar að panta 160 þotur frá Boeing eða Airbus

12. júlí 2021

|

Air France-KLM hefur hafið viðræður við bæði Boeing og Airbus um risapöntun sem gæti orðið ein sú stærsta í sögu fyrirtækisins.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00