flugfréttir

Fyrstu Boeing 777-300ER þotunni breytt í fraktflugvél

- Boeing 777-300ERSF kemur á markaðinn árið 2022

6. júní 2020

|

Frétt skrifuð kl. 18:29

Tölvugerð mynd af Boeing 777-300ERSF í litum GECAS

Vinna er hafin við að breyta Boeing 777-300ER farþegaþotu yfir í fraktþotu og verður afraksturinn ein stærsta tveggja hreyfla fraktþota heims.

Boeing 777-300ER er stærsta tveggja hreyfla farþegaþotan sem smíðuð hefur verið en hingað til hefur hún aðeins verið notuð til farþegaflugs og hefur Emirates flestar þotur af þessari gerð í flota sínum.

Þotan, sem verður breytt í fraktþotu, var áður í flota Emirates en eigandi þotunnar er flugvélaleigan GE Capital Aviation Services (GECAS) og hefur þotunni verið flogið til Ísrael.

Það er ísraelska fyrirtækið Israel Aerospace Industries (IAI) sem mun breyta þotunni í fraktflugvél og mun hún fá nafnið Boeing 777-300ERSF og viðurnefnið „Big Twin“.

„Big Twin“ mun standa fraktflugfélögum til boða árið 2022

Þotan mun geta tekið 25 prósent meiri frakt en hefðbundin Boeing 777F þota sem byggir á Boeing 777-200LR og þá mun þotan brenna 21% minna eldsneyti á hvert tonn samanborið við Boeing 747-400 fraktþotuna.

Talið er að mörg fyrirtæki í fraktflutningum eigi eftir að sýna þotunni áhuga og þar á meðal þau sem ætla sér að skipta út eldri Boeing 747 fraktþotum.

GECAS hefur lagt inn pöntun í 15 breytingar á Boeing 777-300ER þotum sem verða leigðar til fraktflugfélaga en fyrsta Boeing 777-300ERSF verður tilbúin árið 2022.  fréttir af handahófi

Hluthafar samþykkja samruna Korean Air og Asiana Airlines

7. janúar 2021

|

Korean Air hefur fengið formlegt leyfi frá hluthöfum fyrir kaupum og yfirtöku á flugfélaginu Asiana Airlines en með samrunanum verður til eitt stærsta flugfélag Asíu.

Kjartan Briem nýr framkvæmdastjóri Isavia ANS

4. desember 2020

|

Kjartan Briem hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Isavia ANS og mun hann hefja störf 1. janúar næstkomandi.

Ingibjörg Arnarsdóttir ráðin til Isavia

26. nóvember 2020

|

Ingibjörg Arnarsdóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra á nýju sameinuðu sviði fjármála og mannauðs hjá Isavia en Ingibjörg hefur mikla stjórnunarreynslu á vettvangi fjármála og mannauðs.

  Nýjustu flugfréttirnar

WestJet flýgur fyrsta flugið í Kanada á ný með 737 MAX

22. janúar 2021

|

Kanadíska flugfélagið WestJet flaug í gær fyrsta áætlunarflugið í Kanada með Boeing 737 MAX eftir 22 mánaða kyrrsetningu og er WestJet þá einnig fimmta flugfélagið í heiminum til að hefja áætlunarflu

Jet2.com og Jet2CityBreaks fljúga til Íslands í sumar

22. janúar 2021

|

Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

AERO flugsýningunni frestað fram á sumar

21. janúar 2021

|

Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

Nauðlenti á hraðbraut í Texas

21. janúar 2021

|

Lítil eins hreyfils flugvél neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum í gær eftir að upp kom bilun í mótor.

KLM aflýsir öllu langflugi tímabundið

21. janúar 2021

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

Norska ríkið reiðubúið að aðstoða Norwegian

21. janúar 2021

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.

IAG mun kaupa Air Europa fyrir helmingi lægra verð

20. janúar 2021

|

International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var u

Titan Airways fær sína fyrstu Airbus A321P2F fraktþotu

19. janúar 2021

|

Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.

Hlutafé Isavia aukið um 15 milljarða

19. janúar 2021

|

Gengið var frá 15 milljarða króna hlutafjáraukningu á hluthafafundi Isavia sem haldinn var þann 12. janúar síðastliðinn en hlutafjáraukningunni er ætlað að mæta rekstrartapi vegna COVID-19

Rann út af braut við flugprófanir

19. janúar 2021

|

Irkut MC-21 tilraunarþota frá rússneska flugvélaframleiðandanum United Aircraft Corporation rann út af braut í gær í Rússlandi er flugvélin var í flugprófunum.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00