flugfréttir

Beðnir um að stöðva framleiðslu á skrokkum fyrir 737 MAX

- Boeing biður Spirit AeroSystems um að gera hlé á framleiðslunni

17. júní 2020

|

Frétt skrifuð kl. 13:20

Frá verksmiðjum Spirit AeroSystems í Wichita í Kansas

Boeing hefur beðið fyrirtækið Spirit AeroSystems um að hætta framleiðslu á skrokkum fyrir Boeing 737 MAX í bili og setja framleiðsluna á bið.

Spirit AeroSystems framleiðir alla flugvélaskrokka fyrir Boeing 737 MAX auk fleiri íhluta fyrir þotuna sem hafa verið ferjaðir með járnbrautarlestum frá Kansas til Seattle þar sem vélarnar eru settar saman í Renton.

Ástæðan fyrir því að Boeing hefur beðið Spirit AeroSystems um að stöðva framleiðslu á skrokkum fyrir vélarnar er sögð vera sú að flugvélaframleiðandinn er að fá mjög mikið af afpöntunum frá flugfélögum og flugvélaleigum vegna COVID-19 heimsfaraldursins og ríkir því óvissa um hversu mörg eintök stendur til að framleiða af MAX-vélunum á næstunni.

Til að byrja með hefur Spirit AeroSystems verið beðið um að bíða með að senda fjóra flugvélaskrokka til Renton og bíða með að hefja framleiðslu á 16 skrokkum til viðbótar sem áttu að fara í framleiðslu á næstunni.

Fyrirtækið segir að viðræður standi yfir við Boeing varðandi framhaldið og uppfærða afhendingaráætlun á næstu flugvélaskrokkum en framleiðsla hófst að nýju á Boeing 737 MAX í lok maímánaðar eftir 5 mánaða hlé á framleiðslunni sem var stöðvuð í byrjun ársins vegna kyrrsetningu vélanna sem er enn í gildi.

Spirit AeroSystems fékk skilaboð frá Boeing þann 4. júní þar sem stóð meðal annars að ekki væri þörf fleiri skrokkum fyrir Boeing 737 MAX og verður rætt um framhaldið á næstunni.

Spirit AeroSystesm hefur gert ráð fyrir að afhenda 125 skrokka fyrir Boeing 737 MAX á þessu ári en fyrirtækið hefur enga hugmynd um hversu umfangsmikill niðurskurðurinn á framleiðslunni verður.

Vegna þessa hefur fyrirtækið gripið til þess ráðs að endurskoða starfsmannastöðuna og hefur 900 starfsmönnum verið gert að fara í þriggja vikna launalaust leyfi.  fréttir af handahófi

Tólf hóteleigendur á Kanarí stofna nýtt flugfélag

1. júlí 2020

|

Hópur af hóteleigendum á Kanaríeyjum, sem hafa miklar áhyggjur af ferðamannahruninu á eyjunni, hafa ákveðið að taka höndum saman og stofna sitt eigið flugfélag og hefur hópurinn þegar tryggt sér ein

Fyrsta risaþotuflug Emirates með A380 í 4 mánuði

15. júlí 2020

|

Emirates flýgur í dag fyrstu áætlunarflugin með risaþotunni Airbus A380 í fjóra mánuði en risaþotuflugfloti félagsins hefur verið kyrrsettur vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

Vonast til þess að fá fyrstu 737 MAX þotuna í nóvember

3. júlí 2020

|

Ryanair vonast til þess að geta tekið á móti fyrstu Boeing 737 MAX þotunni í nóvember í haust en félagið gerir ráð fyrir að það gæti orðið að veruleika þar sem að flugprófunum er lokið vestanhafs me

  Nýjustu flugfréttirnar

Yfir 200 flugvirkjanemar hefja nám hjá Lufthansa Technik

4. ágúst 2020

|

Þrátt fyrir að ein mesta krísa sem um getur sé nú að dynja á flugiðnaðinum þá horfir fyrirtækið Lufthansa Technik, viðhaldsfyrirtæki Lufthansa Group, til framtíðar og hefja um 240 ungir flugvirkjane

Ofhlaðin flugvél af fíkniefnum brotlenti í flugtaki

4. ágúst 2020

|

Lítil tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Cessna 402 brotlenti í flugtaki í Papúa Nýju-Gíneu í síðustu viku en í ljós kom að flugvélin var ofhlaðin af fíkniefnum sem reynt var að smygla yfir til Ástr

SpiceJet tryggir sér pláss á London Heathrow

4. ágúst 2020

|

Indverska flugfélagið SpiceJet hefur tryggt sér lendingar- og afgreiðslupláss á Heathrow-flugvelli og mun félagið hefja daglegt flug til London frá og með 1. september.

Reyndu að ræna þotueldsneyti úr leiðslu nálægt flugvelli

4. ágúst 2020

|

Grunur leikur á því að reynt hafi verið að ræna þotueldsneyti eftir að í ljós komu skemmdir sem unnar höfðu verið á eldsneytisleiðslu sem liggur að Boryspil-flugvellinum í Kiev í Úkraínu.

Starfsmenn Arkia Israeli Airlines mótmæla við heimili forstjórans

4. ágúst 2020

|

Yfir 500 starfsmenn ísraelska flugfélagsins Arkia Israeli Airlines hafa að undanförnu mótmælt bæði fyrir framan heimili forstjóra flugfélagsins og fyrir framan höfuðstöðvar félagsins en félagið hætti

Farþegum fjölgar hraðar hjá easyJet en félagið bjóst við

4. ágúst 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að farþegar séu farnir að koma aftur og bóka flug í meira mæli en félagið bjóst við fyrr í sumar og er fjöldi bókana á farmiðum á seinni hluta sumarsins 10%

Stofna nýtt flugfélag í Ástralíu með Boeing 757 og 767 þotum

3. ágúst 2020

|

Nýtt flugfélag, sem verið er að stofna í Ástralíu, leitar nú að starfsfólki við ýmiss störf og þar á meðal að yfirflugstjóra með réttindi á þotur af gerðinni Boeing 757 og Boeing 767 þotur.

Fleiri flugmenn reknir vegna vafasamra flugskírteina

3. ágúst 2020

|

Pakistanska flugfélagið PIA (Pakistan International Airlines) hefur sagt upp fimm flugmönnum til viðbótar þar sem þeir voru með „vafasöm“ flugmannsskírteni sem ekki voru fullgild samkvæmt reglugerðum.

Alliance í Ástralíu pantar fjórtán Embraer-þotur

3. ágúst 2020

|

Þrátt fyrir að mörg flugfélög séu að hætta frekar við pantanir í nýjar flugvélar vegna þeirra áhrifa sem að kórónaveirufaraldurinn hefur haft á flugiðnaðinn þá hefur ástralska flugfélagið Alliance Av

Wizz Air bannað að fljúga til Grikklands tímabundið

2. ágúst 2020

|

Ungverska flugfélaginu Wizz Air hefur verið bannað að fljúga til Grikklands tímabundið eftir að félagið virti að vettugi kröfu flugmálayfirvalda um að allir farþegar sem fljúga til landsins skulu ver

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00