flugfréttir

Emirates mun fljúga A380 á ný um miðjan júlí

- Stefna á að allar risaþoturnar verði komnar í umferð fyrir árið 2022

24. júní 2020

|

Frétt skrifuð kl. 07:16

Farþegaþotur Emirates á flugvellinum í Dubai

Emirates ætlar sér að byrja að nota risaþoturnar Airbus A380 aftur um miðjan næsta mánuð en félagið hefur ekki flogið risaþotunum frá því að COVID-19 heimsfaraldurinn hófst.

Emirates mun byrja að fljúga A380 til London Heathrow og til Parísar frá og með 15. júlí næstkomandi eftir um þriggja mánaða hlé.

Þess má geta að aðeins sex risaþotur hafa verið í umferð í heiminum í dag og er China Southern Airlines eina flugfélagið sem hefur verið að fljúga þessum stærstu fjögurra hreyfla farþegaþotum heims sl. daga en þá hefur portúgalska fyrirtækið HiFly einnig verið með eina í notkun.

Emirates tilkynnti um endurkomu risaþotunnar á dögunum á sama tíma og félagið tilkynnti að til stæði að hefja flug á ný til enn fleiri áfangastaða en Emirates mun byrja m.a. að fljúga aftur til Brussel, Hanoi, Auckland, Ho Chi Minh City, Barcelona, Washington og til Istanbúl.

Sögusagnir hafa verið á kreiki að Emirates ætli sér að hætta með fjölda risaþotna af gerðinni Airbus A380 en flugfélagið þvertekur fyrir það og segir að stefnan sé að vera komið með allar risaþoturnar í fulla notkun aftur fyrir árið 2022.

Emirates mun taka enn fleiri risaþotur úr geymslu þar sem til stendur að hefja flug einnig til Frankfurt, Zurich, New York, Toronto, Kuala Lumpur, Singapore, Hong Kong, Madríd, Kaupmannahafnar, Amsterdam og til Dublin.

Yfirvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum ætla sér að opna landið á ný eftir heimsfaraldurinn þann 7. júlí næstkomandi en öllum ferðamönnum verður gert að framvísa nýlegu læknisvottorði til að staðfesta að það sé ekki smitað af kórónaveirunni eða að gangast undir skimun við komuna á flugvellinum í Dubai.  fréttir af handahófi

Fjórar flugvélategundir munu hverfa úr flota American

5. maí 2020

|

American Airlines hefur ákveðið að hætta með fjórar flugvélategundir vegna samdráttar í eftirspurn eftir flugi vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

SAS mun taka 10 þotur til viðbótar í flotann úr geymslu

16. júní 2020

|

Scandinavian Airlines (SAS) ætlar að taka inn tíu farþegaþotur í flotann til viðbótar í júli úr geymslu þar sem til stendur að fjölga flugferðum enn frekar eftir COVID-19 heimsfaraldurinn.

Segir „heimskulegt“ að útiloka miðjusætin

24. apríl 2020

|

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri írska lágfargjaldafélagsins Ryanair, gagnrýnir harðlega hugmyndir um að útiloka notkun á miðjusætinu um borð hjá flugfélögunum vegna COVID-19 og kallar slíkar aðge

  Nýjustu flugfréttirnar

Yfir 80 starfsmönnum hjá Ryanair í Belgíu sagt upp

9. júlí 2020

|

Ryanair hefur ákveðið að segja upp 40 flugmönnum og fjörutíu flugfreyjum og flugþjónum í Belgíu.

LEVEL France hættir starfsemi

9. júlí 2020

|

Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) tilkynnti í gær að dótturfélagið LEVEL France myndi hætta starfsemi sinni.

Flugþjóns frá PIA saknað eftir viðdvöl í Toronto

9. júlí 2020

|

Ekkert hefur spurst til flugþjóns frá Pakistan International Airlines (PIA) sem saknað hefur verið eftir að áhöfn flugfélagsins pakistanska hafði viðdvöl í Toronto í Kanada.

Air Namibía svipt leyfi til þess að fljúga farþegaflug

9. júlí 2020

|

Ríkisstjórn Namibíu hefur svipt flugfélaginu Air Namibia leyfi til þess að fljúga áætunarflug og leiguflug með farþega þar sem að félagið hefur ekki náð að afla nægilegs fjármagns til þess að sína fr

Air Mauritius auglýsir fimm farþegaþotur til sölu

8. júlí 2020

|

Flugfélagið Air Mauritius hefur sett á sölu fimm farþegaþotur og er óskað eftir tilboðum í þoturnar.

United gæti þurft að segja upp 36.000 starfsmönnum í haust

8. júlí 2020

|

Bandaríska flugfélagið United Airlines tilkynnti í gær að félagið þyrfti mögulega að grípa til risahópuppsagna þar sem kórónaveirufaraldurinn er farinn að hafa verulega slæm áhrif á rekstur félagsin

Kjarasamningur við flugfreyjur felldur í atkvæðagreiðslu

8. júlí 2020

|

Flugfreyjur og flugþjónar Icelandair, sem eru félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands, hafa fellt þann kjarasamning sem skrifað var undir í lok júní en atkvæðagreiðsla tók við í kjölfar samningsins og

El Al ríkisvætt þangað til að nýir fjárfestar finnast

8. júlí 2020

|

Ríkisstjórnin í Ísrael ætlar sér að taka við rekstri flugfélagsins El Al Israel Airlines og verður flugfélagið ríkisvætt þangað til að nýir fjárfestar finnast.

Nýtt vandamál með Trent 1000 hreyfilinn frá Rolls-Royce

7. júlí 2020

|

Nýtt vandamál virðist vera komið upp með Trent 1000 hreyflana frá Rolls-Royce sem bætist ofan á fyrri viðvarandi vandamál sem hafa hrjáð hreyflana og Dreamliner-þoturnar sem þeir voru hannaðir fyrir

Avolon hættir við 27 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar

7. júlí 2020

|

Írska flugvélaleigufyrirtækið Avolon hefur hætt við pöntun í 27 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar en fyrirtækið hafði þegar hætt við pöntun í 75 MAX-þotur í apríl vegna COVID-19 faraldursins.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00