flugfréttir

Flugfélagið NokScoot gjaldþrota

- Segja að kórónaveirufaraldurinn hafi gert út um félagið

27. júní 2020

|

Frétt skrifuð kl. 13:34

NokScoot var stofnað árið 2014

Tælenska lágfargjaldafélagið NokScoot hefur hætt starfsemi sinni en félagið tilkynnti í gær að farið yrði fram á félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta.

Í yfirlýsingu frá NokScoot kemur fram að félagið náði ekki að rétta úr kútnum vegna þeirra áhrifa sem kórónaveirufaraldurinn hefur haft á reksturinn og var ákveðið að gera félagið gjaldþrota.

NokScoot var stofnað fyrir 6 árum síðan, árið 2014, en félagið var í eigu tælenska flugfélagsins Nok Air og flugfélagsins Scoot í Singapore sem er dótturfélag Singapore Airlines.

Um 450 starfsmenn félagsins munu missa vinnuna við gjaldþrotaskiptin og hefur félagið tilkynnt að allir starfsmenn þess munu fá greidd þau laun sem þeir eiga inni.

NokScoot annaðist áætlunarflug innan Asíu milli áfangastaða í Kína, Indlandi, Japan, Taívan og Tælandi og var félagið með sjö Boeing 777-200ER þotur í flotanum.  fréttir af handahófi

Sami farþegafjöldi og var ekki fyrr en árið 2024

19. ágúst 2020

|

Icelandair gerir ráð fyrir að það muni taka félagið fjögur ár að ná aftur sama farþegafjölda og flaug með félaginu árið 2019.

Hættu við lendingu vegna bangsa sem var á brautinni

19. ágúst 2020

|

Farþegaþota frá rússneska flugfélaginu S7 Airlines þurfti að hætta við lendingu og fara í fráhvarfsflug í Rússlandi sl. mánudag vegna bjarndýrs sem hafði lagt leið sína á flugvallarsvæðið og var dýr

Eins árs fangelsi fyrir að ljúga til um orsök flugslyss

14. september 2020

|

Bandarískur flugmaður frá Alaska var í seinustu viku dæmdur í eins árs fangelsi fyrir að hafa logið að rannsóknaraðilum vegna flugslyss sem átti sér stað árið 2014 auk þess sem hann var fundinn sekur

  Nýjustu flugfréttirnar

Um 1.300 flugvélum verður skilað til eigenda sinna

22. september 2020

|

Talið er að flugfélögin eigi eftir að skila yfir 1.000 flugvélum til flugvélaleigufyrirtækja á næstu mánuðum og fram til ársins 2021.

Lufthansa staðfestir endalok risaþotunnar

21. september 2020

|

Lufthansa hefur tilkynnt að flugfélagið þýska ætli að losa sig við allar Airbus A380 þoturnar

Kaupa 24 Boeing 757 þotur sem verður breytt í fraktflugvélar

19. september 2020

|

Bandaríska fyrirtækið AerSale hefur fest kaup á 24 farþegaþotum af gerðinni Boeing 757-200 en til stendur að breyta flestum þeirra í fraktþotur á meðan nokkrar verða rifnar niður í varahluti.

Eina fjögurra hreyfla þotan sem á sér framtíð hjá Lufthansa

19. september 2020

|

Júmbó-þotan, Boeing 747-8, er eina fjögurra hreyfla flugvélin sem á sér örugga framtíð hjá Lufthansa.

Fokker 50 út af braut í Sómalíu

19. september 2020

|

Flugslys átti sér stað í dag á flugvellinum í höfuðborg Sómalíu er flugvél af gerðinni Fokker 50 fór út af braut og hafnaði á steinvegg sem liggur milli flugbrautarinnar og strandlengjunnar.

Fella niður eina af hverjum fimm flugferðum í október

18. september 2020

|

Ryanair hefur tilkynnt um enn frekari niðurskurð á flugáætlun sinni í næsta mánuði og ætlar félagið að fækka flugferðum um 20 prósent í október.

Hverfi nálægt Heathrow gætu breyst í draugabæi

17. september 2020

|

Varað er við því að fækkun farþega um Heathrow-flugvöll og langvarandi ástand vegna COVID-19 heimsfaraldursins gæti orðið til þess að íbúum eigi eftir að snarfækka í nokkrum hverfum nálægt flugvellinu

Leggja 130 þotum þar sem vafi leikur á þyngd þeirra

17. september 2020

|

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines hefur tekið tímabundið úr umferð 130 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737-800 vegna misvísandi upplýsinga um tómaþyngd vélanna.

Laun flugmanna lækka um helming hjá Turkish Airlines

16. september 2020

|

Laun flugmanna hjá Turkish Airlines munu lækka um helming út næsta ár en stjórn flugfélagsins tyrkneska hefur náð að gera kjarasamning við starfsmannafélög í Tyrklandi um allt að 50% kjaraskerðingu

Fjölmenni á einni stærstu rafmagnsflugvélasýningu Evrópu

15. september 2020

|

Þrátt fyrir COVID-19 heimsfaraldurinn þá voru um 1.000 gestir sem mættu á Electrifly-in & Symposium flughátíðina sem fram fór í bænum Grenchen í Sviss um síðustu helgi.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00