flugfréttir

Sá fyrsti til að fljúga atvinnuflug með sykursýki í Bandaríkjunum

- Bob Halicky hefur beðið eftir þessum degi í 9 ár

28. júní 2020

|

Frétt skrifuð kl. 17:14

Bob Halicky er komin aftur í háloftin eftir 9 ára hlé

Í seinustu viku átti sér stað fyrsta áætlunarflugið í Bandaríkjunum sem var flogið undir stjórn fyrsta flugstjórans sem fær að fljúga eftir að reglugerðum vestanhafs var breytt er varðar flugmenn með sykursýki.

Hinn 59 ára gamli flugstjóri Bob Halicky hafði beðið eftir þessum degi í 9 ár en þann 22. júní sl. var hann flugstjóri um borð í flugi Southwest Airlines frá Las Vegas til Seattle og er þetta í fyrsta sinn sem flugmaður fær að fljúga atvinnuflug í Bandaríkjunum þrátt fyrir sykursýki.

„Það var mjög spennuþrungin stund að mæta aftur í flugstjórnarklefann og einnig spennandi að fá að vera fyrsti flugmaðurinn með sýkursýki 1 í Bandaríkjunum til þess að fá að fljúga atvinnuflug“, segir Halicky.

Í mörg ár hafa bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ekki leyft flugmönnum með sykursýki að fljúga atvinnuflug líkt og mörg önnur lönd þrátt fyrir að lönd á borð við Kanada og Bretland hafa leyft það undir þeim skilyrðum að það sé annar flugmaður um borð.

Bob Halicky í fyrsta áætlunarfluginu sínu til hægri

Það var í nóvember í fyrra sem bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ákváðu að breyta reglum er varðar flugmenn með sykursýki í atvinnuflugi eftir þrýsting frá bandarísku sykursýkissamtökunum og AOPA (Félag flugmanna og flugvélaeigenda í Bandaríkjunum) sem höfðu hvött FAA til þess að endurskoða reglugerðina.

Var þá tilkynnt að þeir flugmenn, sem sprauta sig með insúlíni vegna sykursýki, gætu sótt um endurútgáfu á fyrsta flokks heilbrigðisvottorði (Class 1 Medical) til atvinnuflugs en frá árinu 1996 hafa aðeins flugmenn geta sótt um 2. flokks læknisvottorð vegna einkaflugs.

FAA segir að nú þegar hafa verið gefin út 1.flokks heilbrigðisvottorð til sex flugmanna vegna atvinnuflugs og sé ekki hægt að staðfest að flug Southwest Airlines hafi verið formlega fyrsta flugið þar sem flugmaður með sykursýki er við stjórnvölin en bandarísku sykursýkissamtökin segja að Southwest-flugið þann 22. júní hafi verið það fyrsta.

Greindist með sykursýki 1 árið 2011

Bob Halicky hafði varið stórum hluta ævi sinnar í háloftunum þar til hann greindist með sykursýki en hann hóf feril sinn hjá Southwest Airlines árið 1993 en í júlí árið 2011 greindist hann með sykursýki 1.

Halicky hélt áfram að starfa við flugið sem flugkennari þar sem hann þjálfaði nýja flugmenn í flughermi og var hann með þeim fyrstu til þess að sækja um 1. flokks heilbrigðisskírteini eftir að reglunum var breytt í nóvember í fyrra.

Halicky fékk heilbrigðisskírteinið sitt í hendurnar í apríl í vor og tók þá við endurþjálfun á Boeing 737 vélarnar og steig hann um borð í fyrsta áætlunarflugið sitt í heilan áratug sl. mánudag er hann flaug Boeing 737-700 þotu frá McCarran-flugvellinum í Las Vegas til Seattle-Tacoma flugvallarins.

Halicky brosti sínu breiðasta brosi enda tilfinningin næstum því ólýsanleg að vera komin aftur í loftið en hann hafði samt lítinn tíma til þess að fagna því strax eftir flugið til Seattle tók næsti leggur við sem var flug til Oakland og næstu daga tóku við flug til Albuquerque, Phoenix, Houston og Milwaukee áður en flogið var aftur til baka til Las Vegas.  fréttir af handahófi

Fresta afhendingum á 37 þotum

26. maí 2020

|

Flugvélaleigan AirCap hefur ákveðið að fresta afheningum á 37 flugvélum sem til stóð að veita móttöku og afhenda til flugfélaga á næstu tveimur árum.

Tólf greindust með COVID-19 um borð í þotu Qatar Airways

4. júní 2020

|

Grísk stjórnvöld hafa ákveðið að banna flugfélaginu Qatar Airways að fljúga til Grikklands frá og með deginum í dag fram í miðjan þennan mánuð eftir að tólf farþegar af 91 farþega, sem komu með flugv

Lufthansa í viðræðum um aðstoð upp á 1.432 milljarða

7. maí 2020

|

Lufthansa á nú í viðræðum við þýska ríkið um opinbera aðstoð í formi „stöðugleikapakka“ upp á 9 milljarða evra til þess að tryggja framtíð félagsins en sú upphæð samsvarar 1.432 milljörðum króna.

  Nýjustu flugfréttirnar

Yfir 80 starfsmönnum hjá Ryanair í Belgíu sagt upp

9. júlí 2020

|

Ryanair hefur ákveðið að segja upp 40 flugmönnum og fjörutíu flugfreyjum og flugþjónum í Belgíu.

LEVEL France hættir starfsemi

9. júlí 2020

|

Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) tilkynnti í gær að dótturfélagið LEVEL France myndi hætta starfsemi sinni.

Flugþjóns frá PIA saknað eftir viðdvöl í Toronto

9. júlí 2020

|

Ekkert hefur spurst til flugþjóns frá Pakistan International Airlines (PIA) sem saknað hefur verið eftir að áhöfn flugfélagsins pakistanska hafði viðdvöl í Toronto í Kanada.

Air Namibía svipt leyfi til þess að fljúga farþegaflug

9. júlí 2020

|

Ríkisstjórn Namibíu hefur svipt flugfélaginu Air Namibia leyfi til þess að fljúga áætunarflug og leiguflug með farþega þar sem að félagið hefur ekki náð að afla nægilegs fjármagns til þess að sína fr

Air Mauritius auglýsir fimm farþegaþotur til sölu

8. júlí 2020

|

Flugfélagið Air Mauritius hefur sett á sölu fimm farþegaþotur og er óskað eftir tilboðum í þoturnar.

United gæti þurft að segja upp 36.000 starfsmönnum í haust

8. júlí 2020

|

Bandaríska flugfélagið United Airlines tilkynnti í gær að félagið þyrfti mögulega að grípa til risahópuppsagna þar sem kórónaveirufaraldurinn er farinn að hafa verulega slæm áhrif á rekstur félagsin

Kjarasamningur við flugfreyjur felldur í atkvæðagreiðslu

8. júlí 2020

|

Flugfreyjur og flugþjónar Icelandair, sem eru félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands, hafa fellt þann kjarasamning sem skrifað var undir í lok júní en atkvæðagreiðsla tók við í kjölfar samningsins og

El Al ríkisvætt þangað til að nýir fjárfestar finnast

8. júlí 2020

|

Ríkisstjórnin í Ísrael ætlar sér að taka við rekstri flugfélagsins El Al Israel Airlines og verður flugfélagið ríkisvætt þangað til að nýir fjárfestar finnast.

Nýtt vandamál með Trent 1000 hreyfilinn frá Rolls-Royce

7. júlí 2020

|

Nýtt vandamál virðist vera komið upp með Trent 1000 hreyflana frá Rolls-Royce sem bætist ofan á fyrri viðvarandi vandamál sem hafa hrjáð hreyflana og Dreamliner-þoturnar sem þeir voru hannaðir fyrir

Avolon hættir við 27 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar

7. júlí 2020

|

Írska flugvélaleigufyrirtækið Avolon hefur hætt við pöntun í 27 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar en fyrirtækið hafði þegar hætt við pöntun í 75 MAX-þotur í apríl vegna COVID-19 faraldursins.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00