flugfréttir

Virgin keppist við að finna fjármagn upp á 154 milljarða

- Opinber aðstoð frá breska ríkinu væri síðasta úrræðið

29. júní 2020

|

Frétt skrifuð kl. 07:03

Virgin Atlantic leitar nú að fjármagni upp á 154 milljarða króna til þess að bjarga rekstrinum

Virgin Atlantic Airways berst nú í bökkum og leitar flugfélagið breska nú að fjármagni með aðstoð frá einkafjárfestum til þess að styrkja reksturinn sem hefur verulega orðið fyrir barðinu á kórónaveirufaraldrinum.

Virgin Atlantic þarf að safna saman fjármagni upp á 900 milljón Sterlingspund sem samsvarar 154 milljörðum króna og stefnir félagið á að vera komið með það fjármagn í júlí ef allt gengur upp.

Fram kemur að rekstur Virgin Atlantic sé mjög tæpur og hafa stjórnendur félagsins búið sig undir það að mögulega verði ekki hægt að finna það fjármagn sem til þarf.

Virgin Atlantic ætlar meðal annars að gera tilraun til þess að fá 42 milljarða króna að láni frá vogunarsjóðum og 34 milljarða króna að láni frá hluthöfum félagsins en meðal stærstu hluthafa félagsins er stofnandi þess, Sir Richard Branson, og Delta Air Lines.

Virgin Atlantic hefur einungis sinnt langflugi frá Bretlandi til fjarlægra áfangastaða en talið er að það muni takan lengstan tíma fyrir langflug að ná að jafna sig eftir COVID-19 faraldurinn og þessvegna nokkur ár.

Fram kemur að Shai Weiss, framkvæmdarstjóri Virgin Atlantic, hafi varið stórum hluta helgarinnar í að ræða við fjárfesta og hafi viðræður nú þegar átt sér stað við yfir sextíu aðila um fjármagn.

Þá hefur Virgin einnig reynt að semja um greiðslur að andvirði hundruði milljóna króna og þar á meðal við flugvélaleigur og er í flestum tilvikum um að ræða viðræður um að fresta greiðslum á meðan flugfélagið nær sér á strik.

Breska ríkisstjórnin hefur fylgst með þróun mála hjá Virgin Atlantic og hefur lýst því yfir að mögulega verði hægt að veita félaginu opinbera aðstoð en það verði þó gert í ítrustu neyð ef allar aðrar tilraunir félagsins til þess að verða sér út um fjármagn fara út um þúfur.  fréttir af handahófi

Bókanir hrúgast inn hjá Ryanair

27. maí 2020

|

Írska lágfargjaldafélagið Ryanair segir að gríðarleg fjölgun hafi átt sér stað í bókunum á síðustu dögum eftir að félagið tilkynnti um fyrirhugaða endurkomu og fjölgun flugferða eftir COVID-19 heimsf

SUN ’n FUN - „Stærsta flugsýningin sem fór aldrei fram“

14. apríl 2020

|

Þegar ljóst var að aflýsa þurfti SUN ’n FUN flughátíðinni í Flórída í ár vegna útbreiðslu kórónuveirunnar stóð fyrirtækið PilotMall frammi fyrir þeim vandræðum að sitja uppi með yfir 9.000 stuttermab

Lágmarksverð sett á fargjöld til og frá Austurríki

9. júní 2020

|

Ríkisstjórnin í Austurríki hefur kynnt nýja reglugerð þar sem farið verður fram á lágmarksverð á fargjöldum fyrir þau flugfélög sem fljúga til og frá landinu en það er gert til þess að koma í veg fy

  Nýjustu flugfréttirnar

Yfir 80 starfsmönnum hjá Ryanair í Belgíu sagt upp

9. júlí 2020

|

Ryanair hefur ákveðið að segja upp 40 flugmönnum og fjörutíu flugfreyjum og flugþjónum í Belgíu.

LEVEL France hættir starfsemi

9. júlí 2020

|

Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) tilkynnti í gær að dótturfélagið LEVEL France myndi hætta starfsemi sinni.

Flugþjóns frá PIA saknað eftir viðdvöl í Toronto

9. júlí 2020

|

Ekkert hefur spurst til flugþjóns frá Pakistan International Airlines (PIA) sem saknað hefur verið eftir að áhöfn flugfélagsins pakistanska hafði viðdvöl í Toronto í Kanada.

Air Namibía svipt leyfi til þess að fljúga farþegaflug

9. júlí 2020

|

Ríkisstjórn Namibíu hefur svipt flugfélaginu Air Namibia leyfi til þess að fljúga áætunarflug og leiguflug með farþega þar sem að félagið hefur ekki náð að afla nægilegs fjármagns til þess að sína fr

Air Mauritius auglýsir fimm farþegaþotur til sölu

8. júlí 2020

|

Flugfélagið Air Mauritius hefur sett á sölu fimm farþegaþotur og er óskað eftir tilboðum í þoturnar.

United gæti þurft að segja upp 36.000 starfsmönnum í haust

8. júlí 2020

|

Bandaríska flugfélagið United Airlines tilkynnti í gær að félagið þyrfti mögulega að grípa til risahópuppsagna þar sem kórónaveirufaraldurinn er farinn að hafa verulega slæm áhrif á rekstur félagsin

Kjarasamningur við flugfreyjur felldur í atkvæðagreiðslu

8. júlí 2020

|

Flugfreyjur og flugþjónar Icelandair, sem eru félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands, hafa fellt þann kjarasamning sem skrifað var undir í lok júní en atkvæðagreiðsla tók við í kjölfar samningsins og

El Al ríkisvætt þangað til að nýir fjárfestar finnast

8. júlí 2020

|

Ríkisstjórnin í Ísrael ætlar sér að taka við rekstri flugfélagsins El Al Israel Airlines og verður flugfélagið ríkisvætt þangað til að nýir fjárfestar finnast.

Nýtt vandamál með Trent 1000 hreyfilinn frá Rolls-Royce

7. júlí 2020

|

Nýtt vandamál virðist vera komið upp með Trent 1000 hreyflana frá Rolls-Royce sem bætist ofan á fyrri viðvarandi vandamál sem hafa hrjáð hreyflana og Dreamliner-þoturnar sem þeir voru hannaðir fyrir

Avolon hættir við 27 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar

7. júlí 2020

|

Írska flugvélaleigufyrirtækið Avolon hefur hætt við pöntun í 27 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar en fyrirtækið hafði þegar hætt við pöntun í 75 MAX-þotur í apríl vegna COVID-19 faraldursins.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00