flugfréttir

Hætta við 92 MAX-þotur og höfða mál gegn Boeing

- Norwegian hættir einnig við pöntun í fimm Dreamliner-þotur

30. júní 2020

|

Frétt skrifuð kl. 12:19

Líkt og fleiri flugfélög þá hefur Norwegian ekki geta flogið Boeing 737 MAX þotunum í tæpa 16 mánuði

Norska flugfélagið Norwegian hefur hætt við allar pantanirnar sem félagið átti í Boeing 737 MAX og Dreamliner-vélarnar, alls 97 þotur, og hefur félagið þar að auki ákveðið að stefna Boeing og höfða mál gegn flugvélaframleiðandanum.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem kom frá Norwegian í gærkvöldi en Norwegian mun höfða mál gegn Boeing á grundvelli kyrrsetningarinnar á 737 MAX vélunum og vegna vandamála sem félagið hafði gengið í gegnum með Boeing 787 þoturnar.

Pöntunin á flugvélunum níutíu og sjö sem Norwegian ætlar að hætta við er metin á 2,57 milljarða Bandaríkjadali sem samsvarar 357 milljörðum króna.

Um er að ræða fimm Boeing 787-9 þotur og 92 Boeing 737 MAX þotur en Norwegian hefur fengið 31 Boeing 737 MAX þotu afhenta sem félagið hefur ekki geta notað í 16 mánuði.

Norwegian hefur einnig þurft að ganga í gegnum mikla erfiðleika með Trent 1000 hreyflana frá Rolls-Royce á Dreamliner-þotunum sem hafa þurft mun meira viðhald en búist var við en Boeing 787 þoturnar áttu að vera aðalvinnuhestur félagsins í fluginu yfir Atlantshafið og hefur félagið sagt að það vandamál hafi verið meginorsökin fyrir taprekstri félagsins árið 2018 og 2019.

Dreamliner-þota Norwegian

Þá hefur Norwegian einnig sagt upp GoldCare viðhaldsþjónustunni sem félagið undirritaði við Boeing árið 2016 sem var þá einn stærsti viðhaldssamningur sem Boeing hafði gert við eitt flugfélag en sá samingur átti að gilda til ársins 2034.

Norwegian segir í yfirlýsingu sinni að viðræður um skaðabætur vegna vandamála með Boeing 787 og kyrrsetningu Boeing 737 MAX hafi ekki skilað neinum árangri og hafi félagið því ákveðið að sækja rétt sinn með því að höfða mál.

Norwegian hafði í lok maímánaðar aðeins sjö flugvélar í rekstri af þeim 147 þotum sem eru í flotanum og má því áætla að 140 flugvélar Norwegian séu í geymslu vegna COVID-19.  fréttir af handahófi

Flugmenn Ryanair í Bretlandi samþykkja launalækkun

2. júlí 2020

|

Breskir flugmenn hjá Ryanair hafa samþykkt að taka að sér 20 prósenta launalækkun í kosningu sem fram fór og var yfirgnæfandi meirihluti sem kaus með launalækkun í þeim tilgangi að koma í veg fyrir u

Tólf hóteleigendur á Kanarí stofna nýtt flugfélag

1. júlí 2020

|

Hópur af hóteleigendum á Kanaríeyjum, sem hafa miklar áhyggjur af ferðamannahruninu á eyjunni, hafa ákveðið að taka höndum saman og stofna sitt eigið flugfélag og hefur hópurinn þegar tryggt sér ein

Stefna á að fljúga 90 prósent af leiðarkerfinu í júlí

12. maí 2020

|

Ryanair stefnir á í byrjun júlí að fljúga flestar flugleiðirnar milli áfangastaða félagsins í leiðarkerfinu eða sem samsvarar 90% af flugáætluninni eins og hún var fyrir tíma COVID-19.

  Nýjustu flugfréttirnar

Yfir 80 starfsmönnum hjá Ryanair í Belgíu sagt upp

9. júlí 2020

|

Ryanair hefur ákveðið að segja upp 40 flugmönnum og fjörutíu flugfreyjum og flugþjónum í Belgíu.

LEVEL France hættir starfsemi

9. júlí 2020

|

Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) tilkynnti í gær að dótturfélagið LEVEL France myndi hætta starfsemi sinni.

Flugþjóns frá PIA saknað eftir viðdvöl í Toronto

9. júlí 2020

|

Ekkert hefur spurst til flugþjóns frá Pakistan International Airlines (PIA) sem saknað hefur verið eftir að áhöfn flugfélagsins pakistanska hafði viðdvöl í Toronto í Kanada.

Air Namibía svipt leyfi til þess að fljúga farþegaflug

9. júlí 2020

|

Ríkisstjórn Namibíu hefur svipt flugfélaginu Air Namibia leyfi til þess að fljúga áætunarflug og leiguflug með farþega þar sem að félagið hefur ekki náð að afla nægilegs fjármagns til þess að sína fr

Air Mauritius auglýsir fimm farþegaþotur til sölu

8. júlí 2020

|

Flugfélagið Air Mauritius hefur sett á sölu fimm farþegaþotur og er óskað eftir tilboðum í þoturnar.

United gæti þurft að segja upp 36.000 starfsmönnum í haust

8. júlí 2020

|

Bandaríska flugfélagið United Airlines tilkynnti í gær að félagið þyrfti mögulega að grípa til risahópuppsagna þar sem kórónaveirufaraldurinn er farinn að hafa verulega slæm áhrif á rekstur félagsin

Kjarasamningur við flugfreyjur felldur í atkvæðagreiðslu

8. júlí 2020

|

Flugfreyjur og flugþjónar Icelandair, sem eru félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands, hafa fellt þann kjarasamning sem skrifað var undir í lok júní en atkvæðagreiðsla tók við í kjölfar samningsins og

El Al ríkisvætt þangað til að nýir fjárfestar finnast

8. júlí 2020

|

Ríkisstjórnin í Ísrael ætlar sér að taka við rekstri flugfélagsins El Al Israel Airlines og verður flugfélagið ríkisvætt þangað til að nýir fjárfestar finnast.

Nýtt vandamál með Trent 1000 hreyfilinn frá Rolls-Royce

7. júlí 2020

|

Nýtt vandamál virðist vera komið upp með Trent 1000 hreyflana frá Rolls-Royce sem bætist ofan á fyrri viðvarandi vandamál sem hafa hrjáð hreyflana og Dreamliner-þoturnar sem þeir voru hannaðir fyrir

Avolon hættir við 27 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar

7. júlí 2020

|

Írska flugvélaleigufyrirtækið Avolon hefur hætt við pöntun í 27 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar en fyrirtækið hafði þegar hætt við pöntun í 75 MAX-þotur í apríl vegna COVID-19 faraldursins.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00