flugfréttir

Hætta við 92 MAX-þotur og höfða mál gegn Boeing

- Norwegian hættir einnig við pöntun í fimm Dreamliner-þotur

30. júní 2020

|

Frétt skrifuð kl. 12:19

Líkt og fleiri flugfélög þá hefur Norwegian ekki geta flogið Boeing 737 MAX þotunum í tæpa 16 mánuði

Norska flugfélagið Norwegian hefur hætt við allar pantanirnar sem félagið átti í Boeing 737 MAX og Dreamliner-vélarnar, alls 97 þotur, og hefur félagið þar að auki ákveðið að stefna Boeing og höfða mál gegn flugvélaframleiðandanum.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem kom frá Norwegian í gærkvöldi en Norwegian mun höfða mál gegn Boeing á grundvelli kyrrsetningarinnar á 737 MAX vélunum og vegna vandamála sem félagið hafði gengið í gegnum með Boeing 787 þoturnar.

Pöntunin á flugvélunum níutíu og sjö sem Norwegian ætlar að hætta við er metin á 2,57 milljarða Bandaríkjadali sem samsvarar 357 milljörðum króna.

Um er að ræða fimm Boeing 787-9 þotur og 92 Boeing 737 MAX þotur en Norwegian hefur fengið 31 Boeing 737 MAX þotu afhenta sem félagið hefur ekki geta notað í 16 mánuði.

Norwegian hefur einnig þurft að ganga í gegnum mikla erfiðleika með Trent 1000 hreyflana frá Rolls-Royce á Dreamliner-þotunum sem hafa þurft mun meira viðhald en búist var við en Boeing 787 þoturnar áttu að vera aðalvinnuhestur félagsins í fluginu yfir Atlantshafið og hefur félagið sagt að það vandamál hafi verið meginorsökin fyrir taprekstri félagsins árið 2018 og 2019.

Dreamliner-þota Norwegian

Þá hefur Norwegian einnig sagt upp GoldCare viðhaldsþjónustunni sem félagið undirritaði við Boeing árið 2016 sem var þá einn stærsti viðhaldssamningur sem Boeing hafði gert við eitt flugfélag en sá samingur átti að gilda til ársins 2034.

Norwegian segir í yfirlýsingu sinni að viðræður um skaðabætur vegna vandamála með Boeing 787 og kyrrsetningu Boeing 737 MAX hafi ekki skilað neinum árangri og hafi félagið því ákveðið að sækja rétt sinn með því að höfða mál.

Norwegian hafði í lok maímánaðar aðeins sjö flugvélar í rekstri af þeim 147 þotum sem eru í flotanum og má því áætla að 140 flugvélar Norwegian séu í geymslu vegna COVID-19.  fréttir af handahófi

Lufthansa staðfestir endalok risaþotunnar

21. september 2020

|

Lufthansa hefur tilkynnt að flugfélagið þýska ætli að losa sig við allar Airbus A380 þoturnar

United gæti þurft að segja upp 36.000 starfsmönnum í haust

8. júlí 2020

|

Bandaríska flugfélagið United Airlines tilkynnti í gær að félagið þyrfti mögulega að grípa til risahópuppsagna þar sem kórónaveirufaraldurinn er farinn að hafa verulega slæm áhrif á rekstur félagsin

ICAO gert að taka fyrir mál Qatar Airways

20. júlí 2020

|

Qatar Airways hefur leitað réttar síns og höfðað dómsmál gegn fjórum nágrannaríkjum á Arabíuskaganum sem hafa í þrjú ár meinað flugfélaginu aðgangi að lofthelgi landanna.

  Nýjustu flugfréttirnar

Um 1.300 flugvélum verður skilað til eigenda sinna

22. september 2020

|

Talið er að flugfélögin eigi eftir að skila yfir 1.000 flugvélum til flugvélaleigufyrirtækja á næstu mánuðum og fram til ársins 2021.

Lufthansa staðfestir endalok risaþotunnar

21. september 2020

|

Lufthansa hefur tilkynnt að flugfélagið þýska ætli að losa sig við allar Airbus A380 þoturnar

Kaupa 24 Boeing 757 þotur sem verður breytt í fraktflugvélar

19. september 2020

|

Bandaríska fyrirtækið AerSale hefur fest kaup á 24 farþegaþotum af gerðinni Boeing 757-200 en til stendur að breyta flestum þeirra í fraktþotur á meðan nokkrar verða rifnar niður í varahluti.

Eina fjögurra hreyfla þotan sem á sér framtíð hjá Lufthansa

19. september 2020

|

Júmbó-þotan, Boeing 747-8, er eina fjögurra hreyfla flugvélin sem á sér örugga framtíð hjá Lufthansa.

Fokker 50 út af braut í Sómalíu

19. september 2020

|

Flugslys átti sér stað í dag á flugvellinum í höfuðborg Sómalíu er flugvél af gerðinni Fokker 50 fór út af braut og hafnaði á steinvegg sem liggur milli flugbrautarinnar og strandlengjunnar.

Fella niður eina af hverjum fimm flugferðum í október

18. september 2020

|

Ryanair hefur tilkynnt um enn frekari niðurskurð á flugáætlun sinni í næsta mánuði og ætlar félagið að fækka flugferðum um 20 prósent í október.

Hverfi nálægt Heathrow gætu breyst í draugabæi

17. september 2020

|

Varað er við því að fækkun farþega um Heathrow-flugvöll og langvarandi ástand vegna COVID-19 heimsfaraldursins gæti orðið til þess að íbúum eigi eftir að snarfækka í nokkrum hverfum nálægt flugvellinu

Leggja 130 þotum þar sem vafi leikur á þyngd þeirra

17. september 2020

|

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines hefur tekið tímabundið úr umferð 130 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737-800 vegna misvísandi upplýsinga um tómaþyngd vélanna.

Laun flugmanna lækka um helming hjá Turkish Airlines

16. september 2020

|

Laun flugmanna hjá Turkish Airlines munu lækka um helming út næsta ár en stjórn flugfélagsins tyrkneska hefur náð að gera kjarasamning við starfsmannafélög í Tyrklandi um allt að 50% kjaraskerðingu

Fjölmenni á einni stærstu rafmagnsflugvélasýningu Evrópu

15. september 2020

|

Þrátt fyrir COVID-19 heimsfaraldurinn þá voru um 1.000 gestir sem mættu á Electrifly-in & Symposium flughátíðina sem fram fór í bænum Grenchen í Sviss um síðustu helgi.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00