flugfréttir

Pakistanska flugfélaginu PIA bannað að fljúga til Evrópu

30. júní 2020

|

Frétt skrifuð kl. 17:15

Boeing 777 þota Pakistan International Airlines á Kennedy-flugvellinum í New York

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur bannað flugfélaginu Pakistan International Airlines (PIA) að fljúga til Evrópu og um evrópska flugvelli og hefur félagið verið sett á svartan lista.

Bannið tekur í gildi frá og með morgundeginum 1. júlí og gildir það að minnsta kosti í 6 mánuði með möguleika á framlengingu í þrjá mánuði til viðbótar.

Bannið er tilkomið í kjölfar frétta sem birtust í fjölmiðlum víðsvegar um heim í seinustu viku um að allt að 30% allra atvinnuflugmanna í Pakistan væru með ýmist falsað eða „vafasamt“ flugskírteini.

Þetta mun hafa þau áhrif að ríkistflugfélagið PIA mun ekki geta flogið til evrópskra borga á borð við London, Kaupmannahöfn, París, Róm, Osló, Barcelona, Birmingham auk Manchester.

Vegna COVID-19 hefur Pakistan International Airlines ekki flogið til Evrópu sl. vikur en félagið hafði vonast til þess að geta byrjað aftur að fljúga til Oslóar, Kaupmannahafnar, Parísar, Barcelona og til Mílanó síðar í sumar.

Í kjölfar flugslyss, sem átti sér stað þann 22. maí er farþegaþota af gerðinni Airbus A320 sem fórst í aðflugi að borginni Karachi, með þeim afleiðingum að 97 létu lífið, kom í ljós að næstum þriðjungur af öllum flugmönnum í landinu væru ekki hæfir til þess að fljúga samkvæmt reglugerðum frá flugmálayfirvöldum og voru skilríki þeirra fölsuð eða gefin út þrátt fyrir að þeir stæðust ekki kröfur.

EASA hefur haft miklar áhyggjur varðandi þær afleiðingar sem þetta getur haft í för með sér og var því ákveðið að banna ríkisflugfélaginu pakistanska að fljúga til Evrópu.

Abdullah Hafeez, talsmaður PIA, segir þessar fregnir mjög sorglegar þar sem þetta eigi eftir að skaða ímynd flugfélagsins sem fyrir áratug síðan var álitið eitt af virtustu flugfélögum heims. - „Við erum gjörsamlega búin að ná botninum“, segir Hafeez.

Pakistan International Airlines (PIA) hefur frest til þess að áfrýja úrskurði EASA en þrátt fyrir það þá tekur bannið í gildi á morgun.  fréttir af handahófi

Thai Airways sækir um gjaldþrotavernd

18. maí 2020

|

Thai Airways hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun og hafa stjórnvöld í Singapúr ákveðið að fara þá leiðina til að bjarga rekstri félagsins í stað þess að veita félaginu opinbera aðstoð up

Þriggja daga flugprófunum með 737 MAX lauk í gær

2. júlí 2020

|

Flugprófunum lauk í gær með Boeing 737 MAX tilraunavél Boeing en prófanirnar eru hornsteinninn af endurútgáfu á flughæfnisvottun vélanna og afléttingu kyrrsetningu á þeim sem hafa varað nú í tæpa 16

Fækka Boeing 767 um helming og hætta með Airbus A319

22. apríl 2020

|

Austrian Airlines mun fækka Boeing 767 breiðþotunum í flota félagsins um helming og taka allar Airbus A319 þoturnar úr umferð.

  Nýjustu flugfréttirnar

Yfir 80 starfsmönnum hjá Ryanair í Belgíu sagt upp

9. júlí 2020

|

Ryanair hefur ákveðið að segja upp 40 flugmönnum og fjörutíu flugfreyjum og flugþjónum í Belgíu.

LEVEL France hættir starfsemi

9. júlí 2020

|

Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) tilkynnti í gær að dótturfélagið LEVEL France myndi hætta starfsemi sinni.

Flugþjóns frá PIA saknað eftir viðdvöl í Toronto

9. júlí 2020

|

Ekkert hefur spurst til flugþjóns frá Pakistan International Airlines (PIA) sem saknað hefur verið eftir að áhöfn flugfélagsins pakistanska hafði viðdvöl í Toronto í Kanada.

Air Namibía svipt leyfi til þess að fljúga farþegaflug

9. júlí 2020

|

Ríkisstjórn Namibíu hefur svipt flugfélaginu Air Namibia leyfi til þess að fljúga áætunarflug og leiguflug með farþega þar sem að félagið hefur ekki náð að afla nægilegs fjármagns til þess að sína fr

Air Mauritius auglýsir fimm farþegaþotur til sölu

8. júlí 2020

|

Flugfélagið Air Mauritius hefur sett á sölu fimm farþegaþotur og er óskað eftir tilboðum í þoturnar.

United gæti þurft að segja upp 36.000 starfsmönnum í haust

8. júlí 2020

|

Bandaríska flugfélagið United Airlines tilkynnti í gær að félagið þyrfti mögulega að grípa til risahópuppsagna þar sem kórónaveirufaraldurinn er farinn að hafa verulega slæm áhrif á rekstur félagsin

Kjarasamningur við flugfreyjur felldur í atkvæðagreiðslu

8. júlí 2020

|

Flugfreyjur og flugþjónar Icelandair, sem eru félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands, hafa fellt þann kjarasamning sem skrifað var undir í lok júní en atkvæðagreiðsla tók við í kjölfar samningsins og

El Al ríkisvætt þangað til að nýir fjárfestar finnast

8. júlí 2020

|

Ríkisstjórnin í Ísrael ætlar sér að taka við rekstri flugfélagsins El Al Israel Airlines og verður flugfélagið ríkisvætt þangað til að nýir fjárfestar finnast.

Nýtt vandamál með Trent 1000 hreyfilinn frá Rolls-Royce

7. júlí 2020

|

Nýtt vandamál virðist vera komið upp með Trent 1000 hreyflana frá Rolls-Royce sem bætist ofan á fyrri viðvarandi vandamál sem hafa hrjáð hreyflana og Dreamliner-þoturnar sem þeir voru hannaðir fyrir

Avolon hættir við 27 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar

7. júlí 2020

|

Írska flugvélaleigufyrirtækið Avolon hefur hætt við pöntun í 27 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar en fyrirtækið hafði þegar hætt við pöntun í 75 MAX-þotur í apríl vegna COVID-19 faraldursins.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00