flugfréttir

Pakistanska flugfélaginu PIA bannað að fljúga til Evrópu

30. júní 2020

|

Frétt skrifuð kl. 17:15

Boeing 777 þota Pakistan International Airlines á Kennedy-flugvellinum í New York

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur bannað flugfélaginu Pakistan International Airlines (PIA) að fljúga til Evrópu og um evrópska flugvelli og hefur félagið verið sett á svartan lista.

Bannið tekur í gildi frá og með morgundeginum 1. júlí og gildir það að minnsta kosti í 6 mánuði með möguleika á framlengingu í þrjá mánuði til viðbótar.

Bannið er tilkomið í kjölfar frétta sem birtust í fjölmiðlum víðsvegar um heim í seinustu viku um að allt að 30% allra atvinnuflugmanna í Pakistan væru með ýmist falsað eða „vafasamt“ flugskírteini.

Þetta mun hafa þau áhrif að ríkistflugfélagið PIA mun ekki geta flogið til evrópskra borga á borð við London, Kaupmannahöfn, París, Róm, Osló, Barcelona, Birmingham auk Manchester.

Vegna COVID-19 hefur Pakistan International Airlines ekki flogið til Evrópu sl. vikur en félagið hafði vonast til þess að geta byrjað aftur að fljúga til Oslóar, Kaupmannahafnar, Parísar, Barcelona og til Mílanó síðar í sumar.

Í kjölfar flugslyss, sem átti sér stað þann 22. maí er farþegaþota af gerðinni Airbus A320 sem fórst í aðflugi að borginni Karachi, með þeim afleiðingum að 97 létu lífið, kom í ljós að næstum þriðjungur af öllum flugmönnum í landinu væru ekki hæfir til þess að fljúga samkvæmt reglugerðum frá flugmálayfirvöldum og voru skilríki þeirra fölsuð eða gefin út þrátt fyrir að þeir stæðust ekki kröfur.

EASA hefur haft miklar áhyggjur varðandi þær afleiðingar sem þetta getur haft í för með sér og var því ákveðið að banna ríkisflugfélaginu pakistanska að fljúga til Evrópu.

Abdullah Hafeez, talsmaður PIA, segir þessar fregnir mjög sorglegar þar sem þetta eigi eftir að skaða ímynd flugfélagsins sem fyrir áratug síðan var álitið eitt af virtustu flugfélögum heims. - „Við erum gjörsamlega búin að ná botninum“, segir Hafeez.

Pakistan International Airlines (PIA) hefur frest til þess að áfrýja úrskurði EASA en þrátt fyrir það þá tekur bannið í gildi á morgun.  fréttir af handahófi

Fyrsta risaþotuflug Emirates með A380 í 4 mánuði

15. júlí 2020

|

Emirates flýgur í dag fyrstu áætlunarflugin með risaþotunni Airbus A380 í fjóra mánuði en risaþotuflugfloti félagsins hefur verið kyrrsettur vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

Um 12.000 verður sagt upp hjá British Airways

12. ágúst 2020

|

British Airways hefur ákveðið að segja upp um 12.000 starfsmönnum af þeim 42 þúsund sem starfa í dag hjá flugfélaginu breska og jafngildir það fækkun mannafla upp á 29 prósent.

Fyrsta pöntun ársins í 737 MAX berst til Boeing

20. ágúst 2020

|

Boeing hefur fengið fyrstu pöntun inn á borð til sín á þessu ári í Boeing 737 MAX þotuna og er það pólska flugfélagið Enter Air sem hefur lagt inn pöntun í fjórar Boeing 737 MAX 8 þotur.

  Nýjustu flugfréttirnar

Um 1.300 flugvélum verður skilað til eigenda sinna

22. september 2020

|

Talið er að flugfélögin eigi eftir að skila yfir 1.000 flugvélum til flugvélaleigufyrirtækja á næstu mánuðum og fram til ársins 2021.

Lufthansa staðfestir endalok risaþotunnar

21. september 2020

|

Lufthansa hefur tilkynnt að flugfélagið þýska ætli að losa sig við allar Airbus A380 þoturnar

Kaupa 24 Boeing 757 þotur sem verður breytt í fraktflugvélar

19. september 2020

|

Bandaríska fyrirtækið AerSale hefur fest kaup á 24 farþegaþotum af gerðinni Boeing 757-200 en til stendur að breyta flestum þeirra í fraktþotur á meðan nokkrar verða rifnar niður í varahluti.

Eina fjögurra hreyfla þotan sem á sér framtíð hjá Lufthansa

19. september 2020

|

Júmbó-þotan, Boeing 747-8, er eina fjögurra hreyfla flugvélin sem á sér örugga framtíð hjá Lufthansa.

Fokker 50 út af braut í Sómalíu

19. september 2020

|

Flugslys átti sér stað í dag á flugvellinum í höfuðborg Sómalíu er flugvél af gerðinni Fokker 50 fór út af braut og hafnaði á steinvegg sem liggur milli flugbrautarinnar og strandlengjunnar.

Fella niður eina af hverjum fimm flugferðum í október

18. september 2020

|

Ryanair hefur tilkynnt um enn frekari niðurskurð á flugáætlun sinni í næsta mánuði og ætlar félagið að fækka flugferðum um 20 prósent í október.

Hverfi nálægt Heathrow gætu breyst í draugabæi

17. september 2020

|

Varað er við því að fækkun farþega um Heathrow-flugvöll og langvarandi ástand vegna COVID-19 heimsfaraldursins gæti orðið til þess að íbúum eigi eftir að snarfækka í nokkrum hverfum nálægt flugvellinu

Leggja 130 þotum þar sem vafi leikur á þyngd þeirra

17. september 2020

|

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines hefur tekið tímabundið úr umferð 130 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737-800 vegna misvísandi upplýsinga um tómaþyngd vélanna.

Laun flugmanna lækka um helming hjá Turkish Airlines

16. september 2020

|

Laun flugmanna hjá Turkish Airlines munu lækka um helming út næsta ár en stjórn flugfélagsins tyrkneska hefur náð að gera kjarasamning við starfsmannafélög í Tyrklandi um allt að 50% kjaraskerðingu

Fjölmenni á einni stærstu rafmagnsflugvélasýningu Evrópu

15. september 2020

|

Þrátt fyrir COVID-19 heimsfaraldurinn þá voru um 1.000 gestir sem mættu á Electrifly-in & Symposium flughátíðina sem fram fór í bænum Grenchen í Sviss um síðustu helgi.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00