flugfréttir

Tólf hóteleigendur á Kanarí stofna nýtt flugfélag

- Segja mikilvægt að Kanaríeyjar séu með sitt eigið flugfélag

1. júlí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 14:54

Hópurinn samastendur af yfir 12 rekstaraðilum í hótelbransanum á Kanaríeyjum

Hópur af hóteleigendum á Kanaríeyjum, sem hafa miklar áhyggjur af ferðamannahruninu á eyjunni, hafa ákveðið að taka höndum saman og stofna sitt eigið flugfélag og hefur hópurinn þegar tryggt sér eina Airbus A320 farþegaþotu sem notuð verður til flugsins.

Til stendur að hefja áætlunarflug í vetur en um er að ræða eigendur yfir tólf hótela sem staðsett eru á Tenerife, La Palma og á eyjunni La Gomera.

Hópurinn hefur fengið til liðs við sig flugfélagið One Airways sem mun annast ráðgjöf og flugrekstur fyrst um sinn en Airbus A320 þotan verður keypt frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways.

One Airways hafði gefið í skyn í apríl í vor að í deiglunni væri að stofna nýtt flugfélag á Kanaríeyjum með höfuðstöðvar á syðri flugvellinum á Tenerife.

Þotan sem mun fara til Kanaríeyja ber skráninguna OY-RCJ og hefur hún verið notuð að undanförnu í áætlunarflugi á milli Vágar og Kaupmannahafnar en Jóhanna á Bergi, framkvæmdarstjóri Atlantic Airways, segir að stefna félagsins sé að vera aðeins með Airbus A320neo þotur í flotanum frá og með árinu 2024.

Nýja flugfélagið stefnir á að byrja á áætlunarflugi á milli Kanaríeyja og meginlands Spánar með möguleika á að fljúga til fleiri áfangastaða í Evrópu.

Airbus A320 þota frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways mun verða fyrsta flugvél nýja flugfélagsins á Kanaríeyjum

Hóteleigendurnir hafa ásamt fleiri fjárfestum stofnað eignarhaldsfélag utan um rekstur hiðs nýja flugfélags sem nefnist Sociedad Limitada og hefur félagið fengið fullan stuðning frá eyjastjórninni á Kanaríeyjum.

Í yfirlýsingu frá félaginu segir að meðal annars að gjaldþrot Thomas Cook á síðasta ári hafi opnað augu manna fyrir því að Kanaríeyjar verði að vera sjálfstæðar þegar kemur að flugsamgöngum til eyjanna þar sem gjaldþrot erlendra flugfélaga geti haft gríðarleg áhrif á ferðamannaiðnaðinn.

„Mörg flugfélög gætu orðið gjaldþrota á næstunni. Hvað ætlum við að gera ef ferðamenn hætta að koma þar sem ekki verður hægt að fljúga hingað?“, segir Jorge Marichal, formaður félagsins.  fréttir af handahófi

EASA varar flugfélög við því að fljúga yfir Íran

17. júlí 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur gefið út tilmæli þar varað er við því að fljúga í íranskri lofthelgi þar sem flug yfir landið gæti mögulega sett í gang loftskeytakerfi íranska hersins.

Lenti á lokaðri flugbraut til þess að komast á ströndina

29. maí 2020

|

Slökkvilið á herflugvelli í Wales í Bretlandi þurfti að hafa afskipti af flugmann einum sl. mánudag eftir að hann lenti flugvél sinni þrátt fyrir að flugvöllurinn var lokaður.

Fyrsta PC-24 sjúkraþotan fyrir Svíþjóð flýgur sitt fyrsta flug

26. júlí 2020

|

Fyrsta Pilatus PC-24 sjúkraþotan fyrir sænsku sjúkraflugþjónustuna KSA (Kommunalförbundet Svenskt Ambulansflyg) flaug fyrir helgi sitt fyrsta flug frá verksmiðjunum í Sviss áður en þotan verður afhe

  Nýjustu flugfréttirnar

CityJet bjargað frá gjaldþroti

7. ágúst 2020

|

Írska flugfélagið CityJet mun að öllum líkindum sleppa við gjaldþrot þar sem flest bendir til þess að dómstóll á Írlandi ætli að samþykkja aðgerðir til þess að bjarga félaginu.

Nýtt flugfélag stefnir á að leigja yfir 20 Airbus-þotur

7. ágúst 2020

|

Nýtt flugfélag í Bandaríkjunum stefnir á að hefja áætlunarflug innan skamms og er undirbúningur þess í fullum gangi.

Tigerair Australia hættir starfsemi

7. ágúst 2020

|

Ástralska lágfargjaldafélagið Tigerair Australia hefur hætt starfsemi sinni en móðurfélag þess, Virgin Australia, tilkynnti sl. miðvikudag að ákvörðun hafi verið tekin um að binda endi á starfsemi fé

Boeing 747 rakst með þrjá hreyfla ofan í braut í lendingu

7. ágúst 2020

|

Júmbó-fraktþota af gerðinni Boeing 747-400 rakst með þrjá hreyfla ofan í flugbraut í lendingu á Pudong-flugvellinum í Shanghai á dögunum.

Þrjú þúsund milljarðar til bandarískra flugfélaga

6. ágúst 2020

|

Bandaríska þingið ætlar að afgreiða 25 milljarða dala björgunarpakka fyrir flugiðnaðinn í Bandaríkjunum sem þýðir að bandarísk flugfélög eiga von á styrk upp á yfir 3.390 milljarða króna svo hægt sé

Helmingur farþega sótti farangur við neyðarrýmingu

6. ágúst 2020

|

Tafir urðu á því að hægt var að rýma farþegaþotu á Stansted-flugvellinum í London í fyrra er upp kom neyðarástand vegna fjölda farþega sem eyddu tíma í að sækja handfarangur sinn.

Lufthansa Group mun taka yfir 60 flugvélar úr flotanum

6. ágúst 2020

|

Lufthansa Group hefur tilkynnt afkomu sína eftir annan ársfjórðung þessa ársins og kemur fram að taprekstur félagsins nam 2 milljörðum Bandaríkjadala sem samsvarar 271 milljarði króna.

Virgin Atlantic sækir um gjaldþrotavernd

5. ágúst 2020

|

Breska flugfélagið Virgin Atlantic Airways hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðun fyrir dómstóli í New York í Bandaríkjunum en fram kemur að rekstarfé flugfélagsins mun að öðru leyti verða

Yfir 200 flugvirkjanemar hefja nám hjá Lufthansa Technik

4. ágúst 2020

|

Þrátt fyrir að ein mesta krísa sem um getur sé nú að dynja á flugiðnaðinum þá horfir fyrirtækið Lufthansa Technik, viðhaldsfyrirtæki Lufthansa Group, til framtíðar og hefja um 240 ungir flugvirkjane

Ofhlaðin flugvél af fíkniefnum brotlenti í flugtaki

4. ágúst 2020

|

Lítil tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Cessna 402 brotlenti í flugtaki í Papúa Nýju-Gíneu í síðustu viku en í ljós kom að flugvélin var ofhlaðin af fíkniefnum sem reynt var að smygla yfir til Ástr

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00