flugfréttir

Þriggja daga flugprófunum með 737 MAX lauk í gær

- FAA mun fara yfir niðurstöðurnar og lesa úr gögnum á næstu vikum

2. júlí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 13:46

Tilraunarþotan N720IS lendir eftir fyrsta flugið sem fram fór sl. mánudag

Flugprófunum lauk í gær með Boeing 737 MAX tilraunavél Boeing en prófanirnar eru hornsteinninn af endurútgáfu á flughæfnisvottun vélanna og afléttingu kyrrsetningu á þeim sem hafa varað nú í tæpa 16 mánuði.

Prófanirnar hófust sl. mánudag og stóðu yfir í þrjá daga og voru þær framkvæmdar af Boeing og bandarískum flugmálayfirvöld (FAA) og var aðaláhersla lögð á að framkvæma úttekt á þeim breytingum sem Boeing hafði gert á MCAS-kerfinu.

Boeing hafði meðal annars gert þær breytingar að MCAS verði ekki virkt vegna upplýsinga frá einum skynjara sem mælir áfallshorn vélarinnar og þarf því núna tvo skynjara til auk þess sem uppfærsla á hugbúnaði sér til þess að MCAS-kerfið fer ekki aftur í gang þegar þegar búið er að aftengja það einu sinni.

Boeing 737 MAX þoturnar hafa verið kyrrsettar í dag í tæpa 16 mánuði

Prófanir vegna þessa á mánudaginn stóðu yfir í tvær klukkustundir, fjórar klukkustundir á þriðjudag og í gær stóð síðasta tilraunaflugið yfir í eina klukkustund og 37 mínútur.

Bandarískt flugmálayfirvöld (FAA) munu taka sér nokkrar vikur í að fara yfir upplýsingar og lesa úr gögnum eftir þessar prófanir í vikunni og verður gengið úr skugga um að breytingarnar á MCAS-kerfinu séu að virka eins og ætlast er til og einnig að þær uppfylli kröfur um flugöryggi.

Þá mun FAA einnig leggjast yfir þjálfunarferla ásamt samstarfsmönnum sínum hjá flugmálayfirvöldum í Kanada, Evrópu og í Brasilíu og ákveða þá lágmarksþjálfun sem krafist verður til viðbótar vegna breytinganna fyrir flugmenn og farið verður yfir það efni sem þarf að breyta í flughandbók vélanna.

Boeing 737 MAX 7 tilraunavél Boeing kemur inn til lendingar á Boeing Field sl. mánudag

Drög að þeim breytingum verða svo aðgengilegar fyrir flugrekendur og flugmenn og verður hægt að koma með ábendingar og skrifa ummæli sem farið verður svo yfir áður en gefið verður út endanlegt þjálfunarefni fyrir flugmenn sem notast verður við í Boeing 737 MAX flughermum.

Fyrstu flugferðirnar með farþega mögulega í desember

Að því loknu mun FAA gefa út ábendingar til flugfélaga með þeim atriðum sem flugrekstraraðilar þurfa að breyta um borð í þeim Boeing 737 MAX þotum sem þeir hafa yfir að ráða en á þeim tímapunkti má áætla að MAX-vélarnar hafa þá verið kyrrsettar í 19 mánuði ef miðað er við að komið verður fram í september í haust.

Eftir það mun FAA huga að því að tilkynna um afléttingu á kyrrsetningunni með útgáfu á flughæfnisvottun sem þýðir að flugfélög geta þá farið að huga að fyrstu flugferðunum með farþega um borð.

Fram kemur að mögulega gætu fyrstu flugferðirnar með farþega vestanhafs þá átt sér stað tveimur mánuðum síðar eða þegar komið verður fram í desember en flugmálayfirvöld í Evrópu (EASA) hafa lýst því yfir að stofnunin ætli að framkvæma sína eigin prófanir eftir að flugprófunum lýkur í Bandaríkjunum.  fréttir af handahófi

Margrét ráðin yfirflugkennari hjá Flugakademíu Íslands

20. júlí 2020

|

Margrét Elín Arnarsdóttir hefur verið ráðin sem yfirkennari hjá Flugakademíu Íslands sem hefur fengið nýtt nafn í kjölfar sameiningu Flugakademíu Keilis og Flugskóla Íslands.

British Airways fær sína fyrstu Boeing 787-10 þotu afhenta

29. júní 2020

|

British Airways hefur tekið við sinni fyrstu Dreamliner-þotu af gerðinni Boeing 787-10 sem er lengsta útgáfan af Dreamliner.

Qantas frestar öllum afhendingum á nýjum þotum

11. maí 2020

|

Ástralska flugfélagið Qantas ætlar ekki að taka við neinum nýjum farþegaþotum í ár og hefur frestað afhendingum á bæði nýjum Boeing 787 þotum og Airbus A321XLR þotum.

  Nýjustu flugfréttirnar

CityJet bjargað frá gjaldþroti

7. ágúst 2020

|

Írska flugfélagið CityJet mun að öllum líkindum sleppa við gjaldþrot þar sem flest bendir til þess að dómstóll á Írlandi ætli að samþykkja aðgerðir til þess að bjarga félaginu.

Nýtt flugfélag stefnir á að leigja yfir 20 Airbus-þotur

7. ágúst 2020

|

Nýtt flugfélag í Bandaríkjunum stefnir á að hefja áætlunarflug innan skamms og er undirbúningur þess í fullum gangi.

Tigerair Australia hættir starfsemi

7. ágúst 2020

|

Ástralska lágfargjaldafélagið Tigerair Australia hefur hætt starfsemi sinni en móðurfélag þess, Virgin Australia, tilkynnti sl. miðvikudag að ákvörðun hafi verið tekin um að binda endi á starfsemi fé

Boeing 747 rakst með þrjá hreyfla ofan í braut í lendingu

7. ágúst 2020

|

Júmbó-fraktþota af gerðinni Boeing 747-400 rakst með þrjá hreyfla ofan í flugbraut í lendingu á Pudong-flugvellinum í Shanghai á dögunum.

Þrjú þúsund milljarðar til bandarískra flugfélaga

6. ágúst 2020

|

Bandaríska þingið ætlar að afgreiða 25 milljarða dala björgunarpakka fyrir flugiðnaðinn í Bandaríkjunum sem þýðir að bandarísk flugfélög eiga von á styrk upp á yfir 3.390 milljarða króna svo hægt sé

Helmingur farþega sótti farangur við neyðarrýmingu

6. ágúst 2020

|

Tafir urðu á því að hægt var að rýma farþegaþotu á Stansted-flugvellinum í London í fyrra er upp kom neyðarástand vegna fjölda farþega sem eyddu tíma í að sækja handfarangur sinn.

Lufthansa Group mun taka yfir 60 flugvélar úr flotanum

6. ágúst 2020

|

Lufthansa Group hefur tilkynnt afkomu sína eftir annan ársfjórðung þessa ársins og kemur fram að taprekstur félagsins nam 2 milljörðum Bandaríkjadala sem samsvarar 271 milljarði króna.

Virgin Atlantic sækir um gjaldþrotavernd

5. ágúst 2020

|

Breska flugfélagið Virgin Atlantic Airways hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðun fyrir dómstóli í New York í Bandaríkjunum en fram kemur að rekstarfé flugfélagsins mun að öðru leyti verða

Yfir 200 flugvirkjanemar hefja nám hjá Lufthansa Technik

4. ágúst 2020

|

Þrátt fyrir að ein mesta krísa sem um getur sé nú að dynja á flugiðnaðinum þá horfir fyrirtækið Lufthansa Technik, viðhaldsfyrirtæki Lufthansa Group, til framtíðar og hefja um 240 ungir flugvirkjane

Ofhlaðin flugvél af fíkniefnum brotlenti í flugtaki

4. ágúst 2020

|

Lítil tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Cessna 402 brotlenti í flugtaki í Papúa Nýju-Gíneu í síðustu viku en í ljós kom að flugvélin var ofhlaðin af fíkniefnum sem reynt var að smygla yfir til Ástr

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00