flugfréttir

Þriggja daga flugprófunum með 737 MAX lauk í gær

- FAA mun fara yfir niðurstöðurnar og lesa úr gögnum á næstu vikum

2. júlí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 13:46

Tilraunarþotan N720IS lendir eftir fyrsta flugið sem fram fór sl. mánudag

Flugprófunum lauk í gær með Boeing 737 MAX tilraunavél Boeing en prófanirnar eru hornsteinninn af endurútgáfu á flughæfnisvottun vélanna og afléttingu kyrrsetningu á þeim sem hafa varað nú í tæpa 16 mánuði.

Prófanirnar hófust sl. mánudag og stóðu yfir í þrjá daga og voru þær framkvæmdar af Boeing og bandarískum flugmálayfirvöld (FAA) og var aðaláhersla lögð á að framkvæma úttekt á þeim breytingum sem Boeing hafði gert á MCAS-kerfinu.

Boeing hafði meðal annars gert þær breytingar að MCAS verði ekki virkt vegna upplýsinga frá einum skynjara sem mælir áfallshorn vélarinnar og þarf því núna tvo skynjara til auk þess sem uppfærsla á hugbúnaði sér til þess að MCAS-kerfið fer ekki aftur í gang þegar þegar búið er að aftengja það einu sinni.

Boeing 737 MAX þoturnar hafa verið kyrrsettar í dag í tæpa 16 mánuði

Prófanir vegna þessa á mánudaginn stóðu yfir í tvær klukkustundir, fjórar klukkustundir á þriðjudag og í gær stóð síðasta tilraunaflugið yfir í eina klukkustund og 37 mínútur.

Bandarískt flugmálayfirvöld (FAA) munu taka sér nokkrar vikur í að fara yfir upplýsingar og lesa úr gögnum eftir þessar prófanir í vikunni og verður gengið úr skugga um að breytingarnar á MCAS-kerfinu séu að virka eins og ætlast er til og einnig að þær uppfylli kröfur um flugöryggi.

Þá mun FAA einnig leggjast yfir þjálfunarferla ásamt samstarfsmönnum sínum hjá flugmálayfirvöldum í Kanada, Evrópu og í Brasilíu og ákveða þá lágmarksþjálfun sem krafist verður til viðbótar vegna breytinganna fyrir flugmenn og farið verður yfir það efni sem þarf að breyta í flughandbók vélanna.

Boeing 737 MAX 7 tilraunavél Boeing kemur inn til lendingar á Boeing Field sl. mánudag

Drög að þeim breytingum verða svo aðgengilegar fyrir flugrekendur og flugmenn og verður hægt að koma með ábendingar og skrifa ummæli sem farið verður svo yfir áður en gefið verður út endanlegt þjálfunarefni fyrir flugmenn sem notast verður við í Boeing 737 MAX flughermum.

Fyrstu flugferðirnar með farþega mögulega í desember

Að því loknu mun FAA gefa út ábendingar til flugfélaga með þeim atriðum sem flugrekstraraðilar þurfa að breyta um borð í þeim Boeing 737 MAX þotum sem þeir hafa yfir að ráða en á þeim tímapunkti má áætla að MAX-vélarnar hafa þá verið kyrrsettar í 19 mánuði ef miðað er við að komið verður fram í september í haust.

Eftir það mun FAA huga að því að tilkynna um afléttingu á kyrrsetningunni með útgáfu á flughæfnisvottun sem þýðir að flugfélög geta þá farið að huga að fyrstu flugferðunum með farþega um borð.

Fram kemur að mögulega gætu fyrstu flugferðirnar með farþega vestanhafs þá átt sér stað tveimur mánuðum síðar eða þegar komið verður fram í desember en flugmálayfirvöld í Evrópu (EASA) hafa lýst því yfir að stofnunin ætli að framkvæma sína eigin prófanir eftir að flugprófunum lýkur í Bandaríkjunum.  fréttir af handahófi

Icelandair mun fljúga til 32 áfangastaða sumarið 2021

20. október 2020

|

Icelandair hefur birt flugáætlun sína fyrir sumar 2021 og kemur þar fram að félagið stefni á að fljúga til 32 áfangastaða í leiðarkerfi sínu til Evrópu og Norður-Ameríku.

Kenna flugumferðarstjórum um Kobe Bryant flugslysið

27. ágúst 2020

|

Þyrlufyrirtækið og flugrekandi þyrlu af gerðinni Sikorsky S-76B, sem fórst í janúar á þessu ári með fyrrum L.A. Lakers körfuboltastjörnunni Kobe Bryant um borð auk átta annara með þeim afleiðingum að

Áætla að fljúga 737 MAX milli jóla og nýárs

18. október 2020

|

Bandaríska flugfélagið American Airlines ætlar sér að hefja farþegaflug á ný með Boeing 737 MAX þotunum fyrir lok ársins.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta A380 risaþotan til að yfirgefa flugflota Emirates

27. október 2020

|

Emirates hefur formlega kvatt fyrstu Airbus A380 risaþotuna sem yfirgaf flugfélagið í dag en henni var ferjuflogið til Spánar þar sem hún fer í geymslu.

Sex júmbó-þotur Lufhansa fastar í Hollandi

27. október 2020

|

Sex júmbó-þotur á vegum Lufthansa, sem eru af gerðinni Boeing 747-400, eru nú fastar á Twente-flugvellinum í Hollandi þar sem þær fá ekki að fara í loft frá flugvellinum þar sem þær eru of stórar er

Easyjet selur 9 þotur úr flotanum

27. október 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet hefur gert samkomulag um sölu á níu Airbus A320 þotum sem seldar hafa verið til tveggja flugvélaleigufyrirtækja sem mun svo leigja vélarnar til baka til easyJet.

Icelandair fær þrjár 737 MAX þotur afhentar næsta vor

27. október 2020

|

Icelandair áætlar að félagið muni fá þrjár Boeing 737 MAX þotur afhentar eftir áramót en í nýrri afkomuskýrslu félagsins segir að MAX-þoturnar þrjár verði afhentar á öðrum ársfjórðungi ársins 2021.

Segjast hafa fundið staðinn þar sem MH370 er að finna

26. október 2020

|

Hópur nokkurra sérfræðinga telja sig hafa fundið enn nákvæmari staðsetningu þar sem malasísku farþegaþotuna er mjög líklega að finna sem hvarf sportlaust fyrir meira en sex og hálfu ári síðan þann 7.

460 grímudólgar komnir á bannlista hjá Delta

26. október 2020

|

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines hefur sett upp sérstakan bannlista yfir þá farþega sem hafa neitað að vera með andlitsgrímur og eru í dag 460 farþegar komnir á þann lista sem fá ekki að fljúga

Koma til móts við flugfélög og lækka lendingargjöld

26. október 2020

|

Stjórn Narita-flugvallarins í Tókýó hefur ákveðið að lækka þjónustu- og lendingargjöld á flugvellinum til þess að koma til móts við flugfélög sem eiga flest hver erfitt uppdráttar á tímum kórónuveirun

Asiana býður upp á útsýnisflug með risaþotu

26. október 2020

|

Enn bætast við flugfélög sem bjóða upp því fólki sem saknar þess að fljúga upp á útsýnisflug og en suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines flaug eitt slíkt sl. laugardag.

Eyðilagði klósett í reiðiskasti um borð í flugvél Finnair

25. október 2020

|

Finnskur karlmaður hefur verið hlotið eins árs skilorðsbundins fangelisdóms fyrir að hafa rústað salerni er hann var farþegi um borð í farþegaþotu Finnair en maðurinn sagði við réttarhöld að salernið

Kynningarflug til að efla traust fólks á 737 MAX

25. október 2020

|

American Airlines stefnir á að fljúga sérstakar kynningarflugferðir með Boeing 737 MAX þotunum í nóvember til þess að efla traust almennings á þotunni áður en hún byrjar að fljúga aftur áætlunarflug

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00