flugfréttir

Sagt að Boeing 747 eigi tvö ár eftir í framleiðslu

- Orðrómur um að Boeing ætli að binda endi á framleiðslu júmbó-þotunnar

3. júlí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 07:46

Júmbó-þota vöruflutningarisans UPS (United Parcel Service)

Sagt er að Boeing sé búið að ákveða að hætta framleiðslu á júmbó-þotunni, Boeing 747, samkvæmt fréttum Bloomberg News en sú útgáfa af júmbó-þotunni sem framleidd hefur verið í dag nefnist Boeing 747-8.

Síðasta Boeing 747-8 júmbó-þotan verður smíðuð eftir tvö ár og endar þar með framleiðsla á einni frægustu farþegaþotu allra tíma en fyrsta júmbó-þotan, sem var af gerðinni Boeing 747-100, var smíðuð fyrir 52 árum síðan og var henni ýtt út úr framleiðslusalnum í Everett í september árið 1968.

Frá upphafi hefur gengið brösulega fyrir Boeing að fá pantanir frá flugfélögum í farþegaþotuútgafuna af Boeing 747-8 og hafa aðeins þrjú flugfélög í heiminum, Lufthansa, Air China, og Korean Air, pantað Boeing 747-8 fyrir farþegaflug.

Síðasta útgáfan af Boeing 747-8 í farþegaútgáfu var afhent fyrir fjórum árum síðan, í júlí árið 2017, og hefur ekkert flugfélag pantað fleiri eintök af júmbó-þotunni en Boeing 747-8 hefur þó verið pöntuð í fleiri eintökum sem fraktflugvél.

Ennþá á eftir að smíða um sextán Boeing 747-8F fraktþotur fyrir tvo viðskiptavini sem eru UPS (United Parcel Service) og Volga-Dnepr Airlines og hefur Boeing verið að smíða eitt eintak á tveggja mánaða fresti og má því áætla að búið verði að afhenda allar þær júmbó-fraktþotur sem pantaðar hafa verið eftir tvö ár.

Air China er eitt þeirra þriggja flugfélaga sem hafa pantað Boeing 747-8 júmbó-þotuna

Ekkert bandarískt flugfélag lagði inn pöntun í Boeing 747-8 en Delta Air Lines og United Airlines voru síðustu bandarísku flugfélögin vestanhafs til þess að hafa eldri útgáfur af júmbó-þotunni í notkun en Delta hætti með Boeing 747 árið 2018 og United Airlines flaug síðasta júmbó-þotuflugið árið 2017.

Sífellt fleiri flugfélög hafa hætt með júmbó-þotuna síðan þá og hefur orðið holskefla af flugfélögum sem hafa hætt með Boeing 747 þoturnar í vor eftir að kórónaveirufaraldurinn kom upp sem hefur nánast rekið naglann í líkkistuna á öllum fjögurra hreyfla þotum í dag en fjölmörg flugfélög hafa lagt þotum á borð við Boeing 747, Airbus A380 og Airbus A340.

Tekið skal fram að Boeing hefur ekki staðfest eða tjáð sig um þær fréttir að til standi að hætta framleiðslu á júmbó-þotunni.  fréttir af handahófi

Fly Armenia nýtt flugfélag í Armeníu

14. júlí 2020

|

Á meðan mörg flugfélög eru að berjast við að halda velli og forða sér frá gjaldþroti þá er verið að stofna nýtt flugfélag í Ameníu sem fer að líta dagsins ljóss á næstunni.

Flugakademía Íslands stærsti flugskóli á Íslandi

14. júlí 2020

|

Flugakademía Keilis og Flugskóli Íslands hafa sameinast í stærsta flugskóla landsins sem fengið hefur nafnið Flugakademía Íslands.

Lágmarksverð sett á fargjöld til og frá Austurríki

9. júní 2020

|

Ríkisstjórnin í Austurríki hefur kynnt nýja reglugerð þar sem farið verður fram á lágmarksverð á fargjöldum fyrir þau flugfélög sem fljúga til og frá landinu en það er gert til þess að koma í veg fy

  Nýjustu flugfréttirnar

CityJet bjargað frá gjaldþroti

7. ágúst 2020

|

Írska flugfélagið CityJet mun að öllum líkindum sleppa við gjaldþrot þar sem flest bendir til þess að dómstóll á Írlandi ætli að samþykkja aðgerðir til þess að bjarga félaginu.

Nýtt flugfélag stefnir á að leigja yfir 20 Airbus-þotur

7. ágúst 2020

|

Nýtt flugfélag í Bandaríkjunum stefnir á að hefja áætlunarflug innan skamms og er undirbúningur þess í fullum gangi.

Tigerair Australia hættir starfsemi

7. ágúst 2020

|

Ástralska lágfargjaldafélagið Tigerair Australia hefur hætt starfsemi sinni en móðurfélag þess, Virgin Australia, tilkynnti sl. miðvikudag að ákvörðun hafi verið tekin um að binda endi á starfsemi fé

Boeing 747 rakst með þrjá hreyfla ofan í braut í lendingu

7. ágúst 2020

|

Júmbó-fraktþota af gerðinni Boeing 747-400 rakst með þrjá hreyfla ofan í flugbraut í lendingu á Pudong-flugvellinum í Shanghai á dögunum.

Þrjú þúsund milljarðar til bandarískra flugfélaga

6. ágúst 2020

|

Bandaríska þingið ætlar að afgreiða 25 milljarða dala björgunarpakka fyrir flugiðnaðinn í Bandaríkjunum sem þýðir að bandarísk flugfélög eiga von á styrk upp á yfir 3.390 milljarða króna svo hægt sé

Helmingur farþega sótti farangur við neyðarrýmingu

6. ágúst 2020

|

Tafir urðu á því að hægt var að rýma farþegaþotu á Stansted-flugvellinum í London í fyrra er upp kom neyðarástand vegna fjölda farþega sem eyddu tíma í að sækja handfarangur sinn.

Lufthansa Group mun taka yfir 60 flugvélar úr flotanum

6. ágúst 2020

|

Lufthansa Group hefur tilkynnt afkomu sína eftir annan ársfjórðung þessa ársins og kemur fram að taprekstur félagsins nam 2 milljörðum Bandaríkjadala sem samsvarar 271 milljarði króna.

Virgin Atlantic sækir um gjaldþrotavernd

5. ágúst 2020

|

Breska flugfélagið Virgin Atlantic Airways hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðun fyrir dómstóli í New York í Bandaríkjunum en fram kemur að rekstarfé flugfélagsins mun að öðru leyti verða

Yfir 200 flugvirkjanemar hefja nám hjá Lufthansa Technik

4. ágúst 2020

|

Þrátt fyrir að ein mesta krísa sem um getur sé nú að dynja á flugiðnaðinum þá horfir fyrirtækið Lufthansa Technik, viðhaldsfyrirtæki Lufthansa Group, til framtíðar og hefja um 240 ungir flugvirkjane

Ofhlaðin flugvél af fíkniefnum brotlenti í flugtaki

4. ágúst 2020

|

Lítil tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Cessna 402 brotlenti í flugtaki í Papúa Nýju-Gíneu í síðustu viku en í ljós kom að flugvélin var ofhlaðin af fíkniefnum sem reynt var að smygla yfir til Ástr

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00