flugfréttir

Allar þrjár flugtölvurnar biluðu samtímis í lendingu

- Náðu að stöðva þotuna af þegar 10 metrar voru eftir af brautinni

6. júlí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 17:28

Airbus A330 breiðþota í lendingu á Songshan-flugvellinum í Taipei í Taívan

Flugmálayfirvöld í Taívan hafa farið fram á að flugfélög þar í landi, sem hafa Airbus A330 breiðþotuna í flota sínum, endurskoði verkferla er kemur að lendingum á blautum flugbrautum í mikilli rigningu og einnig ef mikill raki er í lofti.

Ástæðan er vegna atviks sem átti sér stað í júnímánuði er A330 breiðþota frá China Airlines var næstum farin út af braut í lendingarbruni á Songshan-flugvellinum í Taipei í Taívan þegar allar flugtölvurnar þrjár um borð biluðu á sama tíma með þeim afleiðingum að sjálfvirkt hemlunarkerfi (autoland), hreyflabremsur (reverse thrust) og lyftispillar (spoilers) virkuðu ekki eftir að vélin lenti.

Flugmenn vélarinnar gripu inn í og hemluðu vélina með bremsu í hámarki og náðu þeir að stöðva vélina þegar aðeins 10 metrar voru eftir af flubrautarlengdinni (33 fet) og þurfti að draga vélina af brautinni eftir lendingu.

Í kjölfar atviksins hafa yfirvöld farið fram á að þeir flugmenn sem fljúga Airbus A330 í landinu íhugi að hemla sjálfir í stað þess að nota sjálfvirka bremsu og sjálfvirka lendingu þegar verið er að lenda á blautri flugbraut í eða eftir mikla rigningu og skoði þann valkost þegar farið er yfir veðurupplýsingar á áætlunarstað.

Einnig er farið fram á að taka með í reikninginn að snúa til varaflugvallar ef flugbraut á áætlunarflugvelli er blaut og þá sérstaklega ef flugbrautin er ekki nægilega löng við þær aðstæður.

Flugmálayfirvöld í Taívan vinna enn að rannsókn atviksins og er ekki enn vitað hvað olli því að öll kerfi vélarinnar biluðu samstundis en að allar flugtölvurnar þrjár hafi bilað á sama tíma telst vera mjög sjaldgæft.  fréttir af handahófi

Malasía bannar pakistönskum flugmönnum að fljúga í landinu

3. júlí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Malasíu hafa bannað pakistönskum flugmönnum að fljúga meira fyrir malasísk flugfélög tímabundið og hafa þeir flugmenn, sem hafa flogið fyrir flugfélög í landinu, verið vikið úr st

Armenía stefnir á að stofna nýtt ríkisflugfélag

15. júní 2020

|

Ríkisstjórnin í Armeníu stefnir á að stofna nýtt ríkisflugfélag til þess að efla flugsamgöngur til og frá landinu og einnig til þess að þurfa ekki að reiða sig eins mikið á þau erlendu flugfélög sem

Laudamotion leggst af og Lauda Europe kemur í stað

29. júlí 2020

|

Ryanair Group hefur tilkynnt um að til standi að leggja niður dótturflugfélagið Laudamotion og stofna nýtt flugfélag sem fær nafnið Lauda Europe.

  Nýjustu flugfréttirnar

CityJet bjargað frá gjaldþroti

7. ágúst 2020

|

Írska flugfélagið CityJet mun að öllum líkindum sleppa við gjaldþrot þar sem flest bendir til þess að dómstóll á Írlandi ætli að samþykkja aðgerðir til þess að bjarga félaginu.

Nýtt flugfélag stefnir á að leigja yfir 20 Airbus-þotur

7. ágúst 2020

|

Nýtt flugfélag í Bandaríkjunum stefnir á að hefja áætlunarflug innan skamms og er undirbúningur þess í fullum gangi.

Tigerair Australia hættir starfsemi

7. ágúst 2020

|

Ástralska lágfargjaldafélagið Tigerair Australia hefur hætt starfsemi sinni en móðurfélag þess, Virgin Australia, tilkynnti sl. miðvikudag að ákvörðun hafi verið tekin um að binda endi á starfsemi fé

Boeing 747 rakst með þrjá hreyfla ofan í braut í lendingu

7. ágúst 2020

|

Júmbó-fraktþota af gerðinni Boeing 747-400 rakst með þrjá hreyfla ofan í flugbraut í lendingu á Pudong-flugvellinum í Shanghai á dögunum.

Þrjú þúsund milljarðar til bandarískra flugfélaga

6. ágúst 2020

|

Bandaríska þingið ætlar að afgreiða 25 milljarða dala björgunarpakka fyrir flugiðnaðinn í Bandaríkjunum sem þýðir að bandarísk flugfélög eiga von á styrk upp á yfir 3.390 milljarða króna svo hægt sé

Helmingur farþega sótti farangur við neyðarrýmingu

6. ágúst 2020

|

Tafir urðu á því að hægt var að rýma farþegaþotu á Stansted-flugvellinum í London í fyrra er upp kom neyðarástand vegna fjölda farþega sem eyddu tíma í að sækja handfarangur sinn.

Lufthansa Group mun taka yfir 60 flugvélar úr flotanum

6. ágúst 2020

|

Lufthansa Group hefur tilkynnt afkomu sína eftir annan ársfjórðung þessa ársins og kemur fram að taprekstur félagsins nam 2 milljörðum Bandaríkjadala sem samsvarar 271 milljarði króna.

Virgin Atlantic sækir um gjaldþrotavernd

5. ágúst 2020

|

Breska flugfélagið Virgin Atlantic Airways hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðun fyrir dómstóli í New York í Bandaríkjunum en fram kemur að rekstarfé flugfélagsins mun að öðru leyti verða

Yfir 200 flugvirkjanemar hefja nám hjá Lufthansa Technik

4. ágúst 2020

|

Þrátt fyrir að ein mesta krísa sem um getur sé nú að dynja á flugiðnaðinum þá horfir fyrirtækið Lufthansa Technik, viðhaldsfyrirtæki Lufthansa Group, til framtíðar og hefja um 240 ungir flugvirkjane

Ofhlaðin flugvél af fíkniefnum brotlenti í flugtaki

4. ágúst 2020

|

Lítil tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Cessna 402 brotlenti í flugtaki í Papúa Nýju-Gíneu í síðustu viku en í ljós kom að flugvélin var ofhlaðin af fíkniefnum sem reynt var að smygla yfir til Ástr

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00