flugfréttir

Spennandi tímar í fluginu framundan eftir COVID-19

- Yfirmaður FAA telur að flugið muni ná sér að fullu á 2 til 4 árum

6. júlí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 23:10

Steve Dickson, yfirmaður bandarískra flugmálayfirvalda (FAA)

Stephen Dickson, formaður bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) ávarpaði nemendur við Embry Riddle háskólann á Netinu í vefútsendingu á dögunum þar sem hann meðal annars hvatti flugnema, og þá nemendur sem stunda nám við flugtengdar greinar, að gefast ekki upp vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

Dickson sagði meðal annars að það væru önnur útgáfa af „gullnu árum flugsins“ handan við hornið og mikið af spennandi tækifærum framundan eftir að flugiðnaðurinn hefur náð sér á strik eftir heimsfaraldurinn.

Dickson sagði meðal annars að næstu 5 ár myndu verða mjög viðburðarrík í fluginu og þá sérstaklega er kemur að nýrri tækni á borð við rafknúnar flugvélar og fleiri nýjungar sem verið er að prófa sem hluta af flugsamgöngum. Telur Dickson að sú þróun gæti verið sú viðamesta síðan að þotuhreyfillinn kom á markað og flugvélar með jafnþrýstibúnað og væru þeir tímar framundan þrátt fyrir kórónaveirufaraldurinn.

Skjáskot af vefútsendingunni (webinar) á Youtube-síðu Embry Riddle
háskólans

„Ég elska að fljúga. Að fljúga er ekki vinna heldur ástríða og það er ekkert betra en að vera innan um flugvélar“, sagði Stephen Dickson sem hóf sinn flugferil hjá bandaríska flughernum áður en hann byrjaði að fljúga sem atvinnuflugmaður hjá Delta Air Lines en árið 2018 varð hann gerðir að 18. yfirmanni bandarískra flugmálayfirvalda.

Aðspurður um hvað hann haldi að það þurfti til svo að flugiðnaðurinn verði aftur sá sami og hann var og hvernig hann telur að það bataferli muni líta út svarar Dickson að hann líti á flugumferðartölur á hverjum degi og tekur hann fram að tölur sem snúa að almannaflugi og einkaflugi séu að taka hratt við sér en misjafnt er hversu hraður batinn verður eftir mörkuðum.

Þá telur hann að flug í viðskiptaerindum á Business Class farrýmum eigi eftir að taka seint við sér sem kemur sér illa fyrir flugfélög sem fljúga langflug þar sem tekjur af slíkum sætum telur allt að 70 prósentum af tekjum flugfélaga í farmiðasölu á meðan almennt flug meðal farþega sem ferðast í öðrum erindagjörðum eigi eftir að ná sér fyrr á strik.

Dickson sagðist ekki hafa átt von á því að fljótlega eftir að hann tók við embætti yfirmanns FAA að hann þyrfti að undirbúa sig fyrir tímabil sem olli því að flugumferð dróst saman um 95% og varð til þess að aðeins var flogið millilandaflug til og frá ellefu flugvöllum í Bandaríkjunum.

Flugvélar JetBlue í geymslu í Arizona vegna heimsfaraldursins

Varðandi þau áhrif sem heimsfaraldurinn hefur haft á flugið þá telur Dickson að eftirspurnin muni koma aftur til baka en að ná sama farþegafjölda og var fyrir tíma COVID-19 gæti tekið 2 til 4 ár og myndi eftirspurnin koma fyrst meðal farþega sem fljúga til að fara í frí, til sólarlanda eða í persónulegum erindagjörðum.

Dickson segir að þeir sem eru að taka sín fyrstu skref í fluginu ættu að vera viðbúin því að einhver kynslóðaskipti muni eiga sér stað þar sem einhver hópur af starfsfólk mun ekki fá aftur starf sitt iðnaðinum sem skapar tækifæri fyrir aðra.  fréttir af handahófi

Sameina nýja tegund af flugrita og hljóðrita í einn búnað

24. júlí 2020

|

Nýjar Airbus A320neo þotur munu á næstunni koma með nýrri tegund af flugritum þar sem búið verður að sameina flugrita og hljóðrita í einn búnað sem framleiddur er af fyrirtækinu L3Harris Technologie

CityJet bjargað frá gjaldþroti

7. ágúst 2020

|

Írska flugfélagið CityJet mun að öllum líkindum sleppa við gjaldþrot þar sem flest bendir til þess að dómstóll á Írlandi ætli að samþykkja aðgerðir til þess að bjarga félaginu.

Virgin Atlantic sækir um gjaldþrotavernd

5. ágúst 2020

|

Breska flugfélagið Virgin Atlantic Airways hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðun fyrir dómstóli í New York í Bandaríkjunum en fram kemur að rekstarfé flugfélagsins mun að öðru leyti verða

  Nýjustu flugfréttirnar

CityJet bjargað frá gjaldþroti

7. ágúst 2020

|

Írska flugfélagið CityJet mun að öllum líkindum sleppa við gjaldþrot þar sem flest bendir til þess að dómstóll á Írlandi ætli að samþykkja aðgerðir til þess að bjarga félaginu.

Nýtt flugfélag stefnir á að leigja yfir 20 Airbus-þotur

7. ágúst 2020

|

Nýtt flugfélag í Bandaríkjunum stefnir á að hefja áætlunarflug innan skamms og er undirbúningur þess í fullum gangi.

Tigerair Australia hættir starfsemi

7. ágúst 2020

|

Ástralska lágfargjaldafélagið Tigerair Australia hefur hætt starfsemi sinni en móðurfélag þess, Virgin Australia, tilkynnti sl. miðvikudag að ákvörðun hafi verið tekin um að binda endi á starfsemi fé

Boeing 747 rakst með þrjá hreyfla ofan í braut í lendingu

7. ágúst 2020

|

Júmbó-fraktþota af gerðinni Boeing 747-400 rakst með þrjá hreyfla ofan í flugbraut í lendingu á Pudong-flugvellinum í Shanghai á dögunum.

Þrjú þúsund milljarðar til bandarískra flugfélaga

6. ágúst 2020

|

Bandaríska þingið ætlar að afgreiða 25 milljarða dala björgunarpakka fyrir flugiðnaðinn í Bandaríkjunum sem þýðir að bandarísk flugfélög eiga von á styrk upp á yfir 3.390 milljarða króna svo hægt sé

Helmingur farþega sótti farangur við neyðarrýmingu

6. ágúst 2020

|

Tafir urðu á því að hægt var að rýma farþegaþotu á Stansted-flugvellinum í London í fyrra er upp kom neyðarástand vegna fjölda farþega sem eyddu tíma í að sækja handfarangur sinn.

Lufthansa Group mun taka yfir 60 flugvélar úr flotanum

6. ágúst 2020

|

Lufthansa Group hefur tilkynnt afkomu sína eftir annan ársfjórðung þessa ársins og kemur fram að taprekstur félagsins nam 2 milljörðum Bandaríkjadala sem samsvarar 271 milljarði króna.

Virgin Atlantic sækir um gjaldþrotavernd

5. ágúst 2020

|

Breska flugfélagið Virgin Atlantic Airways hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðun fyrir dómstóli í New York í Bandaríkjunum en fram kemur að rekstarfé flugfélagsins mun að öðru leyti verða

Yfir 200 flugvirkjanemar hefja nám hjá Lufthansa Technik

4. ágúst 2020

|

Þrátt fyrir að ein mesta krísa sem um getur sé nú að dynja á flugiðnaðinum þá horfir fyrirtækið Lufthansa Technik, viðhaldsfyrirtæki Lufthansa Group, til framtíðar og hefja um 240 ungir flugvirkjane

Ofhlaðin flugvél af fíkniefnum brotlenti í flugtaki

4. ágúst 2020

|

Lítil tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Cessna 402 brotlenti í flugtaki í Papúa Nýju-Gíneu í síðustu viku en í ljós kom að flugvélin var ofhlaðin af fíkniefnum sem reynt var að smygla yfir til Ástr

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00