flugfréttir

60.000 áætlunarflug á dag í fyrsta sinn í 15 vikur

- Áætlunarflug nær helmingnum af þeirri flugumferð sem var í janúar 2020

7. júlí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 14:10

Seinast þegar áttu sér stað yfir 60.000 áætlunarflug í heiminum á einum degi var þann 21. mars

Farþega- og áætlunarflug í heiminum rauf 60.000 flugferðamúrinn í fyrsta sinn sl. föstudag eftir COVID-19 heimsfaraldurinn þegar 60.100 flugferðir voru farnar í heiminum þann sólarhringinn sem teljast til áætlunarflugs.

Þetta kemur fram í tölfræði á vefsíðunni Flightradar24.com en heildarfjöldi flugferða mældist þann daginn 141.940 flug ef allar flugferðir eru taldar með á borð við einkaflug, verkflug, kennsluflug, ferjuflug, þyrluflug og sjúkraflug.

Fara þarf aftur til 21. mars á þessu ári til þess að finna þann dag þar sem seinast voru farnar yfir 60 þúsund áætlunarflugferðir en eftir þann dag hrundi flugumferð í heiminum á örfáum dögum vegna kórónaveirufaraldursins og á 3 vikum fækkaði flugferðum um þriðjung eftir það og náði botninum þann 12. apríl þegar rétt tæpar 20.000 áætlunarflug voru flogin um miðjan apríl.

Dökk bláa línan sýnir heildarfjölda flugferða í heiminum það sem af er árinu samanborið við fyrri ár. Rauða línan sýnir flugumferðina eins og hún var árið 2019

Samanborið við föstudaginn 3. júlí þá er um 15 prósenta aukningu að ræða frá því föstudeginum þar á undan, 26. júní, þegar 52.068 áætlunarflug voru farin í heiminum sem er töluvert stökk þar sem seinast átti sér stað aðeins 2% aukning þar á undan frá föstudeginum 19. júní.

Þróunin í fjölda áætlunarflugferða í heiminum frá áramótum til 6. júlí

Heildarfjöldi allra flugferða í heiminum sl. föstudag sem kom fram á Flightradar24.com mældist 141.940 sem er um 64% af þeirri flugumferð sem átti sér stað í heiminum á svipuðum tíma árs í fyrra þegar tæp 220.000 flugferðir voru farnar en hinsvegar er áætlunarflug mun minni prósenta í dag af þeim fjölda.

Í júní var ætlunarflug í heiminum 62 prósent af þeim fjölda áætlunarflugferða sem farnar voru í júní árið 2019 á meðan heildarfjöldi flugferða var 42% lægri sem þýðir að aðrar flugferðir, sem teljast ekki til áætlunarflugs, er aðalástæðan fyrir aukinni flugumferð eftir COVID-19.

Búist er við enn meiri aukningi í farþegaflugi í júlí og þar á meðal í Evrópu þar sem mörg flugfélög byrjuðu að fljúga á ný þann 1. júlí og enn fleiri munu bætast við um miðjan mánuðinn en til að mynda hafa þau umsvifamestu á borð við easyJet og Ryanair byrjað að fljúga á ný á meðan minnst fjölgun verður í langflugi til fjarlægra áfangastaða.  fréttir af handahófi

Stefna á að Lauda verði með þotur frá Boeing í stað Airbus

14. maí 2020

|

Ryanair er að íhuga að hætta við pöntun sem félagið gerði í Airbus-þotur sem til stóð að færu til nýja dótturfélagsins Lauda Air og segir Michael O´Leary, framvæmdarstjóri félagsins, að verið sé að

FAA útlistar síðustu skrefin fyrir endurkomu 737 MAX

22. júlí 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) lýstu því yfir í gær að til stendur að gefa út yfirlýsingu fljótlega varðandi næstu skref sem framundan er varðar kyrrsetningu Boeing 737 MAX flugvélanna sem hafa ve

SpiceJet tryggir sér pláss á London Heathrow

4. ágúst 2020

|

Indverska flugfélagið SpiceJet hefur tryggt sér lendingar- og afgreiðslupláss á Heathrow-flugvelli og mun félagið hefja daglegt flug til London frá og með 1. september.

  Nýjustu flugfréttirnar

CityJet bjargað frá gjaldþroti

7. ágúst 2020

|

Írska flugfélagið CityJet mun að öllum líkindum sleppa við gjaldþrot þar sem flest bendir til þess að dómstóll á Írlandi ætli að samþykkja aðgerðir til þess að bjarga félaginu.

Nýtt flugfélag stefnir á að leigja yfir 20 Airbus-þotur

7. ágúst 2020

|

Nýtt flugfélag í Bandaríkjunum stefnir á að hefja áætlunarflug innan skamms og er undirbúningur þess í fullum gangi.

Tigerair Australia hættir starfsemi

7. ágúst 2020

|

Ástralska lágfargjaldafélagið Tigerair Australia hefur hætt starfsemi sinni en móðurfélag þess, Virgin Australia, tilkynnti sl. miðvikudag að ákvörðun hafi verið tekin um að binda endi á starfsemi fé

Boeing 747 rakst með þrjá hreyfla ofan í braut í lendingu

7. ágúst 2020

|

Júmbó-fraktþota af gerðinni Boeing 747-400 rakst með þrjá hreyfla ofan í flugbraut í lendingu á Pudong-flugvellinum í Shanghai á dögunum.

Þrjú þúsund milljarðar til bandarískra flugfélaga

6. ágúst 2020

|

Bandaríska þingið ætlar að afgreiða 25 milljarða dala björgunarpakka fyrir flugiðnaðinn í Bandaríkjunum sem þýðir að bandarísk flugfélög eiga von á styrk upp á yfir 3.390 milljarða króna svo hægt sé

Helmingur farþega sótti farangur við neyðarrýmingu

6. ágúst 2020

|

Tafir urðu á því að hægt var að rýma farþegaþotu á Stansted-flugvellinum í London í fyrra er upp kom neyðarástand vegna fjölda farþega sem eyddu tíma í að sækja handfarangur sinn.

Lufthansa Group mun taka yfir 60 flugvélar úr flotanum

6. ágúst 2020

|

Lufthansa Group hefur tilkynnt afkomu sína eftir annan ársfjórðung þessa ársins og kemur fram að taprekstur félagsins nam 2 milljörðum Bandaríkjadala sem samsvarar 271 milljarði króna.

Virgin Atlantic sækir um gjaldþrotavernd

5. ágúst 2020

|

Breska flugfélagið Virgin Atlantic Airways hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðun fyrir dómstóli í New York í Bandaríkjunum en fram kemur að rekstarfé flugfélagsins mun að öðru leyti verða

Yfir 200 flugvirkjanemar hefja nám hjá Lufthansa Technik

4. ágúst 2020

|

Þrátt fyrir að ein mesta krísa sem um getur sé nú að dynja á flugiðnaðinum þá horfir fyrirtækið Lufthansa Technik, viðhaldsfyrirtæki Lufthansa Group, til framtíðar og hefja um 240 ungir flugvirkjane

Ofhlaðin flugvél af fíkniefnum brotlenti í flugtaki

4. ágúst 2020

|

Lítil tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Cessna 402 brotlenti í flugtaki í Papúa Nýju-Gíneu í síðustu viku en í ljós kom að flugvélin var ofhlaðin af fíkniefnum sem reynt var að smygla yfir til Ástr

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00