flugfréttir

Nýtt vandamál með Trent 1000 hreyfilinn frá Rolls-Royce

7. júlí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 23:00

Trent 1000 TEN hreyfillinn frá Rolls-Royce á Dreamliner-þotu frá japanska flugfélaginu ANA (All Nippon Airways)

Nýtt vandamál virðist vera komið upp með Trent 1000 hreyflana frá Rolls-Royce sem bætist ofan á fyrri viðvarandi vandamál sem hafa hrjáð hreyflana og Dreamliner-þoturnar sem þeir voru hannaðir fyrir.

Vandamálið sem er komið upp snýr að örfínum sprungum sem hafa uppgötvast í snúningsdiskum í lágpressuhlutanum aftarlega í hreyflinum sem getur orðið til þess að diskarnir fara að nuddast utan í túrbínuumgjörðina að innanverðu.

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) ætlar að gefa út öryggistilmæli vegna vandamálsins sem gæti annars skert afkastagetu hreyfilsins og haft áhrif á öryggi vélarinnar á flugi.

Fjölmörg vandamál hafa komið upp með Trent 1000 hreyfilinn á sl. árum

Vandamálið bætist á langan lista af vandamálum sem hafa komið upp með Trent 1000 hreyfilinn frá því árið 2016 sem tóku nánast við af vandamálum með rafhlöður um borð í Boeing 787 þotunum.

Þetta hefur orðið til þess að samkeppnisaðilinn, General Electrics, hefur fengið fleiri pantanir í GEnx-hreyflana fyrir Dreamliner-þoturnar sem stendur flugfélögum einnig til boða þegar gerðar eru pantanir í nýjar Boeing 787 þotur.

Hinsvegar þá er vandinn ekki af eins alvarlegum toga og fyrri vandamál og er því nóg að framkvæma skoðun á ástandi diskanna við næstu viðhaldsskoðun.

Eitt af fyrstu vandamálunum sem upp kom með Trent 1000 hreyfilinn var árið 2013 er galli uppgötvaðist í þéttingu í þrýstingshverfli hreyflanna sem gat orsakað að hreyfilinn myndi slökkva á sér í miðju flugi.

Þá uppgötvuðust sprungur í hreyflablöðum í túrbínu á hreyflum á Dreamliner-þotu hjá japanska flugfélaginu ANA (All Nippon Airways) árið 2016.

Tveimur árum síðar kom í ljós tæring á hreyflablöðum sem skerti endingartíma hreyflanna og takmarkaði ETOPS-fjarflugsleyfi vélanna en flest vandamálin hafa haft áhrif á flugáætlun þeirra flugfélaga sem hafa Dreamliner-þotur í flota sínum sem koma með Trent 1000 hreyflunum.  fréttir af handahófi

Staðráðnir í að hefja flug um Heathrow þrátt fyrir höfnun

19. nóvember 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet er staðráðið í að geta hafið áætlunarflug um Heathrow-flugvöllinn í London þrátt fyrir að umsókn félagsins um 14 daglegar brottfarir og komur um Heathrow hafi nýleg

Terminal 5 flugstöðinni á Brandenburg verður lokað

2. desember 2020

|

Nýi Brandenburg-flugvöllurinn í Berlín hefur staðfest að til standi að loka Terminal 5 flugstöðinni tímabundið og færa alla starfsemina yfir á Terminal 1 flugstöðina.

Nýtt flugfélag í Noregi heitir Flyr

7. desember 2020

|

Noregur mun fljótlega fá nýtt flugfélag sem verið er að stofna þar í landi en um helgina var tilkynnt formlega um nafnið á nýja flugfélaginu.

  Nýjustu flugfréttirnar

WestJet flýgur fyrsta flugið í Kanada á ný með 737 MAX

22. janúar 2021

|

Kanadíska flugfélagið WestJet flaug í gær fyrsta áætlunarflugið í Kanada með Boeing 737 MAX eftir 22 mánaða kyrrsetningu og er WestJet þá einnig fimmta flugfélagið í heiminum til að hefja áætlunarflu

Jet2.com og Jet2CityBreaks fljúga til Íslands í sumar

22. janúar 2021

|

Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

AERO flugsýningunni frestað fram á sumar

21. janúar 2021

|

Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

Nauðlenti á hraðbraut í Texas

21. janúar 2021

|

Lítil eins hreyfils flugvél neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum í gær eftir að upp kom bilun í mótor.

KLM aflýsir öllu langflugi tímabundið

21. janúar 2021

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

Norska ríkið reiðubúið að aðstoða Norwegian

21. janúar 2021

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.

IAG mun kaupa Air Europa fyrir helmingi lægra verð

20. janúar 2021

|

International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var u

Titan Airways fær sína fyrstu Airbus A321P2F fraktþotu

19. janúar 2021

|

Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.

Hlutafé Isavia aukið um 15 milljarða

19. janúar 2021

|

Gengið var frá 15 milljarða króna hlutafjáraukningu á hluthafafundi Isavia sem haldinn var þann 12. janúar síðastliðinn en hlutafjáraukningunni er ætlað að mæta rekstrartapi vegna COVID-19

Rann út af braut við flugprófanir

19. janúar 2021

|

Irkut MC-21 tilraunarþota frá rússneska flugvélaframleiðandanum United Aircraft Corporation rann út af braut í gær í Rússlandi er flugvélin var í flugprófunum.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00