flugfréttir

Nýtt vandamál með Trent 1000 hreyfilinn frá Rolls-Royce

7. júlí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 23:00

Trent 1000 TEN hreyfillinn frá Rolls-Royce á Dreamliner-þotu frá japanska flugfélaginu ANA (All Nippon Airways)

Nýtt vandamál virðist vera komið upp með Trent 1000 hreyflana frá Rolls-Royce sem bætist ofan á fyrri viðvarandi vandamál sem hafa hrjáð hreyflana og Dreamliner-þoturnar sem þeir voru hannaðir fyrir.

Vandamálið sem er komið upp snýr að örfínum sprungum sem hafa uppgötvast í snúningsdiskum í lágpressuhlutanum aftarlega í hreyflinum sem getur orðið til þess að diskarnir fara að nuddast utan í túrbínuumgjörðina að innanverðu.

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) ætlar að gefa út öryggistilmæli vegna vandamálsins sem gæti annars skert afkastagetu hreyfilsins og haft áhrif á öryggi vélarinnar á flugi.

Fjölmörg vandamál hafa komið upp með Trent 1000 hreyfilinn á sl. árum

Vandamálið bætist á langan lista af vandamálum sem hafa komið upp með Trent 1000 hreyfilinn frá því árið 2016 sem tóku nánast við af vandamálum með rafhlöður um borð í Boeing 787 þotunum.

Þetta hefur orðið til þess að samkeppnisaðilinn, General Electrics, hefur fengið fleiri pantanir í GEnx-hreyflana fyrir Dreamliner-þoturnar sem stendur flugfélögum einnig til boða þegar gerðar eru pantanir í nýjar Boeing 787 þotur.

Hinsvegar þá er vandinn ekki af eins alvarlegum toga og fyrri vandamál og er því nóg að framkvæma skoðun á ástandi diskanna við næstu viðhaldsskoðun.

Eitt af fyrstu vandamálunum sem upp kom með Trent 1000 hreyfilinn var árið 2013 er galli uppgötvaðist í þéttingu í þrýstingshverfli hreyflanna sem gat orsakað að hreyfilinn myndi slökkva á sér í miðju flugi.

Þá uppgötvuðust sprungur í hreyflablöðum í túrbínu á hreyflum á Dreamliner-þotu hjá japanska flugfélaginu ANA (All Nippon Airways) árið 2016.

Tveimur árum síðar kom í ljós tæring á hreyflablöðum sem skerti endingartíma hreyflanna og takmarkaði ETOPS-fjarflugsleyfi vélanna en flest vandamálin hafa haft áhrif á flugáætlun þeirra flugfélaga sem hafa Dreamliner-þotur í flota sínum sem koma með Trent 1000 hreyflunum.  fréttir af handahófi

Fyrsta tilraun með eldflaug á vegum Virgin mistókst

25. maí 2020

|

Fyrstu tilraun í eldflaugaprófunum á vegum fyrirtækis í eigu Richard Branson, er snúa að Virgin Orbit verkefninu, mistókst í dag.

SkyCourier flýgur sitt fyrsta flug

18. maí 2020

|

Nýja Cessna 408 SkyCourier flugvélin frá Textron Aviation flaug í gær sitt fyrsta flug en um er að ræða tveggja hreyfla flugvél sem kynnt var fyrst til leiks árið 2017.

Kínversk flugfélög fljúga fleiri flugferðir en þau bandarísku

29. maí 2020

|

Fleiri flugferðir áttu sér stað í farþegaflugi í Kína í maí heldur en í Bandaríkjunum og er þetta í fyrsta sinn sem farþegaflugið í Kína nær farþegafluginu í Bandaríkjunum er kemur að fjölda flugferð

  Nýjustu flugfréttirnar

CityJet bjargað frá gjaldþroti

7. ágúst 2020

|

Írska flugfélagið CityJet mun að öllum líkindum sleppa við gjaldþrot þar sem flest bendir til þess að dómstóll á Írlandi ætli að samþykkja aðgerðir til þess að bjarga félaginu.

Nýtt flugfélag stefnir á að leigja yfir 20 Airbus-þotur

7. ágúst 2020

|

Nýtt flugfélag í Bandaríkjunum stefnir á að hefja áætlunarflug innan skamms og er undirbúningur þess í fullum gangi.

Tigerair Australia hættir starfsemi

7. ágúst 2020

|

Ástralska lágfargjaldafélagið Tigerair Australia hefur hætt starfsemi sinni en móðurfélag þess, Virgin Australia, tilkynnti sl. miðvikudag að ákvörðun hafi verið tekin um að binda endi á starfsemi fé

Boeing 747 rakst með þrjá hreyfla ofan í braut í lendingu

7. ágúst 2020

|

Júmbó-fraktþota af gerðinni Boeing 747-400 rakst með þrjá hreyfla ofan í flugbraut í lendingu á Pudong-flugvellinum í Shanghai á dögunum.

Þrjú þúsund milljarðar til bandarískra flugfélaga

6. ágúst 2020

|

Bandaríska þingið ætlar að afgreiða 25 milljarða dala björgunarpakka fyrir flugiðnaðinn í Bandaríkjunum sem þýðir að bandarísk flugfélög eiga von á styrk upp á yfir 3.390 milljarða króna svo hægt sé

Helmingur farþega sótti farangur við neyðarrýmingu

6. ágúst 2020

|

Tafir urðu á því að hægt var að rýma farþegaþotu á Stansted-flugvellinum í London í fyrra er upp kom neyðarástand vegna fjölda farþega sem eyddu tíma í að sækja handfarangur sinn.

Lufthansa Group mun taka yfir 60 flugvélar úr flotanum

6. ágúst 2020

|

Lufthansa Group hefur tilkynnt afkomu sína eftir annan ársfjórðung þessa ársins og kemur fram að taprekstur félagsins nam 2 milljörðum Bandaríkjadala sem samsvarar 271 milljarði króna.

Virgin Atlantic sækir um gjaldþrotavernd

5. ágúst 2020

|

Breska flugfélagið Virgin Atlantic Airways hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðun fyrir dómstóli í New York í Bandaríkjunum en fram kemur að rekstarfé flugfélagsins mun að öðru leyti verða

Yfir 200 flugvirkjanemar hefja nám hjá Lufthansa Technik

4. ágúst 2020

|

Þrátt fyrir að ein mesta krísa sem um getur sé nú að dynja á flugiðnaðinum þá horfir fyrirtækið Lufthansa Technik, viðhaldsfyrirtæki Lufthansa Group, til framtíðar og hefja um 240 ungir flugvirkjane

Ofhlaðin flugvél af fíkniefnum brotlenti í flugtaki

4. ágúst 2020

|

Lítil tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Cessna 402 brotlenti í flugtaki í Papúa Nýju-Gíneu í síðustu viku en í ljós kom að flugvélin var ofhlaðin af fíkniefnum sem reynt var að smygla yfir til Ástr

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00