flugfréttir

Air Mauritius auglýsir fimm farþegaþotur til sölu

- Óska eftir tilboðum í Airbus A340, Airbus A330 og A319

8. júlí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 16:04

Farþegaþotur Air Mauritius á Sir Seewoosagur Ramgoolan flugvellinum í Port Louis í Máritaníu

Flugfélagið Air Mauritius hefur sett á sölu fimm farþegaþotur og er óskað eftir tilboðum í þoturnar.

Stjórn Air Mauritius hefur sl. vikur reynt að forða félaginu frá gjaldþroti en með sölu á þotunum fimm er vonast til að hægt verði að fjármagna rekstur félagsins sem reynir að halda velli í gegnum COVID-19 heimsfaraldurinn.

Þoturnar sem félagið hefur auglýst til sölu eru tvær Airbus A340-300 þotur, ein Airbus A330 breiðþota og tvær Airbus A319 þotur.

Önnur A340-300 breiðþotan er 22 ára gömul og hefur henni verið flogið 93.546 klukkustundir í 13.615 flugferðum á meðan hin A340 þotan er 21 árs og á hún að baki 89.519 klukkustundir í 13.019 flugferðum.

Airbus A330 breiðþotan er 10 ára gömul og hefur henni verið flogið 43.846 klukkustundir í 8.471 flugferð.

Önnur Airbus A319 þotan er 18 ára gömul og hefur hún að baki 43.750 klukkustundir í 16.402 flugferðum á meðan hin er 17 ára og hefur hún flogið 14.734 flugferði með 40.910 stundir að baki.

Þá á Air Mauritius einnig tvær nýjar Airbus A350-900 breiðþotur og eina ATR 72-500 skrúfuþotu.  fréttir af handahófi

FAA útlistar síðustu skrefin fyrir endurkomu 737 MAX

22. júlí 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) lýstu því yfir í gær að til stendur að gefa út yfirlýsingu fljótlega varðandi næstu skref sem framundan er varðar kyrrsetningu Boeing 737 MAX flugvélanna sem hafa ve

Yfir 80 starfsmönnum hjá Ryanair í Belgíu sagt upp

9. júlí 2020

|

Ryanair hefur ákveðið að segja upp 40 flugmönnum og fjörutíu flugfreyjum og flugþjónum í Belgíu.

Fyrsta risaþotuflug Emirates með A380 í 4 mánuði

15. júlí 2020

|

Emirates flýgur í dag fyrstu áætlunarflugin með risaþotunni Airbus A380 í fjóra mánuði en risaþotuflugfloti félagsins hefur verið kyrrsettur vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

  Nýjustu flugfréttirnar

CityJet bjargað frá gjaldþroti

7. ágúst 2020

|

Írska flugfélagið CityJet mun að öllum líkindum sleppa við gjaldþrot þar sem flest bendir til þess að dómstóll á Írlandi ætli að samþykkja aðgerðir til þess að bjarga félaginu.

Nýtt flugfélag stefnir á að leigja yfir 20 Airbus-þotur

7. ágúst 2020

|

Nýtt flugfélag í Bandaríkjunum stefnir á að hefja áætlunarflug innan skamms og er undirbúningur þess í fullum gangi.

Tigerair Australia hættir starfsemi

7. ágúst 2020

|

Ástralska lágfargjaldafélagið Tigerair Australia hefur hætt starfsemi sinni en móðurfélag þess, Virgin Australia, tilkynnti sl. miðvikudag að ákvörðun hafi verið tekin um að binda endi á starfsemi fé

Boeing 747 rakst með þrjá hreyfla ofan í braut í lendingu

7. ágúst 2020

|

Júmbó-fraktþota af gerðinni Boeing 747-400 rakst með þrjá hreyfla ofan í flugbraut í lendingu á Pudong-flugvellinum í Shanghai á dögunum.

Þrjú þúsund milljarðar til bandarískra flugfélaga

6. ágúst 2020

|

Bandaríska þingið ætlar að afgreiða 25 milljarða dala björgunarpakka fyrir flugiðnaðinn í Bandaríkjunum sem þýðir að bandarísk flugfélög eiga von á styrk upp á yfir 3.390 milljarða króna svo hægt sé

Helmingur farþega sótti farangur við neyðarrýmingu

6. ágúst 2020

|

Tafir urðu á því að hægt var að rýma farþegaþotu á Stansted-flugvellinum í London í fyrra er upp kom neyðarástand vegna fjölda farþega sem eyddu tíma í að sækja handfarangur sinn.

Lufthansa Group mun taka yfir 60 flugvélar úr flotanum

6. ágúst 2020

|

Lufthansa Group hefur tilkynnt afkomu sína eftir annan ársfjórðung þessa ársins og kemur fram að taprekstur félagsins nam 2 milljörðum Bandaríkjadala sem samsvarar 271 milljarði króna.

Virgin Atlantic sækir um gjaldþrotavernd

5. ágúst 2020

|

Breska flugfélagið Virgin Atlantic Airways hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðun fyrir dómstóli í New York í Bandaríkjunum en fram kemur að rekstarfé flugfélagsins mun að öðru leyti verða

Yfir 200 flugvirkjanemar hefja nám hjá Lufthansa Technik

4. ágúst 2020

|

Þrátt fyrir að ein mesta krísa sem um getur sé nú að dynja á flugiðnaðinum þá horfir fyrirtækið Lufthansa Technik, viðhaldsfyrirtæki Lufthansa Group, til framtíðar og hefja um 240 ungir flugvirkjane

Ofhlaðin flugvél af fíkniefnum brotlenti í flugtaki

4. ágúst 2020

|

Lítil tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Cessna 402 brotlenti í flugtaki í Papúa Nýju-Gíneu í síðustu viku en í ljós kom að flugvélin var ofhlaðin af fíkniefnum sem reynt var að smygla yfir til Ástr

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00