flugfréttir
American íhugar að hætta við á annan tug 737 MAX flugvéla
- Hafa ekki tök á að fjármagna sautján Boeing 737 MAX þotur

Kyrrsettar Boeing 737 MAX þotur í flota American Airlines
American Airlines er að íhuga að hætta við hluta af pöntun sinni í Boeing 737 MAX vélarnar og hefur staðan því breyst töluvert þar sem að aðeins eru tvær vikur síðan að flugfélagið bandaríska lýsti því yfir að ekki væru nein áform um að hætta við neinar MAX-vélarnar.
Ástæðan er sögð vera sú að American Airlines á í vandræðum með að fjármagna þær sautján Boeing 737 MAX
þotur sem til stóð að afhenda félaginu á þessu ári.
American Airlines var komið með 24 þotur afhentar af gerðinni Boeing 737 MAX 8 af þeim 100 þotum
sem flugfélagið pantaði á sínum tíma en félagið fékk þá fyrstu í september árið 2017.
Félagið hefur látið Boeing vita af stöðunni og beðið framleiðandann um aðstoð við að fjármagna þær
sautján þotur sem til stendur að fá afhentar á þessu ári en að öðru leyti segist American Airlines þurfa
að hætta við þoturnar sautján.
Ef slíkt gerist kæmi það sér mjög illa fyrir Boeing þar sem American Airlines er tíunda stærsti viðskiptavinurinn
er kemur að Boeing 737 MAX og var flugfélagið einnig það félag sem aðstoðaði við og kom að þróun
MAX-vélanna þegar flugvélin var á teikniborðinu.


11. janúar 2021
|
Turkmenistan Airlines ætlar að leggja inn pöntun í tvær fraktútgáfur af Airbus A330-200 breiðþotunni en um er að ræða P2F-útgáfu þar sem farþegaþotu hefur verið breytt í fraktþotu.

17. desember 2020
|
Flugfélagið Air Baltic hefur tekið úr umferð síðustu Boeing 737 þotuna og hefur þotan verið afhent til viðhalds- og eignarstýringarfyrirtækisins Magnetic MRO.

14. janúar 2021
|
Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair, er gestur í nýlegum þætti hjá Flugvarpinu þar sem hún fer yfir það helsta sem hefur verið að gerast hjá Icelandair á árinu 2020 sem var alls ekki g

22. janúar 2021
|
Kanadíska flugfélagið WestJet flaug í gær fyrsta áætlunarflugið í Kanada með Boeing 737 MAX eftir 22 mánaða kyrrsetningu og er WestJet þá einnig fimmta flugfélagið í heiminum til að hefja áætlunarflu

22. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

21. janúar 2021
|
Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

21. janúar 2021
|
Lítil eins hreyfils flugvél neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum í gær eftir að upp kom bilun í mótor.

21. janúar 2021
|
Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

21. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.

20. janúar 2021
|
International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var u

19. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.