flugfréttir

Flugakademía Íslands stærsti flugskóli á Íslandi

- Nýtt nafn fyrir sameinaða flugskóla Flugakademíu Keilis og Flugskóla Íslands

14. júlí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 14:47

Flugakademía Íslands er einn sá öflugasti flugskóli á Norðurlöndum með á annan tug kennsluflugvéla

Flugakademía Keilis og Flugskóli Íslands hafa sameinast í stærsta flugskóla landsins sem fengið hefur nafnið Flugakademía Íslands.

Skólinn er einn sá öflugasti á Norðurlöndunum með á annan tug kennsluvéla og fullkomna flugherma auk þess sem boðið er upp á verklega aðstöðu á alþjóðaflugvellinum í Keflavík og á Reykjavíkurflugvelli.

Þá fer bóklegt nám fram bæði fram í Hafnarfirði og á Ásbrú í Reykjanesbæ. Fjölmennasta útskrift atvinnuflugnema í sögu Íslands fór fram þann 12. júní síðastliðinn þegar samtals 78 atvinnuflugnemar brautskráðust úr náminu.

„Á undanförnum árum hafa fjölmargir erlendir nemendur ákveðið að leggja stund á atvinnuflugnám á Íslandi enda kjöraðstæður á landinu til flugnáms sem eru einstakar á heimsvísu. Ísland er svokallað „open-sky“ sem þýðir að það eru engin höft eða lokuð svæði fyrir kennsluflug“, segir Arnbjörn Ólafsson, forstöðumaður markaðs- og alþjóðasviðs.

Bóklegt nám fram bæði fram í Hafnarfirði og á Ásbrú í Reykjanesbæ og verklegt nám á Keflavíkurflugvelli og á Reykjavíkurflugvelli

„Nemendur fá þannig verklega þjálfun við krefjandi aðstæður og tækifæri til að fljúga á einhverja áhugaverðustu flugvelli sem völ er á. Mannauðurinn sem við búum yfir er líka okkar mikilvægasta eign enda eru allir kennarar okkar stútfullir af reynslu og þekkingu,“ bætir Arnbjörn við.

Næsti árgangur atvinnuflugmannsnema hefur nám þann 31. ágúst næstkomandi en umsóknarfrestur er til 15. ágúst.  fréttir af handahófi

Aeroflot stefnir á að hafa eingöngu Airbus-þotur

28. júlí 2020

|

Rússneska flugfélagið Aeroflot stefnir á að hafa eingöngu nýjar Airbus-þotur í flota sínum eftir 8 ár.

Margrét ráðin yfirflugkennari hjá Flugakademíu Íslands

20. júlí 2020

|

Margrét Elín Arnarsdóttir hefur verið ráðin sem yfirkennari hjá Flugakademíu Íslands sem hefur fengið nýtt nafn í kjölfar sameiningu Flugakademíu Keilis og Flugskóla Íslands.

Qantas frestar öllum afhendingum á nýjum þotum

11. maí 2020

|

Ástralska flugfélagið Qantas ætlar ekki að taka við neinum nýjum farþegaþotum í ár og hefur frestað afhendingum á bæði nýjum Boeing 787 þotum og Airbus A321XLR þotum.

  Nýjustu flugfréttirnar

CityJet bjargað frá gjaldþroti

7. ágúst 2020

|

Írska flugfélagið CityJet mun að öllum líkindum sleppa við gjaldþrot þar sem flest bendir til þess að dómstóll á Írlandi ætli að samþykkja aðgerðir til þess að bjarga félaginu.

Nýtt flugfélag stefnir á að leigja yfir 20 Airbus-þotur

7. ágúst 2020

|

Nýtt flugfélag í Bandaríkjunum stefnir á að hefja áætlunarflug innan skamms og er undirbúningur þess í fullum gangi.

Tigerair Australia hættir starfsemi

7. ágúst 2020

|

Ástralska lágfargjaldafélagið Tigerair Australia hefur hætt starfsemi sinni en móðurfélag þess, Virgin Australia, tilkynnti sl. miðvikudag að ákvörðun hafi verið tekin um að binda endi á starfsemi fé

Boeing 747 rakst með þrjá hreyfla ofan í braut í lendingu

7. ágúst 2020

|

Júmbó-fraktþota af gerðinni Boeing 747-400 rakst með þrjá hreyfla ofan í flugbraut í lendingu á Pudong-flugvellinum í Shanghai á dögunum.

Þrjú þúsund milljarðar til bandarískra flugfélaga

6. ágúst 2020

|

Bandaríska þingið ætlar að afgreiða 25 milljarða dala björgunarpakka fyrir flugiðnaðinn í Bandaríkjunum sem þýðir að bandarísk flugfélög eiga von á styrk upp á yfir 3.390 milljarða króna svo hægt sé

Helmingur farþega sótti farangur við neyðarrýmingu

6. ágúst 2020

|

Tafir urðu á því að hægt var að rýma farþegaþotu á Stansted-flugvellinum í London í fyrra er upp kom neyðarástand vegna fjölda farþega sem eyddu tíma í að sækja handfarangur sinn.

Lufthansa Group mun taka yfir 60 flugvélar úr flotanum

6. ágúst 2020

|

Lufthansa Group hefur tilkynnt afkomu sína eftir annan ársfjórðung þessa ársins og kemur fram að taprekstur félagsins nam 2 milljörðum Bandaríkjadala sem samsvarar 271 milljarði króna.

Virgin Atlantic sækir um gjaldþrotavernd

5. ágúst 2020

|

Breska flugfélagið Virgin Atlantic Airways hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðun fyrir dómstóli í New York í Bandaríkjunum en fram kemur að rekstarfé flugfélagsins mun að öðru leyti verða

Yfir 200 flugvirkjanemar hefja nám hjá Lufthansa Technik

4. ágúst 2020

|

Þrátt fyrir að ein mesta krísa sem um getur sé nú að dynja á flugiðnaðinum þá horfir fyrirtækið Lufthansa Technik, viðhaldsfyrirtæki Lufthansa Group, til framtíðar og hefja um 240 ungir flugvirkjane

Ofhlaðin flugvél af fíkniefnum brotlenti í flugtaki

4. ágúst 2020

|

Lítil tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Cessna 402 brotlenti í flugtaki í Papúa Nýju-Gíneu í síðustu viku en í ljós kom að flugvélin var ofhlaðin af fíkniefnum sem reynt var að smygla yfir til Ástr

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00