flugfréttir

Lufthansa sækir um flugrekstrarleyfi fyrir „Ocean“

15. júlí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 19:49

Flugvélar Lufthansa

Lufthansa Group vinnur nú að stofnun nýs dótturflugfélags sem fengið hefur vinnuheitið „Ocean“ en nýja flugfélagið mun hefja áætlunarflug árið 2022.

Flugfélagið verður sambærilegt flugfélag og svissneska félagið Edelweiss og mun það einblína á gæðaþjónustu í skemmti- og sólarlandaflugferðum í langflugi.

Fram kemur að mögulega muni félagið sjá um áætlunarflug til Tampa í Flórída, Anchorage, Orlando og til Las Vegas en að öðru leyti er ekki búið að gefa upp hverjir áfangastaðir félagsins verða en talið er að félagið muni fljúga einhverja af þeim áfangastöðum sem Eurowings hefur sinnt hingað til.

Nýja flugfélagið mun byrja með flugflota sem telur ellefu þotur en fjórar verða staðsettar í Frankfurt, þrjár í Munchen og þá munu þrjár þotur hafa bækistöðvar í Dusseldorf.

Lufthansa vinnur nú að því að fá útgefið flugrekstarleyfi fyrir félagið en ólíklegt er að nafnið „Ocean“ verði endanlegt nafn flugfélagsins og er að öllum líkindum eingöngu um vinnsluheiti að ræða sem valið er vegna umsóknar á flugrekstarleyfi.

Þá kemur fram að hæpið sé að nýja félagið verði nýtt flugfélag sem muni skarta nýju útliti þar sem allt bendir til þess að Lufthansa Group sé að hagræða flugrekstarleyfum dótturfélaganna sem eru í dag fjögur talsins sem eru í notkun fyrir Brussels Airlines, Germanwings, SunExpress Germany og Eurowings.

Neda Jaafari, talsmaður Lufthansa, segir að Ocean verði ekki nýtt merki á markaðnum heldur eingöngu um að ræða nýtt flugrekstarleyfi.  fréttir af handahófi

Leggja til að flugstjóri fari í sálfræðilegt mat vegna atviks

27. júlí 2020

|

Rannsóknaraðilar flugslysa í Tékklandi hafa lagt til að flugstjóri einn hjá flugfélaginu Smartwings skuli gangast undir sálfræðilegt mat í kjölfar atviks sem átti sér stað í ágúst í fyrra eftir að h

Nýr skólastjóri hjá Flugakademíu Íslands

26. ágúst 2020

|

Davíð Brár Unnarsson var í sumar ráðinn sem skólastjóri hjá Flugakademíu Íslands en skólinn varð til við sameiningu Flugskóla Íslands og Flugakademíu Keilis.

Icelandair og airBaltic í samstarf

13. júlí 2020

|

Icelandair og lettneska flugfélagið airBaltic hafa hafið samstarf með undirritun samstarfssamning um sameiginlega útgáfu á farmiðum.

  Nýjustu flugfréttirnar

EASA gæti aflétt flugbanni 737 MAX í nóvember

25. september 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) íhugar að gefa Boeing 737 MAX þotunum leyfi til að hefja flug að nýju í nóvember næstkomandi og með því aflétta flugbanni vélanna í evrópskri lofthelgi sem hefur varað

Harrison Ford fær að fljúga á ný

25. september 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lokið við rannsókn á máli Harrison Ford eftir brautarátroðning sem átti sér stað í vor er hann þveraði flugbraut án heimildar og hefur leikarinn fengið leyfi ti

Ryanair með 2 fyrir 1 tilboð

24. september 2020

|

Ryanair hefur í fyrsta skipti í sögu félagsins kynnt „2 fyrir 1“ tilboð þar sem farþegum er boðið upp á að bóka flug og fá aukaflugsæti frítt með í kaupunum.

Ryanair þarf stóra ríkisaðstoð til að forðast hópuppsagnir

24. september 2020

|

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að lágfargjaldafélagið írska neyðist til þess að láta starfsfólk taka að sér launalaust leyfi í vetur ef opinber ríkisaðstoð til félagsins verður ekki

800 milljónir í bónusgreiðslur en greiddu ekki starfsmönnum laun

24. september 2020

|

Kólumbíska flugfélagið Avianca hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að hafa greitt yfirmönnum og stjórnarmeðlimum félagsins rausnarlega bónusa í maí í vor á sama tíma og flugfélagið gat ekki greitt st

Telja reglu um rýmingu á 90 sekúndum vera úrelda

23. september 2020

|

Eftirlitsdeild innan samgönguráðuneytis Bandaríkjanna segir að endurskoða þurfi reglu innan flugsins er varðar hámarkstíma sem rýma skal flugvél og koma öllum farþegum frá borði ef upp kemur neyðarást

American ætlar að hefja þjálfun á 737 MAX í nóvember

23. september 2020

|

American Airlines ætlar að byrja að þjálfa flugmenn sína aftur á Boeing 737 MAX þoturnar í nóvember sem er liður í undirbúningi fyrir endurkoma vélanna til áætlunarflugs.

SAS ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur

23. september 2020

|

Scandinavian Airlines (SAS) ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur og mun félagið fljúga síðasta flugið á þessu ári til Vágar þann 29. september.

IATA: Skimun fyrir brottför eina lausnin til að bjarga fluginu

22. september 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að eina leiðin til að binda endi á núverandi ástand í fluginu, og koma áætlunarflugi á milli landa aftur í gang, sé að skima alla farþega á flugvöllum fyrir

Innanlandsflug í Víetnam búið að ná bata og gott betur

22. september 2020

|

Þrátt fyrir slæmt ástand í flugiðnaðinum víðast hvar í heiminum þá hefur innanlandsflugið í Víetnam náð sér að fullu og gott betur samkvæmt flugfélaginu Vietnam Airlines.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00