flugfréttir

Asni hljóp í veg fyrir flugvélina sem brotlenti í Sómalíu

- Reyndu að forðast árekstur við dýrið og fóru út af brautinni

15. júlí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 20:34

Flugstjórinn sagði eftir slysið að asni hefði hlaupið í veg fyrir flugvélina í lendingunni

Talið er að asni sem hljóp yfir flugbraut hafi orsakað flugslysið sem átti sér stað í gær er de Havilland Dash 8-400 flugvél brotlenti í lendingu í borginni Beledweyne í Sómalíu.

Flugvélin, sem var á vegum Bluebird Aviation í Kenýa var að fljúga með hjálpargögn og matvæli fyrir Sameinuðu Þjóðirnar, var nýlent á flugvellinum þegar annað hjólastellið gaf sig eftir að flugvélin fór út af flubraut og varð flugvélin alelda í kjölfarið.

Yfirmaður flugfélagsins Bluebird Aviation í Kenýa staðfesti við fjölmiðla að asni hefði hlaupið yfir flugbrautina í veg fyrir flugvélina þegar hún var að lenda. Þrír voru í áhöfn vélarinnar og sluppu þeir allir án alvarlegra áverka.

Flugvélin fór út af braut eftir lendingu í borginni Beledweyne í Sómalíu í gær

Þá kemur fram að flugstjóra vélarinnar hefði tilkynnt um að hafa séð asna á flugbrautinni. Flugmennirnir hefði gert tilraun til þess að forðast asnann með því að beygja frá dýrinu en án árangurs og fór flugvélin út af brautinni.

Flugvélin í litum SAS með skráninguna LN-RDQ á flugvellinum í Lúxemborg í september árið 2007

Flugvélin sem um ræðir bar skráninguna 5Y-VVU en hún var áður í flota SAS (Scandinavian Airlines) og var þá skráð sem OY-KCB og LN-RDQ en SAS hætti að nota vélina árið 2007.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að flugvél sem skráð er í Kenýa sem áður var í notkun á Norðurlöndunum eyðileggst í flugslysi í Afríku en þann 11. október í fyrra eyðilagðist „Sigdís“, ein af þeim Fokker 50 flugvélum sem Flugfélag Íslands hafði í flota sínum í mörg, er hún fór út af braut í flugtaki í Kenýa en sú vél var í eigu kenýska flugfélagsins Silverstone Air Service.  fréttir af handahófi

Eina fjögurra hreyfla þotan sem á sér framtíð hjá Lufthansa

19. september 2020

|

Júmbó-þotan, Boeing 747-8, er eina fjögurra hreyfla flugvélin sem á sér örugga framtíð hjá Lufthansa.

IATA: Skimun fyrir brottför eina lausnin til að bjarga fluginu

22. september 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að eina leiðin til að binda endi á núverandi ástand í fluginu, og koma áætlunarflugi á milli landa aftur í gang, sé að skima alla farþega á flugvöllum fyrir

Emirates fær 2 milljarða dala styrk frá ríkisstjórn Dúbæ

31. ágúst 2020

|

Flugfélagið Emirates hefur fengið
2 milljarða bandaríkjadali í styrk frá ríkisstjórn Sameinuðu arabísku furstadæmanna til að rétta af rekstur félagsins vegna COVID-19 heimfaraldursins en upphæðin

  Nýjustu flugfréttirnar

EASA gæti aflétt flugbanni 737 MAX í nóvember

25. september 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) íhugar að gefa Boeing 737 MAX þotunum leyfi til að hefja flug að nýju í nóvember næstkomandi og með því aflétta flugbanni vélanna í evrópskri lofthelgi sem hefur varað

Harrison Ford fær að fljúga á ný

25. september 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lokið við rannsókn á máli Harrison Ford eftir brautarátroðning sem átti sér stað í vor er hann þveraði flugbraut án heimildar og hefur leikarinn fengið leyfi ti

Ryanair með 2 fyrir 1 tilboð

24. september 2020

|

Ryanair hefur í fyrsta skipti í sögu félagsins kynnt „2 fyrir 1“ tilboð þar sem farþegum er boðið upp á að bóka flug og fá aukaflugsæti frítt með í kaupunum.

Ryanair þarf stóra ríkisaðstoð til að forðast hópuppsagnir

24. september 2020

|

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að lágfargjaldafélagið írska neyðist til þess að láta starfsfólk taka að sér launalaust leyfi í vetur ef opinber ríkisaðstoð til félagsins verður ekki

800 milljónir í bónusgreiðslur en greiddu ekki starfsmönnum laun

24. september 2020

|

Kólumbíska flugfélagið Avianca hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að hafa greitt yfirmönnum og stjórnarmeðlimum félagsins rausnarlega bónusa í maí í vor á sama tíma og flugfélagið gat ekki greitt st

Telja reglu um rýmingu á 90 sekúndum vera úrelda

23. september 2020

|

Eftirlitsdeild innan samgönguráðuneytis Bandaríkjanna segir að endurskoða þurfi reglu innan flugsins er varðar hámarkstíma sem rýma skal flugvél og koma öllum farþegum frá borði ef upp kemur neyðarást

American ætlar að hefja þjálfun á 737 MAX í nóvember

23. september 2020

|

American Airlines ætlar að byrja að þjálfa flugmenn sína aftur á Boeing 737 MAX þoturnar í nóvember sem er liður í undirbúningi fyrir endurkoma vélanna til áætlunarflugs.

SAS ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur

23. september 2020

|

Scandinavian Airlines (SAS) ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur og mun félagið fljúga síðasta flugið á þessu ári til Vágar þann 29. september.

IATA: Skimun fyrir brottför eina lausnin til að bjarga fluginu

22. september 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að eina leiðin til að binda endi á núverandi ástand í fluginu, og koma áætlunarflugi á milli landa aftur í gang, sé að skima alla farþega á flugvöllum fyrir

Innanlandsflug í Víetnam búið að ná bata og gott betur

22. september 2020

|

Þrátt fyrir slæmt ástand í flugiðnaðinum víðast hvar í heiminum þá hefur innanlandsflugið í Víetnam náð sér að fullu og gott betur samkvæmt flugfélaginu Vietnam Airlines.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00